Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 09.10.1997, Blaðsíða 7
Nýtt leikhús í Reykjanesbæ: Draumurinn orð- inn að veruleika „Draumurinn er orðinn að veruleika", sagði Guðný Kristjánsdóttir fonnaður Leik- félags Keflavíkur sl. laugar- dag þegar opnað var við há- tíðlega viðhöfn nýtt leikhús félagsins. Leikfélagið fékk húsnæðið sem er að vesturbraut 17 til af- nota um síðustu áramót og hafist var handa í janúarbyrj- un við breytingar á húsnæð- inu. Verkið var unnið í sjálf- boðavinnu félaga í L.K. og hlutu þau til þess kr. 9.000.000 frá Reykjanesbæ. Yfir 7 þúsund vinnustundir hafa farið í verkið (og er talið að heildarkostnaður með vinnuframlagi nemi kr. ....). Að auki fær L.K. árlegan rekstrarstyrk til þess að standa straurn að rekstri hússins. Auk þess að hýsa starfsemi leikfé- lagsins mun húsið þjóna margþættu hlutverki m.a. fyrir tónleika, myndlistarsýningar o.fl. Leikhúsið tekur um 130 manns f sæti og hefur félagið fest kaup á hreyfanlegu palla- kerfi sem notað verður í áhorfendasalnum. Býður það upp á fjölbreytilega notkun á húsnæðinu auk þess sem hægt er að raða áhorfendastæðum upp á mismunandi hátt. Fjölbreytt dagskrá var við opnunina og m.a. fluttur leik- lestur úr verki Hilmars Jóns- sonar um eldklerkinn sr. Jón Steingrímsson. Rúnar Júlíus- son frumflutti lag við tækifær- ið og fluttu ýmsir tölu. Kór leikfélagsins flutti nokkur lög og Þór Stefánsson las frum- samið ljóð. I lokin lék hljóm- sveitin Fálkamir „jakkafata- tónlist". í andyri leikhússins var opnuð sýning á verkum Fjólu Jónsdóttur er nefnist Evudætur.fstendur hvað lengi). Leikhúsið hefur enn ekki hlotið nafn og er óskað eftir tillögum frá bæjarbúunt. Meðal þeirra tillagna sem borist hafa em Musterið, Bæj- arleikhúsið og Skothúsið en í því síðarnefnda fóru fram fyrstu sjónleikirnir á Suður- nesjum. Leikfélag Keflavíkur fagnar 30 ára starfsafmæli á þessum tímamótum og stefnt er að því að setja upp sýningu í hinu nýja leikhúsi fyrir jólin. ♦ Frá opnunarhófi Leikfélags Keflavíkur. Hilmar Jóns- son, baráttumadur geng áfengi, hefur aldrei áóur nádst á mynd innan um annan eins fjölda af vínglös- um eins og á þessari mynd. Innihald glasanna var samt sem ádur ekki allt áfengt. Grínid er samt gott... LR. Húsgagna- og innréttingamálun Tek aö mér alla málun á húsgögnum og innréttingum, nýjum sem gömlum, skraut- málun, litun, bæsun, glærun. Önnumst einnig viðgerðir. Hef til sölu iðnaðarlökk, sýruhert og polyuritan Upplýsingar gefur Ingi í símum 421-4010 og 421-2384. Grófin 8 - Keflavík - ingi@ok.is ♦ Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Gudný Kristjánsdóttir klippa saman á bordann á nýju leikhúsi í Reykjanesbæ. ♦ Rúnar Júlíusson frumflutti lag vid opnunina. „Er þetta ekki hit?", spurdi Rúnar. S E A L Y MALIBU AMERÍSKAR UNGLINGADÝNUR Á FRÁBÆRU VERÐI TWIN 97 sm.X190 sm. TWIN XL 97 sm. X 203 sm. FULL135 sm.X190 sm. FULLXL135 sm.X203 sm. QUEEN153 sm. X 203 sm. kr. 28.500.- kr. 33.000.- kr. 38.000.- kr. 44.000.- kr. 45.500.- ATHUGIÐ'. ÖH verð tneo stá\3rind undir dýnum ^agnavers/ Z. PAR SEM GÆDI, PJONUSTA OG GOTT VERD FARA SAMAN AUKIN OKURETTINDI leigubifreið - vörubifreið - hópbifreið Suðurnesjamenn athugið! Kynningarfundur vegna náms til aukinna ökuréttinda verdur haldinn í húsi Verkalýds- og sjómannafélags Keflavíkur sunnudaginn 12. október kl. 14:00. Aukin réttindi = Auknir atvinnumöguleikar Nú er mikill uppgangur í atvinnulífi á Sudurnesjum. Á slíkum tímum er mikilvægt að afla sér, sem mestra réttinda og auka þannig atvinnumöguleikana. ___ NYTT! Nú geta 18 ára einstaklingar öðlast vörubifreiðaréttindi. □ KUSKÓLI SÍIVll 5811919 'H"ivi"3"a jtjim LEIGUBIFREIO - VORUBIFREIO - HÚPBIFREID Víkurfrátfir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.