Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1998, Side 10

Víkurfréttir - 25.06.1998, Side 10
AFMÆLI ■ Reykjanesbær á réttu róli - Foreldrar/forráöamenn barna! Notar barnið jul ykkar hass? fji Hvernig getid þid gengid úr skugga um þad? Kannabisefni - Marihuana - Hass - Hassolía Almennar upplýsingar: Kannabisneysla meðal ung- menna hefur farið ört vaxandi hérlendis samkvæmt könnunum s.l. ára. Árið 1989 kváðust 4% grunnskólanema (15 ára og yngri) hafa reynt efnið. Samkvæmt nýjustu könnun hafa 13% þeirra reynt það. Nýjustu kannanir á meðal j framhaldsskólanema sýna að 23% nema hafa reynt efnið. Samkvæmt síðustu fréttum frá S.Á.Á. þá eru að jafnaði í kringum 300 manns á biðlista | hjá stofnuninni. Af ofanrituðu virðist neyslan því vera algeng- ari nú en áður. Um skaðleysi og í framhaldi af því unt lögleiðingu Kanna- bisefna í hinum vestræna heimi í dag er hin mesta firra að áliti vísindamanna. Kváðu þeir efnið m.a. hafa fyrir alla lífstíð skað- leg áhrif á ýmsar stöðvar heilans, ásamt því að það dragi úr árangri til náms og starfs. Marihuana: Það er fyrsta stig framleiðslu fíkniefnisins úr j Kannabisplöntunni. Þegar það er tilbúið til neyslu þá er það í formi tóbaks. Efnið er framleitt hérlendis, grænleitt að lit og lyktar í líkingu við þurrkað gras. Innflutt Marihuana er brúnleitt að lit, lyktar í líkingu við „ýmsar kryddtegundir” og inniheldur það oft fræ. Hass: Samanstendur af komótt- um plastkenndum eða hörðum j molum. Efnið getur verið frá ] svörtum/brúnum lit eða að grábrúnum/grænum. Lyktin Kannabis sagt hættii- 'minnaenáfengi WHO bft M u«du 1» ^ w^IíbiL ***** . getur verið ámóta og af brennd- um hampi eða af reykelsi. Hassolía: Efnið er í formi seigfljótandi vökva, líkt og síróp. Er það dökkgrænt að lit með beiskri lykt. Einkenni um vímu: Breytt fjar- lægðar- og tímaskyn. Blóð- hlaupin glansandi augu. Stórir j augasteinar, hraður púls, hjart- sláttartruflanir og aukin þörf fyrir sætindi eða aðra ruslfæðu. Sljóleiki, þreyta, almennt sinnu- leysi, skortur á einbeitningu og samhæfingu hreyfinga, ógleði, uppköst og munnþurrkur. Vímuáhrifin geta varað allt frá nokkrum mínútum frá inntöku efnisins til nokkurra klukkus- tunda. Gefið gaum að: Auknu hirðu- leysi, sinnuleysi fyrir sjálfum sér og öðrum, vindlingum (jónum), litlum bréfavogum, brenndunt sviðnum álpappír, lykt líkt og af brenndum hampi/reykelsi, vasahnífum með sótugri brenndri egg, reyk- jarpípum og ýmsum heim- agerðum áhöldum, ætluðum til reykinga og litlum geymsluílát- um eins og eldspítustokkum, málm- og filmuboxum. Hættumar og skaðinn: Skertir námshæfileikar, skertur áhugi fyrir umhverfi og eigin útliti, þunglyndi og aðgerðarleysi. Stóraukin hætta á varanlegum heilaskemmdum, krabbameini í lungum, minnistapi og geð- veiki. Dæmin sanna: Að oft verður neysla Kannabisefna forsmekk- urinn að annarri neyslu ólögle- gra fíkniefha. Leiðir hún oft af sér að neytendur mynda með sér klíkur og að þeir einangrast frá hinu hefðbundna þjóð- félagsmynstri og verða and- þjóðfélagslega sinnaðir. Munið að : Kannabisefnin geta haft áhrif á persónuleikagerð einstaklingsins. Að því gefnu. eru þau stórhættuleg ómótuðum ungmennum. Reykjanesbær á Réttu Róli, Vímuvarnarhópurinn, Elías Kristjánsson hópsstjóri. Elsku Sandra. Til hamingju með sex ára afmælið þann 23. júní. Kær kveðja, Aninta og afi liorgarhlíð Akureyri. Litli og stóri bróðir. Aníta Osk frænka, Guðbjörg frænka og Hilntar. ■ Bæjarstjórn Reykjanesbæjan Fækkun nefnda í upphafi fundar bæjarstjómar Reykjanesbæjar sl. þriðju- dag var kosið í nefndir samkvæint nýrri skipan. Eins og áður hefur kontið fram fækkar nefndum nú verulega frá því sem var eða úr tuttugu og einni í átta og gert er ráð fyrir að nefndarkerfið