Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 25.09.1997, Blaðsíða 4
Annað bindi Sögu Keflavíkur komið út Mavík um Annað bindi Sögu Keflavík- ur eftir Bjarna Guðmarsson kemur út hinn 1. október n.k. f bókinni er þráðurinn rakinn frá því um 1890 og allar götur til ársins 1920 þegar H.P. Duus selur eignir sínar þar syðra og selstöðuöldinni lýkur. Meðal efhisþátta í Sögu Kefla- víkur 1890-1920 eru heimilis- þættir, samgöngur við um- heiminn, félagslíf og skemmt- anir og íbúaþróun. Sagt er frá húsbyggingum í kauptúninu, alþýðuhögum og atvinnulífi, breytingum á verslunarháttum og vélvæðingu í sjávar- útvegi svo nokkuð sé nefnt. Getið er helstu kaupmanna, forkólfa útgerðar í Keflavík, lækna og presta. Þá koma við söguna krakkar á skólabekk, sprúttarar og gút- templarar í amstri sínu, tónlistarmenn og áhugaleikarar, bmnaliðsmenn og símastúlkur og raunar margir fleiri. Sögunefnd í samvinnu við menningamefnd eldri borgara stendur fyrir kynningu á bók- í Selinu, Vallarbraut 4 á út- gáfudegi bókarinnar 1. októ- ber kl. 20.30. Skemmtunin er öllum opin. Hafnargötu30 (Tjarnargötumegin) 230Keflavík sími 421 3555 W£> BJÓOUM: /Xlhlioa fatahreiimsuim Gufupressuim /Xlhlida pvottapjóimustu Dúkaleigu ÍSLEIMSKA GÆDA PJÓIMUSTU gyffjtUJUB/! OG SffWS® HgHHj£jSlMÍlCAf Forsala á bikarinn Forsala aðgöngumiða á bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍBV sem fram fer 5. október hefst á morgun föstudag í K-video við Hringbraut. Auk aðgöngu- miða verða þar seldir ýmsir minjagripir, eins og fánar, húfur og fleira. Keflvíkingar og stuðningsmenn Kefla- víkur em hvattir til að tryggja sér miða í forsölu. Skemmdarverk unnin á Sólarvéinu Keflavíkurkirkja var tekin í notkun sl. sunnudag eftir gagn- gerar endurbætur þar sem byggt var nýtt anddyri við kirkjuna. Að sögn Birgis Guðnasonar for- manns byggingarnefndar Keflavíkurkirkju er mikil hag- ræðing fúlgin í nýju anddvri og býður það upp á aukiö rými fyrir meðlimi kirkjukórsins. Eir hefur verið sett á þak viðbygg- ingarinnar en það veröur sett á allt þak kirkjunnar í framtíð- inni og hluta safnaðar- heimilisins. Á næstunni veröur gerð kostn- aðaráætlun yfir framkvæmdir á þaki kirkjunnar. Skemmdir á því hafa komið í Ijós og taldi Birgir að framkvæmdir gætu jafnvel hafist á næsta ári. Bygging safnaðarheimilis geng- ur nokkuð á eftir áætlun. 158 km hraða á Grindavíkirogi Sjö ökumenn vom teknir fyrir of hraðan akstur hjá lögreglunni í Grindavík í vikunni. Þar af var einn svipt- ur ökuleyfi á staðnum en hann var á 158 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur. Skemmdarverk hafa verið unnin á Sólarvéinu í Grindavík þar sem rifin var niður hleðsla. Tjónið er verulegt og óskar lögreglan í Grindavík eftir vitnum. Neyðarblys á ælingu Lögreglunni í Grindavík barst tilkynning um neyðarblys rétt fyrir þrjú aðfaranótt föstu- dagsins 5. september sl. í ljós kom að þarna voru björgunarþyrlur vamarliðsins á æfingu og hafði láðst að tilkynna hana viðeigandi yfirvöldum. Haft var sam- band við tilkynningarskyld- una og höfðu íslensk skip hafið eftirgrennslan þegar í Ijós kom að um æftngu var að ræða. 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.