Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 09.10.1997, Blaðsíða 15
1 fÆ KEFLVIKIIMGAR BIKARMEISTARA í KNATTSPYRNU 1997 EFTIR SIGUR Á ÍBV Vítabaninn hetja Keflavíkur Bjarki Guðmundsson markvörður Keflavíkur Bjarki Guðmundsson, mark- vörður Keflavíkur, er hetja Keflvíkinga eftir frækinn sigur á Vestmannaeyingum í seinni úrslitaleik Coca Cola-bikar- keppninnar sl. sunnudag. Leið Keflvíkinga að bikarnum er ein sú lengsta sem nokkurt lið hefur farið að bikar, því fimm bikarleikir fóru í framlengingu. Þá þurfti annan úrslitaleik eftir að Gestur Gylfason skoraði ótrúlegt mark á lokasekúndum framlengingar í fyrri leiknum eins og alkunna er. Leikurinn um síðustu helgi var ekki stður spennandi og virtist sagan úr íyrri leiknum vera að endurtaka sig. Keflvíkingar voru mun frískari, sýndu miklu meiri leikgleði en Eyjamenn voru þreyttir eftir leik kegn Stuttgart nokkrum dögum áður. Það var ekki laust við að von- leysi gripi menn þegar Bjarki Guðmundsson braut á Eyjamanni go fékk dæmt á sig víti. Hann bætti heldur betur fyrir brot sitt og varði spym- una. Þetta atvik var á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks og komu Keflvíkingar allir endur- nærðir til síðari hálfleiks, án þess þó að ná að skora frekar en Eyjamenn. Keflvíkingar skoruðu í síðari hluta framlengingar, þegar Jóhann B. Guð mundsson skoraði glæsilegt skallamark. Sæmundur Víg- lundsson dómari sá hins vegar eitthvað athugavert við markið. Spennan magnaðist fyrst þegar kom til vítaspymukeppninnar. Þar varði Bjarki sína aðra vítaspyrnu, en Jakob Már Jónharðsson lét einnig verja frá sér vítaspyrnu, svo vítaspyr- nukeppnin fór í bráðabana. Þar varði Bjarki þriðju spymuna og nú frá Eyjamanninum Sigurvin Ólafssyni. Þá var komið að Kristni Guðbrandssyni að taka sína spyrnu. Hann stóð við stóru orðin og skoraði af miklu öryggi og tryggði Keflvíkingum þannig lang- þráðan bikarmeistaratitil en bikarinn hefur ekki komið til Keflavíkur síðan árið 1975. Stríðsdans var stiginn á vellin- um og áhorfendur trylltust í stúkunni. Þeir sem vilja berja bikarana augum geta skoðað þá í afgreiðslu Sparisjóðsins í Keflavík. Hrannar og félagar sigra í Njarðvík KR-ingar staðfestu vonir stuðningsmanna um styrk þeirra með sigri á Njarð- víkingum á heimavelli 74-73. Leikurinn var ekki vel leikinn utan sterkar vamir en bauð engu að síður upp á geysi- spennandi lokamínútur. Her- mann gaf KR-ingum 4 stiga forskot með 3 stiga körfu þegar 50 sekúndur voru til leiksloka, Teitur svarar með 3 stiga körfu þegar 32 sekúndur vom eftir. Ingvar hitti ekki úr 2 vítum með 19 sekúndur eftir og Njarðvíkingar fengu tækifæri sigri en síðasta sókn þeirra rann ráðleysislega út í sandinn. Tucker skoraði mest KR-inga 25 en Marel Guðlaugsson var maðurinn á bak við sigur liðsins, lék stórvel er KR náði undir- tökunum í leiknum. Stiga- hæstir Njarðvíkinga voru Teitur með 22 og Dalon með 16 stig og 17 fráköst. ATHUGIÐ! Forráðamenn körfuknattleiks yngri tlokka sem vilja koma að efni eru hvattir til að nýta sér faxið 421 2777 og senda okkur línu, nú eða tölvupóstinn vikurfr@ok.is. í kvöld verður leikin fyrsta umferðin í Eggjabikamum og heintsækja okkar menn lið úr neðri deildum körfunnar. Leiknir-Grindavík, Stjaman-Keflavík og Breiðablik-Njarðvík. A laugardaginn koma síðan þessi lið í heimsókn. Hlýtur að vera um nokkurs konar pílagrímsferðir að ræða fyrir liðin af höfuðborgarsvæðinu og leik- ntennirnir sem leikið er gegn fyrimiyndir sem valda hálsríg virðingarinnar vegna. Lítil von á óvæntum úrslitum. AUÐVELDUR SIGUR GRINDVÍKINGA Grindvíkingar sigmðu Valsmenn 86-70 að Hlíðarenda. Sigur Grindvikinga var átakalaus að mestu. Darryl Wilson fór fyrir liði Grindvíkinga ásamt Helga Jónasi Guðfinnsyni sem skoraði 13 stig. Lína leiksins: Darryl Wilson 14/27 38 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolnir boltar. WILSON SKORAR 54 STIG Grindvíkingar lögðu ísfirðinga 102-87 á ísafirði. Að sögn Guðna Guðnasonar, þjálfara KFÍ, réðu þeirra menn illa við Darryl Wilson og Helga Jónas, sérstaklega Wilson sem virtist geta skorað þegar hann vildi. Þeir félagar skomðu samtals 71 af 102 stigum Grindvíkinga í leiknum.Lína leiksins: Ekki lágu fyrir tölulegar upplýsingar er blaðið fór í prentun. STIGAKEPPNI í BREIÐHOLTINU KeflvÍkingar sigruðu Breiðhyltinga 118-109 á útivelli. Sóknarhæfileikar leikmanna fengu að njóta sín í Seljaskólanum á sunnudaginn og reyndust Keflvíkingar með fleiri hæfileikaríkari einstaklinga á því sviði. Stigahæstir Keflvíkinga vom stóm mennimir Dingle og Birgir með samtals 57 stig og 28 fráköst sem öðmm frentur vom ábyrgir fyrir sigrinum. Lína leiksins: Dana Dingle 16/23 35stig, 17 fráköst, 3 stoðsend., 2 stolið, 1 varið. L jjjf* f/tíéi. pepsi adidas EGGJABIKARINN KEFLAVÍK - STJARNAN í ÍÞRÓTTAHÚSINU KEFLAVÍK LAUGARDAG KL. 16:00 V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.