Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.10.1997, Blaðsíða 2
70] Félagsleg íbúð íGarði Húsnædisnefnd Gerdahrepps auglýsir lausa til umsóknar félagslega íbúð, 3ja herbergja, að Silfurtúni 12, Garði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps. Umsóknarfrestur er til 17. október 1997. Húsnæðisnefnd Gerðahrepps. Vandaðar auglýsingar! S íM I N N E R 4 2 1 4 7 1 7 ReyKjanesbær tekur upp húsaleigubætur Bæjarstjórn Revkjanesbæj- ar saniþvkkti á fundi sínum sl. þriðjudag aö taka upp greiðslur húsaleigubóta frá l.janúar 1998 og hefurfjár- málastjóra, félagsmála- stjóra og félagsmálaráði verið falið að hefja undir- búning á greiðslu bótanna. Fyrmefndir aðilar munu vinna tillögu sem lögð verður fyrir bæjarráð um fyrirkomulag greiðslanna, staifsmannahald við húsaleigubótakerfið og kostnaðaráætlun. I bókun bæjarráðs um málið þann 1. október sl. segir: „Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur ekki fyrr tekið upp greiðslu húsaleigubóta vegna þeirra ágalla sem em á núver- andi keifi. Hefur þeirri skoð- un verið komið á framfæri við öll tækifæri. Fyrir liggja til- lögur frá 53. fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfé- laga, þar sem tekið er á þeim ágöllum sem em á núverandi kerfi. Bæjarráð skorar á stjóm Sambands íslenskra sveitarfé- laga að vinna að krafti að framgangi þeirra tillagna í samningum við ríkisvaldið, þannig að niðurstöður liggi fyrir sem allra fyrst en eigi síðar en 1. desember. Böðvar Jónsson varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks grei- ddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði eftir því að henni yrði vísað aftur í bæjarráð þar til að nýtt fmmvarp um húsa- leigubætur liggur fyrir. Hann sagði meirihluta tvívegis hafa hafnað beiðni minnihluta um upptöku húsaleigubóta vegna annmarka þeirra og einkenni- legt væri að hann skuli nú samþykkja kerfi sem er veru- lega gallað. Hann sagði það þvf ábyrgðarleysi að sam- þykkja húsaleigubætur þar sem nýtt fmmvarp um þær er í vinnslu og verður lagt fram fyrir áramót. „Ljós er að það verða umtalsverðar breytingar á húsaleigubótunum sem enn eru ekki kunnar og því ein- kennilegt að setja félagsmála- stjóra, fjármálastjóra og fé- lagsmálaráð í vinnu við að undirbúa upptöku keifis sem verður ekki við lýði. Sú vinna verður að stórum hluta ónýt þegar að nýtt fmmvarp liggur fyrir“. Einnig gerði hann að tillögu að í stað húsaleigubóta yrði útsvar lækkað um 0,10% eða úr 11,79 í 11,69%. Anna Margrét Guðmunds- dóttir sakaði Böðvar um for- dóma gagnvart láglaunafólki í málflutningi sínum og sagði lækkun útsvars ótengda húsa- leigubótum auk þess sem lítið væri um tekjuafgang hjá bæj- arsjóði. Hún sagði rétt að viss- ir annmarkar væru á húsa- leigubótunum en þá væri ver- ið að skoða. Benti hún á að sveitarstjómarmenn um land allt hafi ekki séð sér annað fært en að taka upp húsaleigu- bætur og hafi fjármálastjóri og félagsmálastjóri Reykjanes- bæjar mælt með því eftir at- hugun. Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði eðlilegt að taka upp húsaleigubætur nú og hafi biðin einungis leitt til bóta á kerfinu. „Ég sé engar forsendur fyrir því að við ger- um það ekki“. Undir það tók Drífa Sigfúsdóttir og sagði hún mikilvægt að boðið væri upp á fjölbreytt húsnæði í bæjarfélaginu. Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum gegn I og var tillögu Böðvars vísað frá með öllum atkvæðum bæjarfull- trúa. Byggingarnefnd mælir með Viðari Má Byggingamefnd Reykjanesbæjar hefur lagt til að Viðar Már Aðalsteins- son verði ráðinn byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar en bæjarráð frestaði afgreiðslu á ráðningunni á fundi sínum þann 1. október sl. Þeir sem sóttu um eru Jón M. Halldórsson, Páll Björgvinsson, Trausti M. Harðarson, Viðar Már Aðalsteinsson, Þórður Þorvaldsson. Sveinn Númi Vilhjálmsson hefur dregið umsókn sína til baka. Fasteivnasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK SÍMAR421 1420 OG 421 4288 Hringbraut 72, Ketlavík 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Mjög góðir greiðsluskilmálar m.a. hægt að taka bifreið sem útborgun. Útborgun kr. 200 þúsund. 4.700.000,- Fífumói 5c, Njarðvík 74 ferm. 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu ástandi. Bílastæði eru næg og malbikuð. Hag- stæð lán áhvílandi. Góðir greiðsluskilmálar. Losnar fljótlega. 5.400.000. Suðurgata 23a, Sandgerði 91 ferm. 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt geymslu á 1. hæð. Hagstætt Byggingarsj. lán áhvílandi nreð 4,9% vöxtum. Góðir greiðsluskilmálar. 5.400.000.- Óðinsvellir 11, Keflavík 162 ferm. einbýli ásamt 47 ferm. bílskúr. Mjög vandað hús með steyptri stétt með hitalögn. Skipti á minni fasteign kemur til greina. Nánari upplýsingar um sölu- verð og greiðsluskilmála á skrifstofu. Óðinsvellir 2, Keflavík 268 ferm. einbýli ásamt 60 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Hiti í stéttum og bíla- plani. Skipti á minni fasteign kemur til greina. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála á skrifstofu. Hrauntún 2, Keflavík 190 femi. einbýli, 35 ferm. bílskúr innifalinn í stærð hússins. Glæsilegt hús á besta stað í bænum. Hag- stæð lán áhvílandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Skoðið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. Miðtún 6, Keflavík 81 ferm. 3ja herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi. Eftir- sóttur staður. Skipti á íbúð við Heiðarból, Heiðarholt eða Heiðarhvamm kemur til greina. 6.700.000,- r Heiðarbakki 14, Kellavík Rúmgott einbýlishús og bíl- skúr. Húsið er í góðu ástandi. Búið að setja upp forhitara og ný tæki í eldhúsi. Skipti á minni fasteign kemur til Faxabraut 7, Kellavík 81 ferm. neðri hæð með sér- inngangi. Ibúðin er í góðu ástandi m.a. ný skolplögn og nýtt þak. Góður staður. 5.300.000.- greina. Tilboð. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.