Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 04.09.1997, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 04.09.1997, Qupperneq 4
VIKUR FRÉTTIR Við erum til húsa á efri hæð Sparísjóðsins Grundarvegi 23 Auglýsingar 421 4717 Faxmímer 4212777 Ritstjóm 4214717 Við þurfum þinn stuðning Föstudaginn 5. september n.k. verður haldin styrktarsamkoma til stuðnings Erni Kjærnested og fjölskyldu. Öm hefur barist hetjulegri baráttu við krabbamein sl. 3 ár. Fyrir u.þ.b. sex árum fann hann fyrst fyrir meininu en þrjú ár liðu þar til læknir hans komst að réttri nið- urstöðu varðandi meinið. Fyrir um tveimur árum fékk hann þann úr- skurð hjá læknum að líklega væri ekkert hægt fyrir hann að gera þar sem meinið væri komið í lifrina. Öm neitaði að gefast upp og fór í óhefðbundna læknismeðfer erlendis sem hefur haft í för með sér mik- inn kostnað fyrir tjölskylduna. Ut á jtessa meðferð fást ekki greiðslur úr sjúkrasamlagi og hefur fjölskyldan þurft að fjármagna jsetta sjálf og þurft að treysta á fjárstuðning frá ættingjum, vinum og samstarfsmönnum. til að létta undir með fjölskyldunni hafa nokkrir vinir undirbúið styrktarsamkomu sem haldin verður á veitingahúsinu Staðn- uni í Keflavík sem lætur húsið í té ásamt starfsliði og hljómsveit endurgjaldslaust. Skemmtiatriði kvöldsins verða eftirfar- andi: Bubbi Morthens, félagar úr karate- deild Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju undir stjóm Einars Amar Einarssonar sem jafnffamt er kynnir kvöldsins. Allir jrcssir aðilar gefa sína vinnu jretta kvöld. I boði hússins leikur síðan hljómsveitin POPP- ERS fyrir dansi. Veglegt styrktarhappdrætti verður með vinningum frá fyrirtækjum á Suðumesjum og höfuðborgarsvæðinu. Aðgöngumiða- verð er kr. 1000 sem rennur óskipt ásamt innkomu af happdrætti til tjölskyidu Am- ar. Einstaklingum og forsvarsmönnum fyrir- tækja er bent á að forsala aðgöngumiða er á fimmtudagskvöldið 4. september frá kl. 19 - 24 á Staðnum. Þá er einnig á sama tíma tekið á móti frjálsum framlögum í símurn 421 -3421 og 421 -3494. Þeim sem vilja styrkja fjölskylduna er bent á bankabók í Islandsbankanunt í Keflavík nr. 0542-14606060. Húsið opnar kl. 21.00 og hefst dagskrá stundvíslega kl. 22.00. MeS fyrirfram þakk StuBiiingsliópur Ö.K. * SUZUKI Cm_u ifi [yjikar I sýní«Ul'j|!/';" SUsalBi^krínglunnar tengivegir slysagildrur Nýtt hringtorg við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur reynst mikil slysagildra vegna slælegra vinnubragða Vegagerðar ríkisins. Merkingar vantar og hafa þó nokkrir bílar ekið þvert yfir hring- torgið. Nýr Sandgerðisvegur virðist einnig varhugaverður og jregar hafa orðið þar tvær bílveltur í vikunni. Allar merkingar vantar við hringtorgið sem var tekið í notkun í sumar en mikil umferð fer um Reykjanesbrautina í átt að flug- stöðinni. Sumir ökumenn hafa ekki áttað sig á breytingunni og keyrt þvert yfir hringtorgið. Hið sama má segja um nýjan Sandgerðisveg sem tengist hring- torginu en þar urðu tvær bfiveltur á sama stað í vikunni. Vegur- inn er ekki lýstur og að auki vantar vegamerkingar þannig að hann er biksvartur jregar að skyggja tekur. Víkurfréttir reyndu ítrekað að ná sambandi við Jónas Snæ- bjömsson hjá Vegagerðinni vegna málsins án árangurs. Stjóm Hafnarsamlags Suður- nesja samþykkti á fundi sín- um þann 24. júlí sl. að ræða við tryggingaifélag hafnarinn- ar vegna tjóns sem varð á gámaskipinu Hansewall sem tók niðri við bauju í Njarðvík- urhöfn þann 16. júnís.l. Skipið tafðist vegna þessa um 3 vikur en gert var við það í Hamborg. Hefur útgerðin sent Hafnarsamlaginu bréf þar sem það leitar upplýsinga og kemur þar fram að hún áskili sér rétt til þess að krefja höfn- ina bóta. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra mun stjórnin ræða við tryggingarfélag hafnarinnar um viðbrögð ef til bótakrafna kæmi. Þó taldi hann höfnina ekki vera bóta- skylda. ,Astæða jress að skipið tekur niður er sú að ekki var nægj- anlegt flot þegar það fór út. Það er ýmislegt sem þar kem- ur til m.a. seinkaði brottför skipsins aðeins auk þess sem fjaran var á undan áætlun. Nokkrar skemmdir urðu á botni skipsins en við höfum ekki fengið nákvæmar upp- lýsingar um skemmdirnar sem búið er að gera við“. MIKIÐ AF VARGFUGU Mikið hefur borið á vargi á Suðumesjum að undanfömu og hafði bæjarbúi samband við blaðið og benti á að óvenjuntikið væri af Svartbaki þar sem stór hluti unga hafi komist á legg. Hann taldi að rekja mætti fjölgunina til þess að fuglarnir kæmust einhversstaðar í fiskúrgang og þyrfti að koma í veg fyrir það. Jafnframt sagði hann að Skúmurinn sem er mikilil vágestur væri að festa sig í sessi á Suð- umesjum. Mikið hefur borið á vargi á Miðnesheiði en mikil lægð var í stofninum fyrir ári síðan. Hjá Snorra P. Snorrasyni hjá Heilbrigðiseftir- liti Suðumesja fengust þau svör að stofnstærð varga væri hvorki minni né stærri en undan- farin ár. Hann sagði helstu leiðir til úrbóta vera að koma í veg fyrir að fuglinn komist í æti eins og fiskúrgang og væri þeim tilmælum beint til fiskverkannda að svo væri gert. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar íhugar nú að- gerðir gegn varginum. Diskar úr kartöflumjöli Stefnt er að samstarfsverkefni við erlenda aðila um fram- leiðslu a diskum úr kartöflu- mjöli. Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofa Reykjanesbæj- ar hefur að undanfömu verið í samstarfi við aðila sem stefna að þvi að reisa verksmiðju á suðumesjum til að framleiða ofangreinda diska og hafa að- ilar á Suðumesjum lýst áhuga á verkefninu. Gámaskipið Hansewall tekur niðri við Njarðvíkurhöfn: Nýtt hpingtorg og Halnarsamlag Suður- nesja þarf hugsanlega aö greiða skaðabætur -skipið tafðist um 3 vikur 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.