Morgunblaðið - 12.04.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 12.04.2016, Síða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ S amkeppnin í flokki svo- kallaðra millistærðarbíla hefur löngum verið hörð og þar hafa nöfn eins og VW Golf, Ford Focus og Toyota Auris ráðið lögum og lofum hér á Íslandi. Nú er hins vegar komin veruleg samkeppni í nýkrýndum bíl ársins í Evrópu 2016, en nýr Opel Astra er ekki aðeins glæsi- legur að sjá, heldur líka góður að keyra, rúmgóður með afbrigðum og stútfullur af búnaði og tækni- nýjungum. Blaðamaður Morg- unblaðsins fékk fyrsta bílinn til reynslu fyrir nokkrum vikum, þá með 1,6 lítra dísilvélinni en einnig prófuðum við bensínbílinn með 1,4 lítra forþjöppuvélinni. Allt að 200 kílóum léttari Líkt og margir aðrir bílar í þessum flokki er ný kynslóð end- urhönnuð frá grunni með nýjum undirvagni úr léttari og sterkari málmum sem létta bílinn talsvert, eða um því sem næst 200 kíló þeg- ar best lætur. Undirvagninn kem- ur frá GM og kallast D2 og er bíll- inn 49 mm styttri, 26 mm lægri og með 23 mm minna hjólhaf en fyrri kynslóð. Sterkari byggingarefni þýða venjulega að hægt er að auka rýmið innandyra og sú er einmitt raunin þótt bíllinn sé minni um sig en fyrri kynslóð. Rými innandyra kemur verulega á óvart og það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í bókstaflegri merkingu því að fótarými er mjög gott fyrir þennan flokk bíla. Eins er rúmgott og djúpt farangursrými með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki. Mælaborðið er mun nýtískulegra en í fyrirrennaranum og kominn er stór upplýsingaskjár í miðjustokk- inn. Þar vantar þó leiðsögukerfi í annars vel búnum bílnum, en það er bæði kostur og galli því að kaupendur sem vilja slíkt geta ein- faldlega bætt því við en öðrum sem finnst það óþarfi notið þess í betra grunnverði. Á móti kemur að bíllinn er með nýjasta Apple Carplay og Android Auto svo að tenging við snjallsíma er af bestu gerð en þeir bjóða margir hverjir upp á leiðsögukerfi. Dísilvélin virkar stærri Það þykir kostur í nýjum bílum í dag þegar margar vélar eru í boði strax í upphafi en sú er einmitt raunin með nýjan Opel Astra. Hægt er að velja um eins lítra og 1,4 lítra bensínvélar með forþjöppu en Opel býst við að flestir velji bíl- inn með 1,6 lítra dísilvélinni sem kemur bæði í 108 og 136 hestafla útgáfum. Bílabúð Benna býður upp á öflugri vélina og hún er sann- arlega öflug, því að 320 Newton- metra togið sér um að vélin hafi nægt afl upp allt snúningssviðið. Manni líður eiginlega eins og það sé tveggja lítra dísilvél undir húddinu á þessum bíl. Þar að auki er vélin þýðgeng og hljóðlát fyrir dísilvél sem er frekar óvanalegur lúxus í þessum ódýrari flokki bíla. Uppsetning fjöðrunar og stýr- isgangs er talsvert frábrugðin fyrri kynslóð Opel Astra, en þar sem áður var áhersla á mýkt og þægindi er nú meiri áhersla á snaggaralega aksturseiginleika. Óhætt er að segja að upplifunin svíkur engan og bíllinn er virki- lega skemmtilegur akstursbíll enda stýrið sneggra að bregðast við og fjöðrunin mun stífari. Reyndar er hún það stíf að bíllinn virkar hastur á köflum enda gatna- kerfið á höfuðborgarsvæðinu ekki upp á marga fiska. Bíllinn virkar mjög stöðugur í kröppum beygjum og nýtur sín vel á hlykkjóttum vegi. Þónokkur undirstýring verð- ur þó áberandi ef tekið er of mikið á honum inn í krappa beygju en eflaust má kenna því að mestu leyti um að bíllinn kom á harð- skelja vetrardekkjum þótt við vær- um að prófa bílinn á auðu malbiki. Sjálfvirkur hár geisli Ekki verður fjallað um þennan bíl án þess að minnast nokkrum orðum á tækninýjungar og búnað sem honum fylgir. Aðalljósin eru af svokallaðir Matrix-gerð og eru díóðuljós að öllu leyti, en hægt er að fá þau með sjálfvirkum háum geisla sem slekkur á sér sjálfkrafa þegar bíllinn skynjar ljós af öðrum bíl. Við fengum bílinn með svoköll- uðum AGR-sportsætum sem eru fjölstillanleg svo ekki sé meira sagt. Þau eru rafstýrð en einnig með nokkrum nuddstillingum auk þess að vera bæði með sætishita og kælingu. Einnig er hægt að stilla og lengja setu undir fótum sem er ótvíræður kostur á lengri ferðum. Prófunarbíllinn var í vel búinni Innovation-útgáfu en slíkur bíll með þessari dísilvél kostar 4.290.000 kr. Grunnverð hans með þessari vél er hins vegar 3.890.000 kr. og þá með sjálfskiptingu. Grunnverð Ford Focus með 1,5 lítra dísilvélinni er 100.000 kr. lægra eða 3.790.000 kr. Grunnverð sjálfskipts VW Golf er hins vegar 4.160.000 kr. með 1,6 lítra vélinni í Trend-útfærslu svo að í þessum samanburði virðist verð Opel Astra vera vel samkeppnishæft. Það sama má reyndar segja um annan samanburð á milli véla og skiptinga, Opel Astra kemur sterk- ur inn sem vinningshafi á góðu verði. njall@mbl.is Bíll ársins sannar sig Einn af kostum bílsins er gott fóta- rými. Sést að talsvert er eftir með ökumannssæti í öftustu stöðu. Matrix díóðuaðalljósin setja svip á bíllinn en hægt er að fá þau með sjálfvirkum háum geisla. Með 1,6 lítra dísilvélinni virkar bíllinn eins og hann sé með tveggja lítra dísilvél, kannski því hann er hátt í 200 kílóum léttari en fyrri kynslóð. Farangursrýmið er rúmgott og þótt það sé ekki breitt er bætt upp með mikilli dýpt svo gott er að koma fyrir stórum töskum eða barnavagni. Morgunblaðið/Tryggvi Þormóð Opel Astra er skemmtilegur akstursbíll sem liggur vel enda með sportlega og frekar hasta fjöðrun. Undirstýring er áberandi er tekið er mikið á honum. + Aksturseigineikar, farangursrými, sæti - Ekkert leiðsögu- kerfi, í hastara lagi 1,6 lítra dísilvél 136 hestöfl/320 Nm 6 þrepa sjálfskipting 0-100 km/sek: 9,8 Hámarkshr: 202 km/klst Framhjóladrif 17“ álfelgur Eigin þyngd kg: Vantar uppl. Farangursrými: 370 lítrar Mengunargildi: 103 g/kg Verð frá: 3.190.000 kr. 3,7 L/100 km í bl akstri Umboð: Bílabúð Benna OPEL ASTRA 1,6 Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.