Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.1997, Side 15

Víkurfréttir - 02.10.1997, Side 15
 Suðurnesin embest íkirfunri Kvennalið UMFG og karla- lið Keflavíkur voru krýnd Meistarar meistaranna síð- astliðinn sunnudag. Grindvísku stúlkurnar lögðu Keflvíkinga 59-58 í spennandi leik og Kefl- víkingar tóku KR-inga í bakaríið 97-77. Leikur kvennaliðanna var jafn og spennandi og játuðu Keflvfldngar sig ekki sigraða fyrr en á síðasta sekúndubrot- inu þegar Anna “goðsögn” Sveinsdóttir lauk leiknum með sveifluskoti frá miðju, beint í. Bima Valgarðsdóttir, Pennf Peppas og Svanhildur Káradóttir fóru fyrir liði meistaranna sem átti svar við állum klækjum Keflavíkurstúlkna að þessu sinni. Erla Reynisdóttir, sem varð fyrir meiðslum á lokasprettinum, var best Keflvíkinga og Anna María átti frábæran sprett í seinni hálfleik. Karlalið Keflvíkinga virðist hafa gert sér grein fyrir því að þrátt fyrir slakt gengi í Reykjanesmótinu væri óviðeigandi að ftmmfaldir meistarar síðastliðins árs yrðu ekki Meistarar meistaranna. Vopnaðir nýjum erlendum leikmanni, Dana Dingle, sýndu þeir Vesturbæingum enga miskunn og unnu verð- skuldað 97-77. Það væri illa gert að hæla einum fyrir annan því allir léku vel og allir skomðu en ég ætla nú að gera það samt því fyrirliðinn Guðjón Skúlason lék best allra bæði í vöm og sókn. Stigahæstir Keflvíkinga vom Guðjón með 27, Dingle 21 og Kristján 15. Stigahæstir KR- inga, sem fá lítið hrós fyrir hugmyndaauðgi og þor, voru Hermann með 21 og Ingvar 14. „Kostas" kostar iimm milljónir! Gríska 4. deildarliðið Filippos sem Konstantín Tzartsaris lék með á síðustu leiktíð vill fá 5 milljónir frá Grindavík- urliðinu fyrir piltinn. Að sögn Grindvíkinga telja Grikkir sig eiga “Kostas” til 19 ára aldurs. Grindvíkingum hafa leitað til FIBA, alþjóðasam- taka körfuboltans, vegna málsins en fengið þar lítinn hljómgmnn. Telja þeir ástæð- una vera að samtökunum sé að mestu stjómað af “Júgó- slövum” og Grikkjum. Takist ekki að ná sanngjömu sam- komulagi er allt útlit fyrir að körfuknattleiksunnendur missi af þessum stórefnilega unglingi. Þykir undarlegt að Bosmanreglan gildi ekki í þessu tilviki því pilturinn er ekki samningsbundinn Gríska liðinu. Svo segja menn að fólk í sjávarþorpum Islands sé bundið átthagafjötmm. Missi Grindvíkingar Konst- antín minnka möguleikar þeirra tölvuvert á titlum þetta árið. L pepsi adidas FYRSTISTÓRLEIKUR HAUSTSINS KEFLAVÍK - NJARÐVÍK í ÍÞRÓTTAHÚSINU KEFLAVÍK I KVÖLD KL- 20:00 REYKJANESBÆR - íþrótlabœr! Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.