verði mun skilvirkara við breytingamar. Sorpeyðingu hætt eða ekki hætt! Fyrirspum kom fram á fundinum frá Olafi Thordersen (J) unt málefhi Sorpeyðingarstöðvar Suðumesja, en í fréttum nýlega kom fram að leggja ætti hana niður árið 2000 og semja við Sorpu urn alla sorpeyðingu. Bæjarstjóri kvaðst sjálfur hafa komið fréttin á óvart. Ekki væri búið að taka ákvörðun í málinu en stjóm Sorpeyðingarstöðvar rnundi tjalla um ntálið á fundi 12. júlí n.k. Opnunartími sundstaða lengdur? Kjartan Már Kjartansson (B) lagði fram tillögu á síðasta bæjarstjómarfundi þess efnis að bæjarráð Reykjanesbæjar j kannaði hversu mikill kostnaður fylgdi því að opna Sund- | miðstöðina við Sunnubraut fyrr á morgnana þ.e. a) kl. I 06.30, b) kl. 06.45 í stað kl. 07.00 eins og nú er. Kjartan sagði stöðugt fleiri nýta sér Sundmiðstöðina snern- I nta á morgnana áður en vinnudagur hefst og fyrir þá sem [ ættu að niæta til vinnu kl. 08.00 væri tíminn naumur. Mótmæla breyttu nafni Keflavíkurflugvallar Bæjarstjóm Reykjanesbæjar mótmælir harðlega þeini ætl- | an Markaðsráðs Keflavíkurflugvallar að breyta nafni flug- | vallarins í Reykjavík- Keflavík Airport. I Þá undrast bæjaryfirvöld að ekki skuli neinn Suðumesja- I maður hafa setið í markaðsráðinu þar sem flugvöllurinn er j einn stærsti vinnustaðurinn á Suðumesjum. Nauðsynlegt sé ! því að viðhorf þeirra komi frant í framtíðarstefnumótun. I__________________________________________________I Öryggi barnanna í bílnum á að hafa forgang Stórhækkaðar sektir fyrir að hafa börnin laus Ný reglugerð um sektir. Þann 15. maí sl. tók gildi ný reglugerð sem stórhækkar sektir fyrir að hafa böm laus í bíl eða nota ekki réttan öryggisbúnað fyrir bömin. Tekið er á flestum þáttum og ég held að sannast sagna viti fæstir af því. Nú stendur fyrir dyrum herferð lögreglunar ma. í þessum málum og er vissara fyrir ökumenn að sýna forsjálni. Ástandið er slæmt. I könnun sem fór fram í febrúar sl. við vetraraðstæður kom í ljós að ástandið var ærið gloppótt. Reykjanesbær kom þokkalega vel út með aðeins 17% bama laus. Verst var ástandið í Garðinunt þar sem 57% bama vom óbundin og í Grindavík þar sem 50% bama vom laus. I Sandgerði vom 43% bama laus. Þetta er alveg óviðun- andi. Þó böm væru bundin gerir fólk nokkur ntistök sem gætu orðið afdrifarík. Mörg 2-6 ára böm nota eingöngu bílbelti. En bflbelti em hönnuð fyrir fullorðið fólk og ætluð þeim sem em að minnstakosti 140 cm. j hæð og u.þ.b. 40 kfló á þyngd. Mörg böm sitja í framsæti. Böm á leikskólaaldri eiga aldrei að sitja í framsæti nema í bamabflstól sem snýr baki í akstursstefnu. Böm em greinilega sett of ung á bflpúða og veitir bíl- beltið ekki þá vemd sem til er ætlast. Ennþá nota alltof mörg böm tveggja festu bílbelti, en slík belti henta ekki litlum böm- um. Nýju sektirnar: í nýju reglugerðinni hafa sektimar hækkað hressilega. Nefnum nokkur dæmi: * Öryggisbelti ekki notað ! 4.000 icr * Sérstakur öryggisbúnaður fyrir böm ekki notaður 10.000 kr. * Þess ekki gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis og vemdarbúnað 8.000 kr. Nú stendur fyrir dymm hjá löggæslu ntönnum að gera átak í þessum málaflokki og er að vænta þess að það beri góðan árangur. Hver vill verða fyrir því að láta gnpa sig þar sem hann er að flýta sér heim með bamið frá leik- skólanum. Sjálfrur) óspenntur og baminu tyllt í aftur sætið. „Þetta er svo stutf‘. 16.000 til 20.000 krónur sekt er áfall rétt þegar verið er að fara í sumarfrí. Venjunt okkur strax á að festa okkur og þau sem okkur þykir vænst um ömgglega í bfl hvort sem lagt er í lengri eða skemmri ferð. Tryggjum öryggi bamanna. Jón Gröndal Umferðaröryggisfulltrúi Suðurnesja. 10 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.