Víkurfréttir - 25.06.1998, Page 11
I Hitaveita Suðurnesja - orkuver 5:
Lava með
lægsta tilboð
Boðin hefur verið út
bygging stöðvarhúss,
tengigangs og dropa-
skiljuhúss vegna bygg-
ingar orkuvers 5, að Svarts-
engi.
Lava h.f. átti lægsta tilboð í
verkið, 262 milljónir króna
sem er 67,7% af kostnaðará-
ætlun.
Feiri útboð eru í undirbúningi
sem verða auglýst á næstunni.
Þá hafa undanfarið staðið yfir
viðræður milli forráðamanna
Landsvirkjunar og Hitaveitu
Suðurnesja um væntanlega
raforkusölu.
Sumarhátíö
varnarliðsmanna
Varnarliðsmenn halda ár-
lega sumarhátíð sína með
„karnival” sniði, laugardag-
inn 27. júní n.k.
Hátíðin fer fram í stóra flug-
skýlinu næst vatnstanki vall-
arins og gefst gestum kostur á
að njóta þar fjölbreyttrar
skemmtunar fyrir alla fjöl-
skylduna frá kl. 11.00-17.00.
Þátttaka í þrautum og leikjum
og hressing af ýmsu tagi verð-
ur á boðstólum.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir. Umferð er um
Grænáshlið ofan Njarðvíkur.
Gestir eru vinsamlega beðnir
að hafa ekki með sér hunda.
Fyrsta skip í hús í ágúst
Framkvæmdir við nýtt skipaskýli Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur eru vel á veg
komnar. Stefnt var að því að Ijúka klæðningu
á húsinu í þessari viku.
Stefán Sigurðsson hjá skipasmíðastöðinni
sagði að ætlunin væri að taka inn skip í
ágústmánuði. Húsið muni breyta miklu í
rekstri íyrirtækisins yfir vetrarmánuðina. Þá
muni það nýtast til málningarvinnu þegar
langvarandi rigningar em.
Verkefnastaða Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
er góð og nóg að gera þessa dagana. „Þú sérð
það örugglega best á myndinni“, sagði Stefán
í samtali við blaðamann Víkurfrétta.
VF-MYND: Hilmar Bragi
Fysti fundur nýkjörnar bæjarstjórnar
Reykjanesbær:
VF-MYND: pket
-Skúli forseti bæjarstjórnar og Ellert bæjarstjóri
Ellert Eiríksson var kjör-
inn bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar á fyrsta fundi
nýkjörinnar bæjar-
stjórnar sem hélt sinn fysta
fund þriöjudaginn 9. júnísl.
og var Skúli Skúlason Fram-
sóknarflokki kjörinn forseti
bæjarstjórnar. A fundinum
lagöi meirihluti Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks
fram málefnasamning sinn.
Fyrsti varaforseti var kjörinn
Kjartan Már Kjartansson Fram-
sóknarflokki og Jónína A.
Sanders Sjálfstæðisflokki var
kjörin annar varaforseti. Þeir
sem munu sitja sem aðalmenn í
bæjarráði em Kjartan Már
Kjartansson, Jónína Sanders,
Björk Þorsteinsdóttir, Jóhann
Geirdal og Kristmundur Ás-
mundsson. Varamenn em Þor-
steinn Erlingsson, Skúli Skúla-
son, Þorsteinn Ámason, Krist-
ján Jóhannsson og Ólafur
Thordersen. Jafnframt sam-
þykkti fundurinn breytingatil-
lögur um stjóm Reykjanesbæjar
og fundarsköp bæjarstjómar.
