Morgunblaðið - 12.04.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.04.2016, Qupperneq 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Bílasala jókst um 5,2% í Evrópu vestanverðri í marsmánuði en sveiflurnar voru miklar milli landa. Sló hún öll fyrri met í Bretlandi, jókst um 17,4% á Ítalíu og 31,6% í Portúgal. Alls seldust 1.641.821 nýr bíll í álfunni í mars og frá áramótum til marsloka voru seldir 3.660.391 bíll, sem er 7,7% aukning frá því í fyrra, 2015. Greinandi LMC Automotive seg- ir að vöxtur í bílasölu í ár sé kröft- ugur og bendir á, að söludagar hafi verið færri en undanfarin ár í Evrópu vegna páska sem voru í mars. Því megi segja að kröftug aukning sé í nýskráningum á fyrsta ársfjórðungnum. LMC spáir 7% aukningu í ný- skráningum í vestanverðri Evrópu í ár, miðað við í fyrra, en það þýðir að 14.286.666 bílar komi á götuna á árinu. Í marsmánuði voru nýskrán- ingar í Bretlandi rúmlega hálf milljón sem er 5,3% aukning frá í mars 2015. Er þetta mesta bílasala í einum mánuði í Bretlandi frá 1999. Breska bílgreinasambandið SMMT segir aukninguna að þakka aukinni tiltrú neytenda á mark- aðinn, lágum vöxtum og nýtækni. Sala til einkaaðila jókst um 3,8% og til fyrirtækja um 6%. Þá jókst rafbílasala um 21,5% í Bretlandi í mars. Sérfræðingar spá því að þar í landi verði öll fyrri sölumet fyrir árið í heild slegin. Dregur úr söluhraða á Banda- ríska bílamarkaðinum Í Bandaríkjunum nemur aukn- ingin þremur prósentum það sem af er ári en vísað er til þess, að á sama tímabili í fyrra hafi öll met í nýskráningum verið slegin þar í landi. Voru seldar 1,59 milljónir bíla í mars. Viðskiptadagar voru tveimur fleiri en í mars í fyrra. Greinendur hjá WardsAuto sjá fyr- ir sér að erfitt muni að halda uppi dampi í sölunni. Segja þeir hraða sölunnar miðað við ársgrundvöll hafa farið niður fyrir 17 milljón eintök í mars, í fyrsta sinn frá í apríl 2015. Þar sem aðeins einn fjórðungur af árinu sé að baki bendi hraðinn í sölunni til að seld- ar verði 16,46 milljónir bíla í Bandaríkjunum í ár sem væri 1,01 milljón minna en í fyrra. agas@mbl.is Bílasala marsmánaðar í Bandaríkjunum og Evrópu borin saman Kröftugur vöxtur í Evrópu en hægir á vestra Stórir Chrysler fjölskyldubílar á lager í Bandaríkjunum. Það gæti verið erfitt að halda dampi í sölunni. Yfirmenn hjá þýska bílrisanum Volkswagen hafa hafnað al- gjörlega tillögum stjórnar fyr- irtækisins um að þeir gefi eftir árlegar bónusgreiðslur í ár. Sjálf- ir hafa þeir hins vegar samþykkt að óbreyttir starfsmenn VW verði að herða sultarólina vegna fyr- irsjáanlegs samdráttar vegna þverrandi bílasölu í framhaldi af útblásturshneyksli sem við fyr- irtækið er kennt og upp komst í fyrrahaust. Frá þessu skýrði þýska vikurit- ið Der Spiegel sl. fimmtudag. Seg- ir ritið, að þrátt fyrir óvissu um framtíð fyrirtækisins í framhaldi af hinu umfangsmikla hneyksli sem snýst um búnað sem komið var fyrir í dísilbílum samsteyp- unnar til að blekkja meng- unarmælitæki vilji æðstu menn ekki missa þennan spón úr aski sínum. Bónusar og hópuppsagnir? Spiegel segir að framkvæmda- stjórn Volkswagen sé í sjálfu sér reiðubúin að gefa eitthvað eftir af bónusum sínum, en alls ekki að afþakka þá með öllu. Þetta gerist á sama tíma og verkalýðssamtök í Þýskalandi hafa verulega vaxandi áhyggjur af því að skammt sé í að Volkswagen grípi til uppsagna í bílsmiðjum fyrirtækisins þar í landi. Aðhaldsaðgerðir í rekstr- inum vegna afleiðinga hneyksl- isins hljóti ótvírætt að enda með umfangsmiklum uppsögnum. „Við höfum á tilfinningunni að dísilvélahneykslið verði brúkað sem afsökun fyrir uppsögnum sem enginn ýjaði að fyrr en fyrir tveimur mánuðum,“ segir í yf- irlýsingu frá stéttarfélagi bíl- smiða, IG Metall. Nýr forstjóri VW, Matthias Müller, hefur tilkynnt stjórn fyr- irtækisins, að grípa verði til sparnaðar í