Víkurfréttir - 29.10.1998, Qupperneq 22
Reykjanesskaginn
Þjóðin hefur gert stóratak í
umhverfismálum síðustu ár.
Sveitarfélög og íbúar hafa
tekið höndum saman og
vaknað til vitundar um sitt
nánasta umhverfi. Enda
ekki vanþörf á því landið
okkar var á góðri leið með
að ljúka út í veður og vind.
Reykjanesskaginn hefur
ekki farið varhluta af þein i
veðráttu sem hér ríkir og
umtalsverð landeyðing átt
sér stað.
Skaginn var eitt sinn þakin
gróðri en ekki livað síst fyrir
mannanna sakir lítur hann út
sem hálfgerð auðn. Ég tel
mikilvægt að hetja strax á
skipulagðan hátt gróðurset-
ningu til uppbyggingar á
þessu landsvæði.
Tímabært er orðið að skila
því aftur sem við tókum.
Surnir hugsa líklega á þá
leið að þetta sé rugl og von-
laust verkefni, það má vel
vera en það getur varla
sakað að reyna.
Við vitum öll að það er
áratuga verkefni og mun
kosta umtalsvert fé og ljóst
er að að þessu verða að
konta ríkið, sveitarfélög,
félagssamtök, einstaklingar
og fyrirtæki. Ég held að ef
allir |ressir aðilar kæmu að
þessu sameiginlega átaki að
þá væri hálfur sigur unnin.
Hólmfríður
Skarphéðinsdóttir
Höfundur býður sig fram í
5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæini 14.
nóv. n.k.
M A N N L I F I Ð
Villibráðin vinsæl á Glóðinni
Villibrádarhladbord Glódarinnar hefur gert mikla
lukku enda nú tími villibrádarinnar. Medal þess
sem er ad finna á borðum Glóðarinnar erskarfur
og háhyrningur. Síðasta villibráðarhelgin verdur
á Glóðinni um helgina. VF-mynd: Hilmar Bragi
Húfur fyrir börn í Bosníu
Stapafell kynnti nýjar saumavélar sl. föstudag og
fékk viðskiptavini jafnframt til að sauma húfur
fyrirbörn i Borníu. Saumakonurnar hjá Liljum við
Hafnargötu tóku sig til og saumuðu húfur í tvo
fulla plastpoka úr afgöngum á saumastofunni og
afhentu í húfusöfnun Stapafells.
Kvennakarfa:
Grettistak kvenna-
defldar UNIFN
Njarðvíkingar ákváðu að senda
lið til keppni í meistaraflokki
kvenna á þessu tímabili eftir
nokkurt hlé. Liðið er ungt að
árum, fyrstu leikir leiktíðarinnar
hafa ekki skilað stigum, og ljóst
er að á brattann er að sækja tyrir
stúlkumar fyrsta tímabilið. Eins
og algengt er í kvennaíþróttum
hérlendis þurfa stúlkumar að
standa sjálfar að öllu því er við-
kemur liðinu og hjá njarðvísk-
um em það þrjár stúlkur sem
borið hafa hitann og þungann
af starfinu. Þær Erla Hildur
Jónsdóttir, Brynja Brynjarsdótt-
ir og Hólmfríður Karlsdóttir
hafa starfað af miklum krafti
það sem af er tímabilinu, útveg-
að stuðning ffá fyrirtækjum og
staðið að ýmis konar fjáröflun-
um. Hjá UMFN er hatður sá
háttur á að hyggi einhver deild á
framleiðslu vamings með merki
félagsins eða auðkennum skal
tilkynna það fomianni félagsins
bréflega. Sú deild eignast þá
nokkurs konar einkarétt á þeirri
framleiðslu og að sögn Krist-
bjöms Albertssonar, formanns
UMFN, hefur kvennaráð unnið
mikið starf á þeim stutta tíma
sem þær hafa starfað. Þær hafi
leyfi fyrir smíði lyklakippa og
séu nú að óska leyfis vegna
nýrrar hugmyndar sem hann vill
ekki láta uppi hver er að svo
stöddu. Kvennaráð þakkar kær-
lega þann stuðning sem veittur
hefur verið. Þær segjast þó
hvergi nærri hættar, segja stúlk-
umar t.d. eiga það skilið að
áhorfendur borgi sig inn á leiki
þeirra eins og hjá körlunum, og
hyggjast markaðssetja nýjar
hugmyndir innan skamms. Þær
segja að kvennafþróttir séu vax-
andi um heim allan og mikil-
vægt sé að Njarðvíkingar styðji
við bakið á þeim stúlkum sem í
eldlínunni em núna og tryggi
stöðu körfuknattleiks kvenna í
Njarðvík til allrar framtíðar.
Bandaríkja-
dama til
liðs við
njanðvískar
Kvennaráð Njarðvíkur hefur
ráðið til sín bandarískan leik-
mann og kom hún til landsins í
gærmorgun. MeChelle Murray
heitir stúlkan og lék hún með
Miami háskólanum síðustu 4 ár.
Hún er sögð vera sterkur vam-
armaður og frákastari með mik-
inn stökkraft auk jtess að vera
keppnismaður harður.
MeChelle, sem fæddist 11. júní
1975, leikur sinn fyrsta leik í
Njarðvíkurbúning á föstudag kl.
20:00 þegar topplið Stúdína
kemur í heintsókn.
Öruggup UMFG-sigur
Grindvíkingar sigruðu nýliða Njarðvíkur örugglega í Grindavík
á laugardag 59-34. Njarðvísku stúlkurnar héldu í við leikreynt
lið Grindvflcinga í fyrri hálfleik þó einhverjum fyndist það vera
lélegum leik grindvískra meira að þakka en góðum leik gest-
anna. í seinni hálfleik fór leikur Njarðvíkinga á límingunum og
Grindavikurstúlkur gengu á lagið og jóku rnuninn jafnt og þétt
fram að leikslokunt.
Eysteinn til Englands
Eysteinn Hauksson, besti leik-
maður Keflvíkinga í úrvals-
deildinni í knattspyrnu fer á
næstu döguin til Knglands.
Hugsanlegt er að hann æfi
með enska knattspyrnuliðinu
Grimsby Town en það leikur í
1. deild.
„Mig langar að prófa þetta og
nú er tækifærið þar sem ég er
samningslaus“, sagði Eysteinn í
samtali við Víkurfréttir í vik-
unni.
Grimsby er í 8. sæti í 1. deild-
inni ensku en liðið kom upp úr
2. deild í fyrra.
Eysteinn sagði aðspurður um
það hvort hann myndi leika
með Keflavík yrði ekkert úr at-
vinnumennsku hjá honuim, að
helmingslíkur væru á því. „Ég
hefði gott af jiví að breyta til en
eins og staðan er núna er næsta
verkefni að reyna við atvinnu-
mennsku", sagði Eysteinn.
Það má því að segja að miklar
líkur séu á því að framundan sé
mikil blóðtaka hjá Keflvíking-
um því að flestra mati var Ey-
VerulegarlíkureruáþvíadEysteinnHauksson.einnbestileik- steinn besti maður liðsins í
madur Keflvíkinga leiki ekki með liðinu á næsta sumri. sumar.
22
Víkurfréttir