Víkurfréttir - 25.09.1997, Qupperneq 14
Viðtalstímar
forseta
bæjarstjórnar
eru á skrifstofu Reykjanesbæjar í
Kjarna, Hafnargötu 57,2. hæð á
þriðjudögum kl. 9-11.
VARNARLIDIÐ
Laust framtíðarstarf
Viðskiptafræðingur-Gæðastjórnun
Stjórnsýslustofnun Varnarlidsins
óskar að ráða starfsmann í fast starf
hjá stofnunni. Hjá stofnuninni starfa
fjórir einstaklingar.
Starfið felur í sér framkvæmd, um-
sjón og eftirlit gæðastjórnunar, í
deildum sjóhersins á Keflavíkur-
flugvelli. Einnig er viðkomandi ætlað
að fylgjast með framkvæmd á hinum
margvíslegu reglugerðum sem í gildi
eru hverju sinni, bæði á stjórnunar-
og fjármálasviði.
Starfsmanni er einnig ætlað að gera
tillögur sem gætu leitt til umbóta auk
þess að semja skýrslur á ensku.
Menntun og reynsla:
Æskileg menntun er endurskoðun
eða viðskiptafræði auk mjög góðrar
enskukunnáttu, bæði á talað mál
og ritað.
Þekking á íslensku launakerfi ásamt
lögum og reglum er varða íslenskan
launamarkað er nauðsynleg, ásamt
notkun tölva og algengustu forrita
fyrir Windows.
Umsækjandi þarf að vera mjög
nákvæmur, hafa góða skipulags-
hæfileika og eiga auðvelt með að
umgangast fólk, Samstarfsaðilar eru
bæði Islendingar og
Bandaríkjamenn.
Lögð er áhersla á, að þetta starf
hentar ekki síður konum en körlum.
Þar sem starfið er mjög umfangs-
mikið og krefjandi og hér að framan
aðeins tekið fram það helsta, er
nauðsynlegt að væntanlegir umsækj-
endur lesi starfslýsingu sem
liggur frammi hjá ráðningardeild
varnarmálaskrifstofu að
Brekkustíg 39, Njarðvík.
Umsóknir skulu berast til
ráðningardeildar varnarmálaskrif-
stofu, Brekkustíg 39, Njarðvík,
sími 421-1973, ekki síðar en
þridjudaginn 30. september n.k.
Öllum umsóknum verður svarað
skriflega.
ÍA LUJSW
IUPERLA í GRINDAV!
L5ZÍ
Grindvikingar eru
Reykjanesmeistarar
Grindvíkingar tryggðu sér í
fyrrakvöld Reykjanesmeist-
aratitilinn í körfuknattleik í
fyrsta sinn með sigri á
Haukum 89-73 í Grindavík.
Leikurinn var vel leikinn,
sérstaklega af hálfu Grind-
víkinga og var lítinn haust-
brag að sjá á leik liðanna.
Darryl Wilson, nýi Banda-
ríkjamaðurinn í liði Grind-
víkinga, fór á kostum í
leiknum og skoraði 42 stig,
þar af 29 í fyrri hálfleik.
Konstantin Tzartsaris, hinn
sautján ára 205 cm gríski inn-
flytjandi Grindvíkinga, leik
einnig vel og skoraði 15 stig,
tók 9 fráköst og varði 3 skot.
Annars var liðsheild Grind-
víkinga sterk og full ástæða til
bjartsýni í Grindavík þrátt
fyrir miklar breytingar á
liðsskipan frá fyrra ári.
Sigfús Gizzurarson sem skor-
aði 27 stig og Sherrick
Simpson, 15 stig, voru bestir
Hafnfirðinga að þessu sinni.
Keflvíkingar luku síðan
Reykjanesmótinu með sigri á
grönnum sínum í Njarðvík
74-70 í Keflavík í gærkveldi.
Leiksins verður ekki minnst
og vonandi ekki endurtekinn
næst þegar liðin mætast.
Stigahæstir Keflvíkinga voru
Chris Cameron, sem er víst
kominn með annan fótinn í
IBHCUIG REFUHMR
Frá Leikfélagi
Keflavíkur
Nú lídur ad því að tekið verði í
notkun nýtt og glæsilegt leikhús
hér í bæ, sem hýsa mun starfsemi
Leikfélags Keflavíkur.
Einnig mun húsið ætlað undir aðra
starfsemi af menningarlegum toga.
Af því tilefni óskar L.K. eftir
nafnatillögum á leikhúsið, sem
berast eiga félaginu bréflega fyrir
2. október '97.
F.h. stjórnar Leikfélags Keflavíkur
Guðný Kristjánsdóttir formaður
Pósthólf297, Keflavík.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar,
með 29 stig og Guðjón Skúla-
sonmeðl8. Teitur Örlygsson
skoraði 25 og Páll Kristinsson
19.
Keflvíkingar enduðu í neðsta
sæti mótsins, Njarðvíkingar í
öðru sæti og Haukar í því
þriðja.
Islandsmótið í körfuknattleik
hefst síðan með Meistara-
keppni KKI á sunnudag.
Fimmtudaginn 2. október
hefst sfðan fyrsta umferð
Islandsmótsins með leik
Keflvíkinga og Njarðvíkinga í
Keflavík.
é>
Q) 9 99 999
sMichelh
66,SO mín.
* Sájitrfiarfráwjmr
'dKimni
léinktlífj kvenna (hljóDriLinir)
érólisk ttfjiteýmij
905-2000
14
Víkurfréttir