Morgunblaðið - 12.04.2016, Side 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Breska stjórnin hefur ákveðið að
veita 50 milljónum sterlingspunda,
jafnvirði níu milljarða króna, til að
laga malbiksholur á vegum. Áform-
að er að gera við um 943.000 holur á
næstu tólf mánuðum.
Peningunum verður skipt milli
100 héraðsstjórna, en hér er aðeins
um að ræða fyrsta skrefið í áform-
um um að leggja til atlögu við veg-
holur á breskum vegum. Hefur ríkið
stofnað sérstakan „vegholusjóð“ og
lagt honum til 250 milljónir punda,
um 45 milljarða króna.
Verður veitt úr honum fé á næstu
árum og markmiðið er að gera við
og fylla á fimmtu milljón hola fram
til ársloka 2021.
Malbiksholur eru meinsemd
„Ég skil vel hversu miklu það
varðar fólk um land allt að vegum sé
vel viðhaldið,“ segir samgönguráð-
herrann Patrick McLoughlin af
þessu tilefni. „Næstum því hvert ein-
asta ferðalag hefst og lýkur á minni
vegum í heimabyggð. Því munu
sveitastjórnir fá 250 milljónir punda
til að ráðast til atlögu gegn þeirri
meinsemd sem malbiksholurnar eru
á sínu svæði. Og þetta er aðeins hluti
af áður óþekktum fjárfestingum í
viðhaldi vega annarra en hrað-
brauta. Til þeirra munum við veita
sex milljörðum punda á næstu fimm
árum. Mun það stórbæta vega-
samgöngur í einstökum héruðum
landsins.“
Áætlað er að það kosti að meðal-
tali 53 sterlingspund að laga hverja
holu, eða sem svarar um 9.300 krón-
um. Í Devonsýslu eru holurnar tald-
ar vera 36.830, eða fleiri en í nokk-
urri annarri sýslu. Verst er ástand
vega í Suðvestur- og Suðaustur-
Englandi, síðan Austur-Englandi og
í fjórða lagi í Norðvestur-Englandi.
agas@mbl.is
Holur á vegi eru Þrándur í Götu
Morgunblaðið/Ómar
Bretar ætla að setja á stofn veglegan vegholusjóð og veitir víst ekki af þar frekar en hér. Á Hverfisgötunni.
Níu milljarðar
í holufyllingar
Pulsur eru snar þáttur í rekstri Volkswagen-samsteypunnar, sem seldi
fleiri pulsur á nýliðnu ári en bíla. Þessi vinsæli þýski matur kom held-
ur betur við sögu á hluthafafundi hjá öðrum þýskum bílrisa, Daimler
AG, um miðja síðustu viku.
Á fundinum var samþykkt stærsta arðgreiðsla í sögu fyrirtækisins
en örlæti hluthafanna var misjafnt og taldi að minnsta kosti einn
þeirra, að sér bæri stærri skammtur þegar komið var að hádegisverð-
arhléi.
Fátt þykir Þjóðverjum betra en pulsur, að frátöldu því að græða á
smíði og sölu lúxusbíla. Svo vel hafði rekstur Daimler gengið að
ákveðið var að greiða 3,25 evrur í arð á hvern hlut, sem er met. En
það var eins og það væri ekki nóg, fyrir suma.
Ofbauð græðgi hluthafans
Á fundi Daimler sem um 5.500 hluthafar sóttu voru í boði samtals
12.500 pulsur, eða rétt rúmlega tvær á mann, að meðaltali. Þann
skammt lét hluthafi ekki duga sér og tíndi hverja pulsuna af annarri
til viðbótar á diskinn sinn. Kona nokkur sem var næst á eftir honum í
röðinni skarst í leikinn og fann að framferði hins hluthafans. Áður en
varði rifust þau hástöfum og lá við áflogum. Linnti ekki látum fyrr en
lögregla mætti á vettvang og stíaði deilendum í sundur.
Það mun vera til siðs á hluthafafundum Daimler að bjóða upp á
þjóðarkrás þessa. Stjórnarformaðurinn Manfred Bischoff gerði grín að
uppákomunni og sagði að tvennt væri í stöðunni; að bæta við pulsum
eða hætta að gefa hluthöfunum að borða.
agas@mbl.is
Oft veltir lítil pulsa þungu hlassi
Hluthafar í hart út af pulsum
Frá hluthafafundinum í Stuttgart í síðustu viku þar sem til slagsmála kom, út af pulsugræðgi.
Nissan hefur framleitt fleiri Qas-
hqai-jepplinga en nokkuð annað
bílamódel í 30 ára sögu bílsmíði jap-
anska fyrirtækisins í Evrópu.
Nissan hefur rekið bílsmiðju í
bænum Sunderland við ósa árinnar
Wear og þar féll gamla smíðametið.
Það hljóðaði upp á 2.368.704 bíla og
voru þeir af gerðinni Nissan Micra,
fyrrverandi merkisbera bílsmiðsins í
Evrópu.
Nýr stærðarflokkur verður
til með Qashqai
Var 2.368.705. Qashqai smíðaður í
Sunderland á dögunum en í Sunder-
land renna um 1.200 eintök af jepp-
lingnum vinsæla af færiböndunum
dag hvern. Hefur smíði hans verið
öllu hraðari en í tilfelli Micra því inn-
an við áratugur er frá því fyrsti Qas-
hqai var smíðaður. Enginn annar
bíll hefur verið framleiddur í meira
en tveimur milljónum eintaka á ára-
tug í Bretlandi öllu.
„Með Qashqai varð til alveg nýr
geiri í stærðarflokki bíla, jepplingar,
og hefur hann verið snar þáttur í
miklum vexti Nissan í Evrópu,“ seg-
ir forstöðumaður framleiðslu og að-
fanga hjá Nissan í Evrópu, Colin
Lawther.
„Mirca er íkon fyrir Nissan í Evr-
ópu og var smíðaður í 18 ár í Sun-
derland. Að slá það met á innan við
10 árum sýnir bara og sannar
hversu rækilega evrópskir neyt-
endur hafa tekið Qashqai fagnandi,“
bætir Lawther við.
agas@mbl.is
Vinsælasti Nissan-bíllinn í manna minnum
Evrópubúar hafa vægast sagt tekið Nissan Qashqai fagnandi.
Qashqai slær öll met
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is