Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 10
Einn helsti hátíðardagurinn vestanhafs er svokallaður „Memorial Day“ en þá minnast Bandaríkjamenn þeirra fjölmörgu sem létu lífið í hildarleiknum sem kallaður er Þrælastríðið, er norður og suður tókust á í blóðugri borgarastyrj- öld. Í ár ber daginn upp á 30. maí og það gæti verið klókt hjá bílaáhugafólki að punkta dagsetninguna hjá sér, eigi það leið til Bandaríkjanna um það leyti sem daginn ber upp. Ástæðan? Jú, þann daginn verður áhugaverðu samstarfi hleypt af stokkunum, svo ekki sé meira sagt. Sam- starfsaðilar eru Shelby American, Hertz og Ford og verkefnið, sem hverfist um sérstaka 50 ára afmæl- isútgáfu af Ford Mustang Shelby GT-H, nefnist „Rent-a-Racer“ og eins og nafnið gefur til kynna gengur það út á möguleikann að leigja sér öflugan bíl til eigin afnota. 140 hressandi bílaleigubílar Alls verða 140 eintök af áðurnefndum Ford Must- ang Shelby GT-H sett í verkefnið og verður ein- göngu hægt að leigja þá hjá sérvöldum útibúum Hertz-bílaleigunnar á flugvöllum í Bandaríkjunum, frá og með 30. maí eins og framar greindi. Verða þeir allir málaðir eins, í kolsvörtum lit með gylltum sportröndum, rétt eins og Ford Mustang-bílarnir litu út í upprunalega „Rent-a-racer“ leiguverkefn- inu sem Ford og Hertz stofnuðu til fyrir 50 ár- um. Það mun því bjóðast áhugavert tæki- færi til þess að þeysa um á veru- lega spennandi bíl – sem ekki þarf að punga út fyrir, vel að merkja – ætli les- endur sér að halda til Bandaríkjanna í kringum mánaðamótin maí/júní og hyggi þar á að taka bíl á leigu. Nánari upplýsingar um flugvallarleigurnar verða settar von bráðar á heimasíðu Hertz í Bandaríkj- unum. jonagnar@mbl.is Ef það vantar bara Hertz-lumuninn í budduna … Draumabíll til leigu – ekki eigu Sportbílasamstarf Ford og Hertz á sér 50 ára sögu. 10 | MORGUNBLAÐIÐ Nýr Skoda Superb Combi varð á dögunum þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Red Dot-verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun og varð þar með sá níundi úr Skoda- fjölskyldunni til að hljóta þessi eft- irsóttu hönnunarverðlaun. Red Dot er ein þekktasta og virtasta hönn- unarsamkeppni heims og var þetta í 61. sinn sem hún er haldin. Um 5.000 þátttakendur frá meira en 50 löndum tóku þátt að þessu sinni og alþjóðleg dómnefnd skipuð sér- fræðingum sá um að velja sigurveg- arana. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Heklu. Hagkvæmni og fagurfræði Að mati dómnefndar er hárfínt jafnvægi á milli hagkvæmni og fag- urfræði í Combi-útfærslunni á þessu glæsilega flaggsskipi Skoda sem undirstrikar færnina í verk- fræði og hönnun. „Nýr Superb er með frábærar útlínur og er stór- kostlegur bíll,“ var haft eftir dr. Peter Zec, stofnanda og forstjóra Red Dot keppninnar við þetta til- efni. Skoda Superb var frumsýndur í Heklu í janúar. Um er að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls sem kemur úr smiðju skemmtilegu Skoda-fjölskyldunnar. Nýr Superb er stærri og rúmbetri en áður og býr yfir mörgum framsæknum ör- yggiskerfum. Af öryggisbúnaði má nefna árekstrarvara og rafræna stöðugleikastýringu með fjölda- árekstursbremsu en Superb er á lista Euro NCAP yfir öruggustu fjölskyldubílana, segir ennfremur í tilkynningunni. jonagnar@mbl.is Bílaframleiðendur leggja sig margir fram við að vinna Red Dot-verðlaun. Ein virtasta hönnunarsamkeppni heims heiðrar Skoda Skoda Superb Combi hlýtur Red Dot-verðlaunin Franska bílasamsteypan PSA ætl- ar fram til ársins 2012 að koma með á markað 34 ný bílmódel eða verulega endurhönnuð, þar á meðal verða rafbílar. Fyrirtækið boðar mikla útrás og hefur breytt nafni sínu úr PSA Peugeot Citro- ën í Groupe PSA. Forstjórinn, Carlos Tavares, kynnti í síðustu viku nýja sókn- djarfa stefnu PSA sem ætlar að freista vaxtar með því að sækja fram um heim allan og hefja bíl- smíði í Suðaustur-Asíu árið 2018 og í Indlandi 2021. Minnstu mun- aði að fyrirtækið færi í hundana 2012 vegna fjárhagserfiðleika en Tavares, sem tók við stjórn- artaumunum 2014, hefur tekist að snúa því til betri vegar með upp- stokkun og endurskipulagningu. Varð hagnaður af