Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1997, Síða 6

Víkurfréttir - 03.07.1997, Síða 6
'mm Fasteigiiaþjónusta Suóurnesja hf. Fasteigna- og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Lágmói 13, Njarðvík FullbúiÖ 136 ferm. enda- raðhús ásaml bílskúr. Góður staður. 12.000.000.- Birkiteigur 37, Kellavík 142 ferm. endaraðhús ásamt 39 ferm. bílskúr. 10.100.000.- Heiðarvegur 12, Keílavík Um 200 ferm. íbúð á tveimur hæðum í tvíb. ásamt bílskúr. Nýtt þak. 8.000.000.- Miðtún 2, Sandgerði Um 185 ferm. nýlegt einbýli ásamt 30 ferm. bílskúr. Sól- stol'a, gott útsýni. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Suðurgata 45, Keflavík 4ra herb. einbýli á tveimur hæðum. Klætt með stáli og nýju þakjámi. 5.700.000,- Háseyla 9, Njarðvík Glæsilegt 152 ferm. einbýli ásamt 46 ferm. bílskúr. Arinn í stofu og 4 rúmgóðum svefnherb. 13.000.000.- Kirkjubraut 10. Njarðvík 120 ferm. einbýli ásamt 50 ferm. bílskúr. 4 stór svefnher- bergi. 8.500.000.- Vallargata 37, Sandgerði 141 ferm. einbýli ásamt full- búnum 38 ferm. bílskúr. Mj- ög góður staður. 9.500.000,- Kirkjuvegur 15, Kellavík Mjög góð 4ra Iterb. íbúð á efri hæð í tvíb. ásamt bílskúr. Sérsmíðaðar innréttingar. 9.200.000.- Mávabraut 9, Keflavík 111 ferm. íbúð á jarðhæð 0101, 4 svefnherb. Hagst. áhvíl. Skipti mögul. á minni eign. Lítil útb. ' 5.700.000,- STURLAUGS OLAFSSONAR Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úr grasflötum. Eyði gróðri úr stéttum og innlteyrslum. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í símum 421-2794 og 893-7145 SAMDÆGURS k )N-a rj-z>£F ÓSKAÐ ER... Tvöföldun Reykjanes- brautar tímabær Fyrsta hraðbrautin á íslandi segir Morgunblaðið. Suðurnesjamenn þurfa að velta fyrir sér möguleikanum á vegatolli segir Kristján Pálsson alþingismaður. Tvöföldun Revkjanesbraut- arinnar hefur lengi verið baráttumál Suðurnesja- inanna og í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins um þar síðustu helgi segir tn.a. að slík framkvæmd sé orðin nauðsynleg og yrði Reykjanesbrautin þar með orðin fvrsta hraðbrautin á Islandi þar sem hægt væri að auka hámarksltraða í 110 kin á klst. „Líklega hefur lagning Reykjanesbrautar verið ein- hver ódýrasta vegagerð, sem íslendingar hafa lagt í og hefur það fjánnagn sem til vegarins fór margskilað sér bæði í meira öryggi sem og minna sliti á bflum og þá ekki sízt vegna lítils sem einskins viðhalds", segir að auki í Reykjavíkurbréfi. Þar er einn- ig fjallað um lágan viðhalds- kostnað á brautinni en ekki þurfti að leggja á hana slitlag í 30 ár. Þingmenn Reykjaneskjör- dæmis lögðu fram fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um tvöföldun Reykjanes- brautarinnar í sjöunda sinn en hlaut hún ekki afgreiðslu. Verður hún því lögð fram að nýju á næsta þingi. Kristján Pálsson alþingis- maður sagði það mikilvægt að SSS hafi lýst því yftr á síðsta aðalfundi að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefði forgang. Nauðsynlegt að gera KOSTNAÐARÁÆTLUN UM ERAMKVÆMDINA „Eg tel nauðsynlegt að kostn- aðaráætlun verði gerð um þessa framkvæmd en það hefur aldrei verið gert þar sem forsendur hefur skort. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga á Alþingi lagði ég til að slík áætlun yrði gerð enda verður að byrja á að hanna brautina til þess að við vitum um hvað við emm að biðja. Við þurfum að velta fyrir okkur legu brautarinnar. A hún að liggja meðfram núverandi braut eða allt aðra leið fyrir ofan Hafnafjörð. Nú em t.d. tölu- verðar deilur um það í Hafnafirði hvar Reykjanes- brautin eigi að liggja í gegn- um bæinn. Mér líst mjög illa á það hvernig sú umræða er að þróast en verið er að ræða unr ofanbyggðaveg sem liggur austan fyrir Hafnafjörð í tengslum við Suðurstrandar- veg sem liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Mér finnst það slæmt mál ef það á að draga jrennan veg langt austur og torvelda í raun leiðina suður eftir. Bæði lengja hana og gera hana eifiðari. Mér finnst ekki koma til greina annað en að Reykjanesbrautin liggi eins og hún hefur gert. í gegnum Hafnafjörð og áfram í gegnum Garðabæ og Kópavog“. Tvöföldun Reykjanes- BRAUTARINNAR EKKIINNI Á VEGAÁÆTLUN Tvöföldun Reykjanesbraut- arinnar er ekki inni á vega- áætlun sem gerð hefur verið til tveggja ára og að sögn Jónasar Snæbjömssonar umdæmisstjóra Vegagerð- arinnar í Reykjanesi er megin- niðurstaða kannana sú að ekki er talin ástæða til þess að tvö- falda brautina fyrr en fjöldi bfla er kominn yfir 12 til 15 þúsund. I dag fara um 5 til 6 þúsund bflar um Reykjanes- braut og hefur sú umferð ekki aukist að marki undanfarin ár en þó sagði Jónas það raska aðeins jressum tölum að unrferð væri mikil á álags- tímum. Djúp hjólför eru nú á braut- inni á köflum og mun Vegagerðin malbika þar í sumar en jafnframt er beðið eftir niðurstöðum tilraunar sem gerð var á mismunandi slitlögum á brautina fyrir þremur ámm síðan. Kristján Pálsson sagði það rétt að umferðin væri ekki nægjanlega mikil miðað við erlenda staðla. „Eg held að við búum við allt aðrar aðstæður hér veðurfars- lega heldur en erlendis og staðlar sem koma þaðan eiga ekki við hjá okkur. Við sem förum þessa braut sjáum hvað |retta er oft erfiður akstur. Vegagerðamenn vildu aldrei samþykkja lýsingu brautar- innar og töldu hana skapa slysahættu. Nú benda fyrstu tölur til þess að slysum hafi fækkað um helming við til- komu lýsingarinnar og höfum við aukið öryggi brautarinnar gríðarlega mikið“. Lágt vegagjald nauðsyn- LEGT TIL ÞESS AD SKRIÐUR KOMIST Á MÁLIÐ Kristján sagði eifiðlega hafa gengið að finna tjármagn til framkvæmdarinnar sem hann telur ntjög hagvæma. Því telur hann mögulegt að verktakar fari út í framkvæmdina á eigin reikning eins og rætt hefur verið um vegna tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar frá Breiðholti og í gegnum Hafnatjörð sem sfðán verði greitt til baka með framlögum af vegaáætlun. Það er mat Kristjáns að lágt vegagjald sé nauðsynlegt til þess að skriður komist á málið. „Eg tel mikilvægt að Suðumesjamenn velti því fyrir sér og loki ekki á þessa tvöföldun bara vegna þess að menn yilji ekki ræða eitthvað gjald. Ég held að fólk sé meðvitaðra en áður um að slík vegagjöld tíðkast víða erlendis auk þess sem slíkt gjald yrði aldrei liátt því umferðin um veginn er mikil“. Að mati Kristjáns er margt senr mælir með því að þessi framkvæmd komist á eitthvert skrið og nefnir hann hugsan- legan spamað þar sem hægt væri að leggja niður Reykjavíkurllugvöll og flytja allt innanlands-, millilanda-, og ferjuflug suður eftir og nýta þar með betur tjárfestin- gar þar. „Ein forsenda jress er tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og hækkun á hámarkshraða þannig að það taki aðeins hálftíma að keyra inn í miðbæ Reykjavfkur". Að sögn Kristjáns verður unnið í málinu þangað til að niðurstaða er fenginn. „Ég tel víst að Suðumesjamenn munu sjá tvöfalda Reykjanesbraut fyrr ef verktakaleiðin er farin og menn sætta sig við að greiða ákveðið lágmarksgjald. Suðumesjamenn verða að gera það upp við sig. Annars gætum við þurft að bíða í langan tíma“. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.