Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.07.1998, Síða 4

Víkurfréttir - 02.07.1998, Síða 4
Aldargamall bátur endurbyggður Ragnar Ágústsson í Halakoti á Vatnsleysu- strönd hefur látið endurbyggja nær ald- argainlan bát og hefur komið honuni fyrir á túninu við heimili sitt. Háturinn, tveggja manna far, var smíðaður árið 1902 af Guðmundi Jónssyni báta- smið og er báturinn með sunnulenska laginu. Guð- mundur var mikill hagleiks- smiður og segir Ragnar að báturinn sé mjög vandaður. Báturinn var gerður út frá Halakoti. Honum var róið á haustin en einnig á gráslep- putímanum. Gert var að fisknum á klöppunum í fjörunni og hann saltaður í húsi í fjörukambinum. Stærri bátar voru síðan á sjálfri vertíðinni. Ragnar sagði að þessi bátur hafi verið mikið notaður í ferðir frá Halakoti á Vatnsleysuströnd til Hafnarfjarðar, þar sem að f þá daga hafi ekki verið kominn vegur frá Hafnarfirði til Keflavíkur og samgöngur á sjó því verið fljótlegri en að fara á hestum yfir hraunið. ♦ Ragnar Ágústsson við gamla bátinn í túninu heima. VF-MYNDIR: Hilmar Bragi ♦ Vörin í fjörunni við Halakot þar sem báturinn var ætíð sjósettur. SmföG úr cjömuf rjrjfíf 1 Q 1 *;i-» KarlOlsenjr. Suóurgötu 24 ■ Keflavik - simi 4212575 IHSSKW , Verðlrá 245 krómstykkið Ápreg™ iímÉm p • *i www.rn.is •' j •' FRETTIR • MANNLÍF ÍÞRÓTTIR VÍKURFRBTTIR Á INTERNETINU Sjóstangaveiðimót í Gnindavík Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur hélt sjó- stangaveiði mót dagana 19. og 20. júní í Grinda- vík. Veður var gott báða dagana og voru keppendur og mótshaldarar nokkuð ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru 40 keppendur og farið var á 8 bátum. Aflabrögð voru svona í meðallagi en það var að sjá á sumum keppendum að það væri kanski ekki aðal- atriðið heldur að hafa gaman af. Á laugardagskvöld var félagið með kvöldverð á Sjómannastofunni Vör og verðlaunaafhending eftir borðhald. Fjölmargir fengu verðlaun fyrir sinn árangur en helstu niðurstöður eru þessar: Aflahæðsti karl: 379,5 kg. Þorsteinn Einarsson Reykja- vík. Aflahæðsta kona: 325,6 kg. Sigríður Rögnvaldsdóttir Siglufirði. Rétt er að geta að aflahæðsti karl og kona voru bæði á sama bátnum sem er Hamar skipstjóri Einar Haraldsson og fékk hann fjölda verðlauna fyrir árangur sinna keppenda. Stærstu fiskar: Þorskur: 16 kg. Jónas Jónas- son Siglufirði. Ýsa: 3,05kg. Hávarður Bernharðsson Vestmannaeyjum Ufsi: 7,09 kg. Ámi Halldórsson Akur- eyri Karfi: 1,45 kg. Erlendur Guðjónsson Reykjavík. Keila: 8,36 kg. Erlendur Guðjónsson Reykjavík. FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23 Njarðvík, sími 421 4717 fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas.: 421 3707, GSM: 893 3717 Fréttastjóri: Hilmar Bragi Báröarson, GSM: 898 2222 Blaöamaöur: Arhheiður Guðlaugs- dóttir, heimas.: 421 513B Auglýsingar: Kristin Njálsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir og Aldis Jónsdóttir Útlit, litgreining og umbrot: Víkurfréttir ehf. Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., sími: 421 4388 Netfang: hbb@vf.is Stafræn útgáfa: www.vf.is 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.