Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1998, Page 8

Víkurfréttir - 25.06.1998, Page 8
r Að Drangavöllum 6 í Kefla- vík rekur Ólöf Björnsdóttir garðvrkjufræðingur Plöntu- söluna. Það þarf ekki lengi að svipast um í garðinum hennar Ólafar til að sjá að þar fer kona með græna fingur. Hún á reyndar ekki langt að sækja garðyrkjuá- hugann og tilfinningu fyrir jarð- argróðri því forfeður hennar voru garðyrkjumenn og bændur mann fram af manni. Langa- lang-afi hennar, Ólafur Steph- ensen, var rnerkur ræktunar- maður en honum veitti konung- ur Danmerkur og íslands silfur- bikar fyrir landbætur og ræktun og er bikarinn nú í eigu Ólafar. Foreldrar hennar Margrét Jó- hannesdóttir og Bjöm Ölafsson vom garðyrkjubændur í Borgar- firði en Bjöm var í fyrsta ár- gangi sem útskrifaðist frá Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi árið 1941. Áður hafði hann verið við garðyrkjunám í Noregi. Áundan sinni samtíð „Eg hygg að faðir minn hafi verið dálítið á undan sinni sam- tíð. Hann rak fyrst garðyrkju- stöð sem var í tengslum við hér- aðsskólann í Reykholti en í eigu ríkisins. Seinna keypti hann stöðina og var með ræktun bæði í gróðurhúsum og útirækt. I gróðurhúsunum ræktaði hann tómata, agúrkur, vínber og jafn- vel melónur. Hann var alltaf að gera tilraunir með nýjar tegund- ir og afbrigði sem ekki höfðu verið reynd hér áður nieðal ann- ars var hann einn sá fyrsti sem hóf ræktun á kjöttómötum sem hafa verið að koma á markað síðari ár. Faðir minn andaðist árið 1972 aðeins 56 ára gamall, þá tók bróðir minn við stöðinni og hef- ur rekið hana síðan.” Það var árið 1964 að Ólöf kom hingað suður í Keflavík á ver- tíð. Þá kynntist hún eiginmanni sínum, Sturlaugi Ólafssyni, sem er kennari við Fjölbrautaskóla Suðumesja og stúlkan sem alin var upp við ræktun suðrænna aldinna í gróðurhúsum í upp- sveitum Borgarfjarðar settist að hér á útnesjum þar sem vart mátti sjá stingandi strá. Ólöf hefur í gegnum tíðina starfað á ýmsum stöðum með garðyrkjunni. „Garðyrkja er frekar lífstíll og ástríða en að hún veiti manni trygga afkomu. Það vita þeir sem til þekkja.” Almættid varmérhliðhollt Ólöf hafði alltaf haft áhuga á að afla sér meiri vitneskju í sam- bandi við garðrækt og þegar tími vannst til ákvað hún að setjast á skólabekk. ,,Já, ég ákvað haustið 1994 að fara í Garðyrkjuskólann og út- skrifaðist þaðan af garðplöntu- braut vorið 1996. Þessa tvo vet- ur ók ég daglega yfir Hellis- heiði og ég held að almættið hafi gengið í lið með mér því það varð aðeins einu sinni svo ófært að ég komst ekki í skól- ann. Lokaritgerð mín í Garðyrkju- skólanum fjallaði um ræktun plantna sem væru nýtanlegt hráefni til hefðbundinnar lyfja- gerðar. Eg hef fengið úthlutað lóð undir starfsemina við Bola- fót í Njarðvík. Eg er nú að skoða hvort staðsetningin henti mér en kosturinn við lóðina er að ffamkvæmdir við hana voru hafnar jregar ég fékk úthlutað.” Hóf plöntusölu 1979 Þrátt fyrir að Ólöf hafi ekki far- ið fyrr í Garðyrkjuskólann var áhugi hennar og umsýsla með plöntur stöðugt fyrir hendi og árið 1979 hóf hún fyrst plöntu- sölu og þá með nágrönnum sín- um, Emu Jónsdóttur og Sigurði Ólafssyni. Áður hafði maður að nafni Guðleifur Sigurjónsson kallað- ur Grasa-Leift haft þessa starf- semi með höndum hér í Kefla- vík. Aukin umsvif „I fyrstu vorum við eingöngu með söluna í maí og júní. Þá fengum við plöntur frá Hall- grími á Grímsstöðum í Hvera- gerði en hann hafði alltaf selt Keflavíkurbæ plöntur og við gengum inn í þann samning. Nú höfum við flestar trjáteg- undir til sölu, auk blóma og ef við eigum ekki viðkomandi plöntur þá útvega ég þær. Við þekkjum orðið hvað hentar á þessu svæði og því er hægt að segja ræktendum til um hvað gengur vel og hvað er síðra.” Áhuginn hefur vaxid „Það hefur orðið mikil breyting á görðum fólks hér síðari ár. Suðurnesjabúar eru almennt orðnir mildu áhugasamari um garðrækt. Fólk er líka farið að nota skjólgriðingar í miklum mæli til þess að auðvelda rækt- unina. Þegar svo hitaflóran breytist við aukinn gróður ýtir það undir meiri möguleika á fjölbreymi í tegundavali”. Lóðin hennar Ólafar er lýsandi dæmi um það hvað hægt er að gera í ræktun hér á Suðumesj- um. Þegar þau hjónin fluttu í húsið sitt árið 1977 var lóðin auð en nú getur að líta skrúð- garð með himinháum trjám eins og greni, birki, víði auk fjölda annarra trjátegunda og blóma. Lifandi dæmi þess hvað natni, umhyggja og þolgæði fá áork- að. A.G. Reynir Sigurðsson á meðal annars þetta verk á sýningunni sem vakti athygli... Friða Biörnsd. mundar penslana við trönurnar. Lífleg list \ í humarhúsinu...! / \ Listafólk í Reykjanesbæ er að koma sér fyrir í nýjum húsakynnum sínum að Haíhargötu 2 í Keflavík. I humarhúsunum er nú sýning á verkum listafólks úr bæjarfétag- inu og verður hún opin um helgina kl. 14-19. Hér er á ferð góð sýning sem á erindi við marga. r RÉTTU RÓLI Á GULU HJÓLll GULA HJÓLIÐ REYKJANESBÆR J Átt þú gamalt hjól ? ViÖ auglýsum hér meÖ eftir að fá ókeypis gömul, en heilleg reiðhjól. Ef þú átt hjól sem passar viö þessa Ivsingu og vilt leggja þitt af mörkum í umhverfisvæna verkefninu um GULA HJÓLIÐ hafið þá samband í síma Vinnuskóla Reykjanesbæjar 421 161 3 og hjólið verður sótt heim til þín. Me& fyrirfram þökk. íþrótta- oa tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.