Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.1997, Side 4

Víkurfréttir - 02.10.1997, Side 4
Poppminjasafn íslands opnar sýninguna Bítlabærinn Keflavík á næstunni: IBmujiuy mjíD aö hunmvnd eflfpamkvsmdn eraoantnoio -segir Rúnar Júlíusson sem hefur unnið ötullega að söfnun gripa FYRIR FJÖLSKYLDUNA í OKTÓBER 20% afsláttur af strípum - litunum - permanenti sléttunum og djúpnœringakúrum Tilboð gilda frá mánudegi til fimmtudags í október Engar tímpantanir - Topp þjónusta - Hresst starfsfólk. Láttu sjá þig. Edilon Túngötu 12 - Keílavík - Sími 421-2195 Klippið út auglýsinguna og geymið. Poppminjasafn íslands opnar sýninguna Bftlabærinn Kefla- vík á næstunni á veitinga- staðnum Glóðinni og hefur verið unnið hörðum höndum að undanförnu við söfnun muna sem hljóta munu sinn stað á safninu. Hljómlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson er meðal þeirra sem sitja í undirbúningsnefnd um poppminjasafn Islands og sagði hann fólk sýna sýning- unni mikinn áhuga. „Söfnunin gengur bara vel og höfum við verið að fá allt sem tengist músík. Þar má nefna hljóðfæri eins og gítara og hljófærabassa, föt, handskrif- aða texta og nótur, plötu- umslög, myndir, plaköt og fleira“. Hafa einhverjar óvæntar perl- ur komið í ljós? „Já, til dæmis fengum við hvítan gítar sem Gunnar Þórð- arson notaði í Hljómum og fannst hann hjá leigubílstjóra. Við höfum líka fengið gömul segulbandstæki og gamlar myndir. Ein þeirra er m.a. af fyrstu uppákomu söngkon- unnar Ellýar Vilhjálmsdóttur svo það er ýmislegt sem kem- ur í ljós“. Sýningin opnar á veitinga- staðnum Glóðinni laugardag- inn 11. október og er áætlað að hún standi fram á næsta ár en poppminjasafnið hefur enn ekki fengið fastan samastað. Matseðill og drykkir á Glóð- inni munu tengjast sýningunni og geta gestir m.a. fengið sér drykk sem nefndist ástarsæla eða fyrsti kossin. Að sögn Rúnars hefur hug- myndin að slíku poppminja- safni verið lengi að gerjast. „Ég var eitt sinn formaður nefndar innan tónlistarskól- anna og vann ég þá nokkuð með honum Kjartani Má Kjartanssyni sem er skóla- stjóri Tónlistarskólans í Kefla- vík. Við vorum oft að ræða þessa hugmynd en það er ómögulegt að segja til um hvaðan hún er fengin. Þetta er ekkert voðalega „orginal“ hugmynd en það valt allt á því að framkvæma hana. Það er nefnilega enginn vandi að fá góða hugmynd en fram- kvæmdin er aðalatriðið". 4 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.