Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 24

Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ Forstjóri bandaríska rafbíla- smiðsins Tesla, Elon Musk, talaði um að fyrirtækið þyrfti að koma sér upp samsetningarsmiðju í Evrópu er hann var viðstaddur samkomu franskra eigenda Tesla- bíla. Þetta barst umhverf- isráðherranum Segolene Royal til eyrna og brást hún skjótt við og gerði Musk eiginlega ómót- stæðilegt tilboð. Bauð Royal að Tesla fengi lóð og mannvirki kjarnorkuversins í Fessenheim í Alsace í austurhluta Frakklands undir bílsmiðju þegar slökkt hefði verið á kjarnaofnum og notkun versins breytt. Hafist verður handa um stöðvun núver- andi orkuframleiðslu í Fessen- heim síðar á þessu ári. Verið er á Rínarbökkum við landamæri Sviss og Þýskalands. Elon Musk mun hafa sagt að Alsace-héraðið væri ákjósanleg staðsetning fyrir evrópska bíl- smiðju Tesla. Það er ekki bara Royal sem tekið hefur hann á orðinu, heldur einnig íbúar og yf- irvöld í héraðinu. Er vonast til að bílsmiðja í Fessenheim muni bæði leiða til hagvaxtar í héraðinu og veita starfsmönnum kjarn- orkuversins möguleika á vinnu í stað atvinnuleysis sem lokun versins ella hefði í för með sér. Royal sagði á frönsku sjón- varpsstöðinni LCP, að það yrði frábært að fá Tesla til Alsace til að nýta mannvirkin sem þar væru. Rafbílasmíði væri atvinnu- grein framtíðarinnar. Embættismenn og leiðtogar Al- sace munu síðar í apríl eiga fund með fulltrúum Tesla vegna þessa máls. Vonast þeir til að þær til- lögur sem lagðar verði fyrir bíl- smiðinn verði nógu aðlaðandi til að hann bíti á agnið og hefji rekstur bílsmiðju í Fessenheim. Segolene Royal mun sömuleiðis funda með fulltrúum Tesla og segist hún þegar hafa komið hug- mynd sinni á framfæri við sjálfan Musk. „Ég sagði við hann: Ég er með stað fyrir þig, í Fessenheim. Hann afþakkaði það ekki. Og vogun vinnur, vogun tapar,“ sagði Royal í samtalinu. agas@mbl.is Frakkar vilja fá Musk til að smíða bíla á óvenjulegum stað Það kann að hljóma undarlega að Tesla smíði rafbíla í kjarn- orkuverinu sem lokað verður. Býður Tesla kjarn- orkuver í Alsace Lúxusbílaframleiðendur Evrópu flykkjast nú hver á eftir öðrum í kjölfar Porsche Cayenne og hleypa af stokkunum lúxusjeppum í þeirri viðleitni að fá sinn skerf af vel- gengni lúxusjeppa. Það er út af fyr- ir sig ekki að undra því Cayenne er langsöluhæsta, og þar af leiðandi langtekjuhæsta módel Porsche og því blasir við að eftir nokkru er að slægjast. Bentley sýndi þannig Bentayga- jeppann á alþjóðlegu bílasýning- unni í Frankfurt síðasta haust og Lamborghini hefja framleiðslu á Urus-jeppanum á næsta ári. Fyrir Genfar-sýninguna sem fór fram í síðasta mánuði sýndi ítalski lúx- usbílaframleiðandinn Maserati sitt nýjasta útspil, alltént í myndum. Það er jeppi að nafni Levante og verður hann formlega kynntur fyrir fjölmiðlum síðar á árinu. Óhætt er að tala um vatnaskil því þetta er í fyrsta sinn sem Maserati framleiða jeppa, nokkuð sem flestir hefðu tal- ið fráleitt og jafnvel óhugsandi. Bensín, dísil og loks kraftvél Upplýsingar um vélakost og ann- að eru