Víkurfréttir - 25.06.1998, Síða 7
Skoðanakönnun um notkun almenningsvagna Reykjanesbæjar:
Ánægðir eru fleiri en þeir
sem nýta sér þjonustuna
Meirihluti íbúa Reykja'
nesbæjar eða 76,1%
eru ánægðir með
þjónustu almenn-
ingsvagna
Reykjanesbæjar
en einungis
27,3% nýta sér
þjónustuna.
Þetta kemur firam í
könnun sem Coopers &
Lybrand - Hagvangur gerði
fyrir Reykjanesbæ dagana 29.
apríl - 4. maí sl. en alls svörð-
uð 704.
Spurt var: Notar þú eða ein-
hver úr fjölskyldu þinni þjón-
ustu almenningsvagna
Reykjanesbæjar? Ertþú
ánægður eða óánægður með
þá þjónustu sem almennings-
vagnar Reykjanesbæjar
bjóða upp á?
Rúm 36% að-
spurðra sögðu
einhvem í fjöl-
skyidunni nota
AVR enfólká
aldrinum 30-49
ára sögðu helst að
annað hvort þau
sjálf eða einhver úr
fjölskyldunni notuðu almenn-
ingsvagnana en sá aldurshóp-
ur er yfirleitt með böm á
heimilinu. Þegar spurt var
hvort viðkomandi væri
ánægður eða óánægður með
þjónustu AVR kemur í ljós að
aldurshópurinn 30-49 ára er
síður ánægt með þjónustuna
en fólk í öðrum aldurshópum
en ftetta er sá hópur sem notar
helst þjónustuna. Þeir sem
nota sjálfir almenningsvagna
eða einhver úr fjölskyldunni
vom almennt ánægðir með þá
þjónustu sem þeir veita, þó
vom karlar frekar ánægðari en
konur.
I könnuninni sögðu 3% nota
almenningsvagnana sjálf,
27,3% segja aðra í fjölskyld-
unni nýta sér þjónustuna,
6,0% notuðu almennings-
vagnana ásamt öðrum í fjöl-
skyldunni, 63,1% notfærðu
sér ekki þjónustuna og 0,7%
vom óákveðnir.
Þeir sem sögðust óánægðir
með þjónustu AVR vom
7,5%, 6,3% svömðu bæði og
og 10,2% vom óákveðnir.
Landsbankahlaupið
Sandgerði:
llnnu í 4. shipti
Þessir knáu krakkar hafa unnið
Landsbankahlaupið í Sandgerði
fjögur ár í röð. Þau eru bæði 13
ára og heita Nína Osk Kristins-
dóttir og Þór Ríkharðsson.
VF-Mynd: A.G.
Vélstjópnarnámskeiö fyrir smábátaeigendur
í lok ágúst mun Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum
halda annað námskeið í vél-
stjóm fyrir sjómenn á bátum
allt að 20 rúmlestum með
aðalvél minni en 221 kw. I
síðustu viku mátti sjá myndir í
staðarblöðum frá afhendingu
prófskírteina til sjómanna sem
lokið höfðu slíku námskeiði
sem var hið fyrsta sem haldið
er á Suðumesjum.
Námskeiðin eru haldin á
vegum Miðstöðvar sfmennt-
unar vegna nýrra ákvæða í
lögum um að fyrrgreindur
hópur sjómanna verði að
sækja slfk námskeið. Vélskóli
íslands hefur boðið þessi
námskeið en biðlisti verið
langur og færri komist að en
vilja.
Námskeiðið er haldið í vél-
stjórnaraðstöðu Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Upplýs-
ingar og skráning fer fram
Dagsferð á Þingvöll
Farin verður dagsferð á
Þingvöll mánudaginn 29.
júní n.k. ef næg þátttaka
fæst.
Lagt verður af stað kl.
13.00 frá SBK og kornið
við í Hvammi, Hlévangi
og Selinu.
Ekin verður Nesjavallaleið
á Þingvöll. Þar mun séra
Heimir Steinsson staðar-
haldari taka á móti fólkinu
og fræða það um sögu
staðarins.
Kaffi verður drukkið í Val-
höll. Síðan farið heim um
Þrastaskóg og komið við í
Hveragerði.
Ferðin kostar u.þ.b. 1300
krónur. Skráning fer fram í
Hvammi sími 421-4322,
Selinu sími 421-6272 og
SBK sími 421-5551.
Forstöðumaður
tómstundastarfs
eldri borgara
Jóhanna Arngrímsdóttir.
mánudaginn 29. júní og
þriðjudaginn 30. júní í síma
421-7500.
I k . ‘ *
Er fluttur
Suðurgötu 24
kjallara
Karl Olsen jr.
Suðurgötu 24 - Keflavík - sími 421 2575
Atvinna - flakarar
Vantar flakara í akkorðsvinnu.
Upplýsingar í síma 422 7289
Atvinna
r
Oskum að ráða strfskraft á kassa
1/2 daginn frá kl. 13.00 í Njarðvík.
Reynsla æskileg en ekki skilyrði.
Ekki yngri en 18 ára.
Viðkomandi þarfað geta hafið störf strax.
Fyrri umsóknir óskast staðfestar.
verslunarstjon
Víkurfréttir
7