Minnihluti sagði á fundinum
það vera greinilegt á málefha-
samningi meirihluta að ekki
yrðu miklar breytingar í stjóm-
un bæjarins og sagðist Jóhann
Geirdal oddviti Bæjarmálafé-
lags jafhaðar- og félagshyggju-
fólks hafa vonast eftir meiri
djörfung. Hann benti á að ýmsir
þættir í máiefhasamningi væm
ýmist bundnir í lögum eða þeg-
ar samþykktir af fyrrverandi
bæjarstjóm. Lagði minnihluti
fram bókun vegna þessa þar
sem sagði m.a.: „Þrátt fyrir
óhagstæða fjárhagsstöðu bæjar-
sjóðs er margt ógert sem snýr
að þjónustu við íbúana. Leiðin
til að vinna bæjarfélagið út út
þessum ógöngum fyrri meiri-
hluta, sem í raun verður óbreytt-
ur á þessu kjörtímabili, felst í
því að nú verði hafið nýtt upp-
byggingartímabil í bænum. Það
er því nauðsynlegt að ný íbúða-
hverfi verði skipulögð og kom-
ið í byggingarhæft ásant. Gera
þarf bæinn eftirsóknarverðari til
að búa í, með bættri þjónustu,
öflugu félags- og menningar-
lífi“. Meirihluti lýsti yfir ánægju
sinni með málefnasamning
flokkanna þar sem mikil áhersla
væri lögð á skólamál og for-
vamir.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Endurskipulagning
nefnda í bænum
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
samþykkti á sínum fyrsta
fundi á dögunum róttækar
brevtingar á nefndarskipulagi
bæjarins og er þeim nú skipt
niður í átta meginráð en heit-
ið “nefnd” fellur niður í flest-
um þeirra. Að auki verður sú
nýbreytni tekin upp að fund-
argerðir bæjarstjórnar og
róða verða skráðar í tölvu og
er gert ráð fyrir að í framtíð-
inni verði þær komnar á
heimasíöu Reykjanesbæjar
stuttu eftir fundi. Fjölskyldu-
og félagsmálaráð verður eitt
af veigamestu ráðum Reykja-
nesbæjar en undir það falla
nú verkefni áfengisvarnar-
nefndar, jafn rétt isnefndar,
framtalsnefndar og húsnæðis-
nefndar auk öldrunarmála.
Barnaverndarráð kemur í
stað barnaverndarnefndar,
framkvæmda og tækniráð
fjallar um vatnsveitumál,
gatnagerðarmál, fráveitumál,
almenningssamgöngur, inn-
kaupa- og útboðsmál og nýjar
framkvæmdir auk stjórnar
Brunavarna Suðurnesja frá
áramótum. Markaðs- og at-
vinnuráð kemur í stað mark-
aðs- og atvinnumálanefndar
og er stjórn Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykja-
nesbæjar. Ráðið fjallar jafn-
framt um skráningu atvinnu-
lausra, þjónustu fyrir fólk í
atvinnuleit, atvinnumál, ný-
skópun í atvinnulílinu, ferða-
mál, rekstur tjaldsvæðis,
stekkjarkot, samskipti við
Varnarliðið og vinabæjarmál.
Ráðið fer einnig með málefni
Reykjanesfólkvangs. Menn-
ingar- og safnaráð kemur í
stað menningarnefndar og
fjallar um menningarmál,
listasafnsnefnd, stjórn
byggöasafna og bókasafns-
stjórn. Skipulags- og bygging-
arnefnd heldur sínu heiti
áfram samkvæmt lögum og
fjallar um byggingarmál,
skipulagsmál og umferðar-
mál. Ennfremur heyra undir
nefndina umhverfis- og nótt-
úruverndarmál og málefni
skrúðgarðs-og fegrunar-
nefndar. Skóla og fræösiuráö
kemur í stað skólanefndar og
fer með málefni grunnskóla,
tónlistarskóla og leikskóla.
Tómstunda- og íþróttaráð
keniur í stað tveggja sam-
nefndra nefnda og fer með
íþróttamannvirki í eigu sveit-
arfélagsins, íþrótta og æsku-
lýðsmál, 17. júní nefnd, stjórn
vinnuskóla og framkvæmda-
sjóð aldraða. Ráðið fer einnig
með málefni Bláfjallanefndar.
Gert er róð fyrir að róðin
fundi oftar og ntun hvert ráð
fá úthlutaö ákveðnum dögum
til fundarhalda.
Víkurfréttir
11