Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1997, Page 16

Víkurfréttir - 03.07.1997, Page 16
r L "1 Nýr leikskóli var formlega tekinn í notkun í Keflavík sl. föstudag. Það er leik- sólinn Vesturberg við Vesturbraut í Keflavík. Fjölmenni var við opn- unarathöfnina. Það var Ellert Eiríksson bæjararstjóri Reykjanes- bæjar sem sem flutti tölu og skýrði verkþætti fyrir viðstöddum. Þá handsalaði hann leiksólann Vesturberg til Huldu Ólafsdóttur leik- skólastjóra. Þá var gestum boðið upp á stóra og mynd- arlega rjómatertu. A leikskólanum Vesturbergi verða um 60 börn í hálfs- dagsvistun. Leikskólinn er bjartur og rúmgóður en leik- skólinn er í gömlu íbúðar- húsi sem lagað hefur verið að núverandi starfsemi. Hulda Ólafsdóttir leikskólastjóri tekurformlega við Vesturbergi frá Ellerti Eirikssyni bæjarstjóra. Aðrar myndir sýna hluta gesta og aðstöðuna í leikskólanum Vesturbergi. VF-myndir: Hilmar Bragi J Páll Jónsson sparisjóðsstjóri ásamt eiginkonu sinni, Margréti Jakobsdóttur útibússtjóra Sparisjóðsins í Njarðvík. VF-mynd: Oddgeir Karlsson Breytingar hjá Sparisjóðnum í Keflavík: Páll og Margrét hætta í Sparisjóðnum um næstu áramót Páll Jónsson, annar tveggja spari- sjóðsstjóra hjá Sparisjóðnum í Keflavík hættir störfum um næstu áramót að eigin ósk. „Astæðan er einfaldlega sú að aðstæður mínar leyfa það að ég geti hætt tveimur árum áður en ég þarf aldurs vegna. Ég náði samningum við stjóm Sparisjóðsins uni starfslok og við hjónin munum hætta um næstu áramót“, sagði Páll um ástæður þess að hann hefur ákveðið að hætta. Páll hefur starfað í rúm 23 ár í Sparisjóðnum en hann varð 62 ára í janúar síðastliðinn. Margrét Jakobs- dóttir, eiginkona hans sem starfað hefur í Sparisjóðnum í 21 ár mun hætta sömuleiðis en hún hefur verið útibús- stjóri í Sparisjóðnum í Njarðvík sl. 20 ár, eða frá stofnun þess. Páll segir að þau hjón séu bæði mikið skógræktarfólk og eyði mikið af frí- tíma sínum í sumarbústað þeirra í Grímsnesi. Þau hafa ávallt verið dug- leg að ferðast og nú verður loks nægur tími til ferðalaga og annarra áhugamála. „Við erum búin að skoða þetta mál í nokkum tíma og höfum haft áhuga á að hætta að vinna og njóta lífs- ins á meðan við erum við góða heilsu og höfum efni til. Eftir nokkra um- hugsun ákváðum við að slá til og það var okkur ánægjulegt Itvað stjórn Sparisjóðsins tók þessari ósk vel“. Að sögn Páls hefur rekstur og skipan í Sparisjóðnum verið í góðunt farvegi undanfarin ár. Tími mikilla afskrifta sé að Ijúka og þá hefur verið unnið mikið í nýrri verkaskiptingu innan stofnunar- innar sem sé mjög gott mál. I nýju skipuriti Sparisjóðsins, sem gert var fyrir tveimur árum var ákveðið að þegar sá tími kæmi að annar spari- sjóðsstjóranna hætti störfum yrði ekki ráðið í stað þess sem hætti. Frá og með næstu áramótum mun því Geirmundur Kristinsson verða einn Sparisjóðsstjóri.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.