Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 03.07.1997, Blaðsíða 3
Aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja: Minni bnennslutekjup frá sveitarfélögum Aðalfundur Sorpevðingar- stöðvar Suðurnesja var haldinn nýverið. Samkvæmt rekstrarreikningum var tap S.S. á árinu kr. 7.021.154 sem stafar m.a. af minni brennslutekjum frá sveitarfélögunum og hækkun launakostnaðar vegna veikinda og slysa. Eigið fé er kr. 74.991.236. Rekstrarkostnaður hefur lækkað verulega milli áranna 1992 til 1996 en var það talið áhyggjuefni að allar fjárfestin- gar kölluðu á lánsfé. Lagt var til á árinu við sveitar- stjórnirar að breyta sorphirðu þannig að notaðar yrðu plast- tunnur í stað poka en brýnasta verkefni stöðvarinnar er bygg- ing nýrrar brennslulínu og mót- tökuhúss við stöðina. Sorpeyðingarstöðin tók á móti 16.140 tonnum af sorpi á árinu sem er aukning frá árinu áður. Til brennslu fóru 10.400 tonn sem er svipað og frá fyrra ári. Um 130 til 140 tonn af pappír safnaðist á árinu og kom fram að endurvinnsla á netum var nokkur. Önnur flokkun hefur verið látin bíða þar til reynsla hefur komið á slíka endur- vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Breytingar á sorphirðukerfi S.S. vekja efasemdir -Plasttunnum fylgir aukin eldhætta segir Slökkviliðsstjóri B.S. Ýmsar efasemdir eru nú á lofti varðandi tillögu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um breytingar á sorphirðukerfi á Suður- nesjum þannig að notaðar verði plasttunnur í stað plastpoka en ákvörðun um breytinguna verður líklega tekin næsta haust. Sigmundur Eyþórsson slökk- viliðsstjóri Brunavama Suð- umesja hefur sent Sambandi sveitarfélaga á Suðumesjum bréf þar sem hann bendir á ýmsa ókosti sem fylgja notkun á plasttunnum m.a. eldhættu en að hans sögn hefur reynslan sýnt að brunar eru tíðir í sorpílátum og sorpgeymslum á Islandi en á síðasta ári fengu Brunavarnir Suðurnesja þrjár slíkar til- kynningar. Plasttunnunum fylgir meiri eldhætta þar sem þær brenna og myndast mikill svartur reykur við bmnann. Sorpílátin eru 240 lítra, 13 - 17 kg að þyngd og gerð úr polyethylen. Segir m.a. f bréfi Sigmundar „Undirritaður leggur áherslu á að við breytingar á sor- phirðukerfi ber að hafa í huga hvort plastruslatunnur passi í þar til gerðar sorpgeymslur einbýlis- og fjölbýlishúsa sem nú þegar eru fyrir hendi á svæði Brunavarna Suður- nesja. Þar sem plastrusla- tunnur passa ekki í sorp- geymslur er hætta á að staðsetning þeirra utanhúss valdi útbreyðslu elds ef ákvæði byggingar- og bruna- málareglugerðar er ekki höfð í fyrirrúmi’'. Samkvæmt ákvæðum bygg- ingar- og brunamálareglu- gerðar skulu plastsorpílát ekki standa nær timburvegg en 3 m en 2 m sé veggurinn járn- klæddur eða með yfirborði. Fjarlægðin skal þó aldrei vera minni en 5 m sé mælt lóðrétt. Séu sorpílátin fleiri en 10 skal hafa þau í óbrennanlegum skýlum sem opnast frá hús- inu. Sorpgeymslur með plast- tunnur skulu vera í samræmi við ákvæði byggingar- og bmnamálareglugerðar. Á fundi bæjarstjómar Reykja- nesbæjar sl. þriðjudag kom frarn í máli minnihlutans að fleiri ókostir gætu fylgt breytingunni en kostir og kom fram í máli bæjarfulltrúanna Kristjáns Gunnarssonar og Ólafs Thordersen að kanna þyrfti málið ofan í kjölinn. Skipasmíðastöð Njarðvíkur: Byggir skipakví Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur samþykkt umsókn Skipasmíðastöðvar Njarð- víkur um að byggja skipakvf úr stáli að Sjávargötu 6. Stærð hússins er 50.900.1 rúmmetr- ar að flatarmáli og greiðir Skipasmíðastöðin kr. 8.004.717 í gatnagerðargjald. Byggingarleyfisgjald er kr. 1.221.602. Við afgreiðslu málsins í bygg- ingamefnd óskaði eldvarna- eftirlit Bmnavama Suðumesja að eftirfarandi yrði fært til bókar. „Eldvarnaeftirlit Brunavarna Suðurnesja vill benda rekstraraðilum B.S. á að slökkviliðið hefur ekki tiltækan búnað sem þarf til að fást við eld í húsum sem em 30 metrar á hæð. Nauðsynlegt er að fara að huga að kaupum á körfubíl. þar sem verið er að samþykkja byggingar sem em um og yfir 30 metrar á hæð“. ® ® Slropie sS&o Simpie Maliiurí»in| Shampoo fOfrlHW kynning í Apóteki Suðurnesja föstudaginn 4. júlí kl 14:00 til 18:00 Kynningarafsláttur. Hringbraut 99 Keflavík - sími 421 6565 Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.