Morgunblaðið - 12.04.2016, Side 17

Morgunblaðið - 12.04.2016, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 venjast í Volvo-bílum seinni ára, og ekki leiðum að líkjast þar. Framsetning helsta búnaðar og viðmót allt er einfaldlega fram sett, nánast minimalískt, og það tekur enga stund að verða eins og heima hjá sér. Fyrir þá sem vilja vera með puttann á púls- inum hvað umhverfið varðar þeg- ar þeir fara um á bíl þá má fletta upp margs konar tölfræði gegn- um snertiskjáinn sem er hjartað í stjórntækjunum og glöggva sig þar á öllu mögulegu sem snýr að akstrinum og umhverfinu. Sumt virkar máske heldur langsótt og ekki á áhugasviði bíleigenda í það heila en þessir hlutir skipta máli í síauknum mæli og vel gert hjá Renault að vera á undan bylgj- unni. Það er þó óþarflega flókin leið að stöðvaminninu fyrir út- varpið og ekki heiglum hent að ætla að skipta um stöð á ferð; það er beinlínis hættulegt að ætla að pikka og pota sig áfram þar uns hádegisfréttirnar finnast. Vera má að hægt sé að stilla stöðvarnar fastar á aðalviðmót snertiskjásins en það tókst þá undirrituðum ekki. Útvarpið er jú það sem oftast þarf að eiga við á ferð og því skrýtið að það blasi ekki við öllum stundum. Á móti má nefna að hljómurinn er einkar tær og góður í hljóðkerfinu. Unga fólkið sem fékk far og kall- ar ekki allt ömmu sína þegar hljóðkerfi og hljómur er annars vegar hafði sérstaklega orð á þessu. Þægilegur í akstri og umferð Það slær mann að sama skapi hvað Mégane virkar breiður að innan og eftir því rúmgóður. Hér er nóg af plássi, fram í sem aftur í, og sæti bæði og efnisval hafa tekið framförum frá síðustu kyn- slóð. Það vekir líka athygli hve hljóðlátur bíllinn er í akstri en á móti kemur einkennilegt gnauð eða ýlfur í miðstöðinni þegar hún er á lágum blæstri. Hvinurinn á háblæstri er skiljanlegur en það á helst ekki að heyrast múkk í miðstöðinni þegar hún malar á lágum snúningi. Þá er vert að geta þess að það fer fjarska vel um ökumann undir stýri. Gírstöng og handbremsa eru á upphækkuðum miðjustokki milli framsæta og staðsetning þeirra er fyrirtak. Ökumaður steinliggur umvafinn í sæti sínu og þarf hvergi að teygja sig í gír- stöngina né handbremsu. Þá er stýrisgjörðin sver og vönduð við- komu, og meira að segja neð- anskorin svo ekki skortir á sport- bílatilfinninguna. Allt í allt er Mégane allur hinn fínasti að inn- an. Í akstri kemur bíllinn einna helst á óvart því 110 hestafla dís- elvélin er hörkuspræk og bein- skiptingin mjög þægileg í allri umgengni. Togið er hressandi og Mégane bregst dúndurvel við inngjöfinni, bæði í upptaki og eins þegar á ferð er komið. Bíll- inn er með skriðlás eða brekku- aðstoð (e. Hill Start Assist) sem varnar því að hann renni aftur á bak þegar tengslin eru rofin, til dæmis í brekku á rauðu ljósi, og því ekkert stress með það fyrir ökumann. Jafn auðvelt er að taka af stað í brekku og á jafnsléttu. Uppgefin eyðsla á hinni snörpu díselvél er gefin 3,7 lítrar í blönduðum akstri. Ekki tókst undirrituðum að ná þeim „lægð- um“ í eldsneytiseyðslu – enda lít- ið ekið á þjóðvegum svo allri sanngirni sé haldið til haga – en best náðist um 5 lítrar innan- bæjar, og þegar ekið var með eyðslusamasta móti náði eyðslan um 6,3 lítrum. Meira fékkst bíll- inn ekki til að eyða. Fallegur og rennilegur á að líta Þær útlitsbreytingar sem hafa verið gerðar á Mégane eru allar til bóta. Útlitið er einfalt við fyrstu sýn en fljótlega fer maður að staldra við ýmis skemmtilega afgreidd smáatriði sem ljá honum fallegan svip og fá mann til að staldra við. Svipmikil LED-ljósa- umgjörðin sem hverfist um að- allugtir framljósanna sver sig í ætt við aðra nýja bíla frá Renault og ljær honum auðþekkjanlegan og flottan svip, og það er til marks um aukið sjálfstraust Re- nault að tígullaga merkið er stærra og sett í svipmeiri um- gjörð á framhlið bílsins eins og er með aðra nýja bíla frá fram- leiðandanum. Er það vel enda full ástæða fyrir Renault að standa keikir um þessar mundir því lín- an þeirra er einfaldlega feik- isterk. Renault Mégane Stýrisgjörðin er sver og vönduð viðkomu, og neðanskorin. Mælaborðið minnir á innanrými Volvo-bíla í seinni tíð. „Svipmikil LED-ljósa-umgjörðin sem hverfist um aðallugtir framljósanna sver sig í ætt við aðra bíla Renault.“ „Útlitið er einfalt við fyrstu sýn en fljótlega fer maður að staldra við ýmis skemmtilega afgreidd smáatriði.“ „Renault að tígullaga merkið er stærra og sett í svipmeiri umgjörð.“ Afturendinn er lögullegur. Blaðamanni þykir 110 hestafla díselvél bílsins vera hörkuspræk. 1,5 lítra díselvél 110 hestöfl 6 gíra beinskipting 0-100 km/sek.: 11,3 Hámark: 187 km/klst. Framhjóladrif 16 tommu álfelgur Eigin þyngd: 1311 kg Farangursrými: 434 lítrar Mengunargildi: 95 gr/km Verð frá: 3.390.000 kr. 3,7 lítrar í blönduðum akstri Umboð: BL Renault Mégane Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.