Morgunblaðið - 12.04.2016, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23
Rétt um það bil þegar þú hélst að F-Type
væri það svakalegasta sem fyrirtækið hefði
upp á að bjóða, ákvað SVO-deildin (Special
Vehicle Operations) hjá Jaguar Land Rover
að sleppa lausri SVR-útfærslu af F-Type
sem lofar svo góðu að mann setur hljóðan.
Bíllinn er hraðskreiðasti framleiðslubíllinn
frá Jaguar og því vert að kíkja aðeins á
gripinn.
Mörg hestöfl, mikill hraði
Til að létta bílinn er yfirbyggingin úr
samspili títaníum og koltrefja en meira er
þó um vert að 575 hestafla V-8 vélin knýr
bílinn – sem er fjórhjóladrifinn – upp í 322
km/klst hámarkshraða. Togið er ekki síður
eftirtektarvert en það er gefið upp, skv. til-
kynningu frá JLR, sem hvorki meira né
minna en heil 700 NM enda flýgur F-Type
SVR í hundraðið á 3,5 sekúndum, nokkuð
sem ætti að fá Þjóðverjana í sama flokki til
að líta um öxl.
Sérstök dekk á sérstakan bíl
Til að létta enn frekar á farskjótanum er
SVR-týpan á sérhönnuðum 20 tomma felg-
um sem eru samtals um 15 kílóum léttari en
þær sem fara á hefðbundna F-Type sport-
bíla. Aukinheldur verða SVR-felgurnar
íklæddar sérstökum P ZERO-dekkjum frá
Pirelli með afturdekkin 10 millímetrum
breiðari en á standard-útgáfunni af F-Type.
Eitthvað segir okkur að það verði gaman
að þenja vél Jaguar F-Type SVR í jarð-
göngum en að því má eflaust komast í sum-
ar er bíllinn kemur í almenna sölu. Verðið í
Bandaríkjum er sagt verða 126.000 dalir,
um 15,5 milljónir íslenskra króna.
jonagnar@mbl.is F-Type SVR á að geta náð 100 km/klst hraða á 3,5 sekúndum.
Kraftmikið kattardýr væntanlegt
Jaguar F-Type sportbíllinn á sér marga dygga aðdáendur.
Koltrefjar og títaníum
gera bílinn laufléttan.
Vélin er skrímsli og
togið svakalegt.
F-Type í SVR útgáfu
Fá farartæki eru sveipuð jafn mik-
illi fortíðarþrá og Volkswagen T1,
bíllinn sem Íslendingum er tamast
að kalla einfaldlega „rúgbrauð“ í
takt við lögunina sem helst minnir
á formbrauðshleif. Síðustu rúg-
brauðin rúlluðu af færibandinu í
Brasilíu á gamlársdag 2013, og
hétu þá T3, og síðan hafa þessir
ástsælu smávagnar ekki verið í
framleiðslu. Unnendur þeirra eru
þó víða og margir láta sig dreyma
um að ný kynslóð VW T-bílanna líti
dagsins ljós og það fyrr en seinna.
Nýjar línur, klassískt yfirbragð
Þeirra á meðal er hönnuðurinn
David Obendorfer sem hefur dund-
að sér við að teikna upp nútíma út-
færslur á ýmsum klassískum bílum
á borð við Fiat 127 og BMW E9.
Hann hefur tekið VW rúgbrauðið
upp á sína arma og útkoman er slík
að internetið hefur tekið eftir því
og það rækilega. Eins og glöggt
má sjá á myndunum gætir Oben-
dorfer þess að halda í meginþætti
upprunalegu hönnunarinnar – við
getum kallað það „sálina“ – en um
leið hefur allur bragur bílsins verið
færður til nútímans með einkar
smekklegum hætti. Meðal þess sem
rímar við fortíðina eru sveigð
horn, kringlóttu framljósin sem
eru þegar í stað auðþekkjanleg
sem og afturljósin, staðsetning
VW-merkisins á framhlið bílsins,
krómhlutir hér og hvar ásamt því
að hið nýja rúgbrauð er málað í
tvílit eins og klassíkin var svo
þekkt og dáð fyrir.
Byggður á grunni T6
Obendorfer hefur eingöngu út-
fært yfirbygginguna og innrétt-
ingar, og því liggur ekkert fyrir
um hvernig vélakostur væri aftan í
honum þessum, enda ekki um op-
inbera hugmynd á vegum VW að
ræða. Þó liggur fyrir að málin
smellpassa á grindina af núverandi
VW T6-gerðinni. Þeir í höfuðstöðv-
unum í Wolfsburg myndu því gera
rétt í því að skoða þessar pælingar
alvarlega því Volkswagen T1 Revi-
val Concept – eins og módelið kall-
ast – eru allrar athygli verðar, svo
ekki sé meira sagt.
jonagnar@mbl.is
Volkswagen T1 Revival Concept
Glænýtt og ferskt rúgbrauð
Í senn nútímalegur og gamaldags. T1 Concept höfðar til nostalgíunnar.
Fjölskyldusvipurinn leynir sér ekki, þó sá nýi sé stærri en sá gamli.
Hugmyndabíllinn er líka með
uppfærðri innréttingu.
IB ehf • Fossnes 14 • 800 Selfoss • ib.is
Sími 4 80 80 80
• Varahlutir • Sérpantanir
• Aukahlutir • Bílasala
• Verkstæði
Ford F350 King Ranch á lager
GMC Sierra 3500 á lager