takmarkaðar enn sem komið er en þó hefur lekið út að Levante verður fáanlegur bæði með bensín- og dísilvél, í kringum 3 lítra og að líkindum V6. Hvað hestöflin áhrær- ir er orðið á bílagötunni á þá leið að bensínvélin verði 430 hestöfl en dís- ilvélin 275. Þá ku vera nokkrar lík- ur á því að einnig verði framleidd sérstök og kraftmeiri útgáfa með 3,8 lítra V8 vél fenginni hjá syst- urfyrirtækinu, Ferrari, líkast til upp á minnst 500 hesta. Þótt torfæruakstur sé ekki það fyrsta sem manni kann að detta í hug þegar Levante er litinn augum er hann engu að síður fjórhjóladrif- inn og búinn 8 gíra sjálfskiptingu. „Þið þurfið að skjóta mig fyrst!“ Hvort áðurnefnt systurfyrirtæki, Ferrari, fetar svo í fótspor annarra lúxusbíla og sendir frá sér eitthvað sem kallast mætti jeppi þá verður það að teljast í hæsta máta ólíklegt, að minnsta kosti meðan núverandi forstjóri, Sergio Marchionne, er við völd. Er hann var spurður að því hvort eitthvað fjögurra dyra, upphækkað og fjór- hjóladrifið væri vænt- anlegt úr þeirri átt- inni ku hann hafa svarað sem svo: „Þið þurfið að skjóta mig fyrst!“ Svo mörg voru þau orð… jonagnar@mbl.is Maserati kynnir fyrsta jeppa sinn í sögunni Levante er á leiðinni Þetta er í fyrsta sinn sem Maserati framleiða jeppa og Levante-jeppinn verður formlega kynntur síðar á árinu. 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Margir hafa tamið sér að hlaða far- símann meðan ekið er og stinga símtækinu í samband við USB- kapal um leið og sest er inn í bílinn. Það gæti þó verið, þegar dæmið er reiknað til enda, að sniðugra væri að hlaða símann heima eða í vinnunni, því orkan sem síminn dregur í sig úr rafkerfi bílsins veld- ur því að meira eldsneyti er notað við aksturinn. Munar um hvern dropa Fréttavefur Bloomberg hefur það eftir Jon nokkrum Bereisa, sem áður var verkfræðingur hjá General Motors en er núna sestur í helgan stein, að sími í hleðslu gegn- um USB-tengi auki eldsneytisnotk- unina að jafnaði um sem nemur 0,03 mílum á hvert gallon. Það jafn- gildir 0,01 kílómetra á hvern lítra. Upphæðin er kannski óveruleg, í samhengi við aðra útgjaldaliði heimilisins, en fyrir allan bílaflot- ann getur munað um minna. Reikn- ar Bereisa út að ef allir bandarískir ökumenn væru með farsíma í hleðslu meðan ekið er myndi það þýða að 970.000 aukatonn af koltví- sýringi dælist út í andrúmsloftið. Miðað við orkuverð í Bandaríkj- unu kostar um 2 sent á klukku- stund að hafa símann í hleðslu í bílnum, en 0,06 sent að hlaða heima. Bloomberg segir bílaframleið- endur þurfa í vaxandi mæli að gera ráð fyrir því að ökumenn hlaði ým- is raftæki á meðan ekið er. Auk þess að stinga farsímanum í sam- band nota margir GPS-tæki, hlaða fartölvuna á ferðinni og spjaldtölv- ur fyrir börnin til að glápa á í aft- ursætinu. Sem dæmi um þróunina verður hægt að finna níu USB- raufar í Chrysler Pacifica- smárútunni sem kemur á markað síðar á árinu. ai@mbl.is Rafmagnið ódýrara heima AFP Orkan sem sími í hleðslu dregur til sín verður ekki til úr engu. Sími í hleðslu eykur bensínnotkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.