rekstri, „allt frá stjórnendum og niður í starfs- menn á verksmiðjugólfinu“, vegna útblásturshneykslisins sem gæti átt eftir að þýða stjarn- fræðileg útgjöld fyrir VW vegna dómsmála og bóta, en um 11 millj- ónir bíla koma þar við sögu. Að sögn Der Spiegel hlaut fyrr- verandi fjármálastjóri Volkswa- gen, Hans-Dieter Pötsch, næstum 10 milljónir evra í kaupauka í fyrra. Forstjórinn burtrekni, Martin Winterkorn, var kvaddur með rausn eftir að svindlið kom fram í dagsljósið. Fékk hann næstum þriggja milljóna evra bónusgreiðslu, að sögn tímarits- ins. agas@mbl.is Óbreyttir starfsmenn borga brúsann hjá VW Vilja ekki gefa bónusana eftir Stjórnendur hjá VW vilja ekki gjalda sjálfir fyrir erfiðleika fyrirtækisins. Frakkar eru farnir að gefa eftir undan áróðrinum gegn dísilbílum. Fyrstu þrjá mánuði ársins dróst sala þeirra saman um 3,9% frá sama tímabili í fyrra. Alls voru nýskráðir dísilbílar á tímabilinu 269.538 eintök. Bílasala hefur aukist talsvert í Frakklandi frá áramótum miðað við í fyrra og hefur sala á bens- ínbílum aukist mest. Heildaraukn- ingin í nýskráningum frá áramót- um er 8,2%. Um langan aldur hafa Frakkar tekið dísilbílinn fram yfir bens- ínknúinn og réð því stefna yfir- valda sem hvatt höfðu til kaupa á dísilbílum sem þá voru taldir menga minna. Til að stuðla að kaupum á dísilbílum var íviln- unum beitt og eldsneyti skattlagt miklu minna og því mun ódýrara. Hlutfallið fer úr 77% í 52% Af þessum sökum var hlutfall dísilbíla í flota landsmanna allt að fjórir fimmtu, en það hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin misseri. Náði hlutfallið hámarki árið 2012 er það nam 77%. Í nýliðnum marsmánuði var hlutfall dísilbíla í nýskráningum til að mynda aðeins 51,3%, og 52% fyrir allan fyrsta ársfjórðunginn. „Við erum að komast aftur niður á sama stig og á níunda áratugn- um,“ segir talsmaður samtaka franskra bílaframleiðenda (CCFA). agas@mbl.is Eru Frakkar að skipta um gamla skoðun? Dísilbílum fækkar hlutfallslega á ný í Frakklandi. Snúa baki við dísilinu Metsölu á bílum í Bandaríkjunum í fyrra fylgdi sá óhjákvæmilegi fylgi- fiskur, að eknir kílómetrar hafa aldrei verið fleiri þar í landi en árið 2015, að sögn Ríkisþjóðvegastofnunarinnar (FHA). Samkvæmt gögnum sem stofnunin hefur rakað saman um bílnotkun hafa ferðalög lengst en samtals voru lagðir að baki á vegum landsins ríflega 3,1 biljón kílómetra. Með öðrum orðum 3,1 milljón milljónir kílómetra. Ódýrt eldsneyti hefur sitt að segja Þessi stjarnfræðilega upphæð kemur ekki á óvart í Bandaríkjunum því bíla- framleiðsla þar í landi náði hámarki í fyrra, er 17,5 milljónir nýrra bíla komu á götuna. Það stuðlaði síðan enn frekar að meiri og lengri akstri að bensínverð lækkaði mjög 2015. Kostaði gallonið að meðaltali 2,40 dollara miðað við 3,34 dollara árið 2014 og 3,49 dollara 2013. Hafði verðið ekki verið lægra frá 2009 er gallonið kostaði að meðaltali 2,35 dollara. Nýjustu upplýsingar úr bifreiða- skrám benda til þess að aldrei hafi ver- ið fleiri bílar í notkun en nú. Töldust þeir vera 260 milljónir í árslok 2015. Sömuleiðis nýta menn bíla sína lengur en meðalaldur fólksbílaflotans í Banda- ríkjunum er 11,5 ár, að sögn greininga- fyrirtækisins Polk í bílaborginni Detro- it. Óæskilegur fylgifiskur þess að verja meiri tíma á vegunum eru umferð- arslysin. Veruleg fjölgun hefur orðið á dauðsföllum í umferðinni. Bandaríska þjóðvegaöryggisstofnunin (NHTSA) sagði í febrúar, að þeim hefði fjölgað um að minnsta kosti 9% í fyrra. Fram að því hafði banaslysunum fækkað jafnt og þétt um nokkurra ára skeið. Þeim fækkaði 1,2% árið 2014 og um 22% á árabilinu 2000 til 2014. agas@mbl.is Mikið keypt og mikið keyrt Aldrei ekið eins mikið Um 260 milljón bílar eru á bifreiðaskrá í Bandaríkjunum og hafa aldrei verið fleiri á vegunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.