rekstrinum í fyrra, 2015, í fyrsta sinn í fjögur ár. 26 nýir fólksbílar á fimm árum „Á grundvelli fjárhagslegrar endurskipulagningar munum við hefja sókn á heimsvísu með fram- leiðslu og tækni,“ sagði Tavares í París fyrir helgi. Hann boðar 26 nýja fólksbíla og átta létta at- vinnubíla á næstu fimm árum. Þar á meðal verða fjórir rafbílar og sjö tengiltvinnbílar og pallbíll. Markmiðið er að árið 2018 verði tekjur af rekstri 10% meiri en 2015 og vaxi um 15% til viðbótar fram til 2021. Er í áætlunum PSA Groupe gengið út frá að rekstr- arhagnaður verði kominn í 6% ár- ið 2021. Hvað framleiðslu varðar þá hefur PSA sett sér það sem mark- mið að fjórfalda bílasölu í Afríku og Mið-Austurlöndum fram til 2021, í 700.000 eintök. Hefur fyr- irtækið nýverið ákveðið að reisa bílsmiðju í Marokkó og á í við- ræðum um að reisa samsetning- arsmiðju í Alsír, auk þess sem það áformar að hasla sér einnig völl í Íran en landið er að opnast fyrir vestrænum fyrirtækjum. Samruna gæti samt verið þörf Þótt PSA gangi næst Volkswa- gen að stærð á Evrópumarkaði nemur bílasala franska risans að- eins um þremur milljónum ein- taka á ári í heiminum öllum. Til samanburðar selja bæði VW og Toyota um 10 milljónir bíla hvor á ári og fransk-japanska sam- steypan Renault-Nissan um 8,5 milljónir. Fréttaskýrendur segja, að til að geta gert sig gildandi þurfi PSA að leita fyrir sér um samruna við aðra bílsmiði eða freista enn nýrrar og magnaðrar herfræði. agas@mbl.is AFP Carlos Tavares stjórnarformaður PSA Peugeot Citroën kynnir plönin. Fransmenn ætla sér stóra hluti á næstu misserum PSA blæs til sóknar Afmælisútgáfan er máluð í litum sem tekið er eftir á götunni. Sprotafyrirtæki hefur verið stofnað í Wales í Bretlandi til að þróa og smíða litla vetnisbíla, sem verða þó ekki til sölu. Sæti verða aðeins fyrir tvo í bíln- um, sem gengur undir heitinu Ri- versimple Rasa, en fyrri hluti þess er nafn fyrirtækisins, Riverside. Rasa er frábrugðinn öðrum bíl- um að útliti og flestum ef ekki öll- um að allri gerð. Vegna smæð- arinnar og spartverskrar innréttingar vegur bíllinn aðeins 580 kíló. Við hvert hjól er rafmótor er knýr þau áfram. Ekki er vitað hversu lengi hann verður úr kyrr- stöðu í 100 km/klst. ferð því þeim hraða nær Rasa aldrei. Hámarks- hraðinn verður 60 mílur, eða 96 km/klst. Þeim topphraða er bíllinn sagður munu ná á um 10 sekúndum. Fábrotinn bíll en skilvirkur Riverside segir að rauði þráð- urinn í þróun bílsins og smíði sé að hann verði skilvirkur. Lítill þungi stuðli meðal annars að miklu drægi, en Rasa mun komast 480 kílómetra á tankfylli vetnis. Lítilli eiginþyngd er náð með mikilli notkun koltrefja í grindinni og yfirbyggingu. Mælaborðið er fábrotið en þar má meðal annars finna hnapp til að skipta um gír. Þeir eru tveir, annar fyrir áfram og hinn fyrir afturábak. Ytra útlit hannaði bílhönnuður að nafni Chtis Reitz, sem meðal annars hefur starfað á hönnunardeildum Fiat, Volkswagen og Nissan. Meðan hann var hjá Fiat var Fiat 500 end- urvakinn og átti hann mjög stóran þátt í gerð hans. En hafi nú vaknað hjá þér, les- andi góður, áhugi á að eignast svona bíl þá er hann ekki svo auð- fenginn. Riverside ætlar nefnilega í fyrstu umferð að smíða einungis 20 eintök sem brúkuð verða til að prófa bílinn í þaula og kanna mögu- leika hans og notkun í umferðinni. Til leigu en ekki til eigu Fari allt að óskum verða síðan smíðuð 3.500 eintök af Rasa árið 2018. Verða bílarnir leigðir not- endum, sem eignast þó ekki á þeim kauprétt. Notendur borga leigu og síðan er allt innifalið til rekstursins, eldsneyti, viðhald og tryggingar. Að sögn breska bílaritsins Auto Express verður mánaðarleg leiga – í Bretlandi alla vega – svipuð og kaupleigugjald á einföldustu út- gáfu VW Golf. Það er ekki aðeins að forsvars- menn Riverside hafi trú á verkefn- inu. Fyrirtækið hefur nefnilega fengið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu (ESB) til að þróa og hanna hinn vistvæna bíl. agas@mbl.is Umhverfisvænn fararskjóti fyrir tvo Rasa – velskur vetnisbíll Riversimple Rasa er ekki fyrirferðarmikill á vegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.