Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25 Þeim fjölgar stöðugt sem velja vistvæna raf- og tengiltvinnbíla frá Volkswagen á Íslandi. Tækninni fleygir áfram og til að koma á móts við nýja eigendur hefur Hekla nú látið gera átta kennslumyndbönd. Í myndböndunum er leitast við að útskýra virkni bílanna á einfald- an hátt, að því er segir í tilkynningu frá um- boðinu. Farið er yfir muninn á raf- og tengilt- vinnbílum, mismunandi hleðsluaðferðir, drægni og fleiri hagnýt atriði. Hekla býður upp á tvo hreina rafbíla, Volkswagen e-up! og e-Golf, og tengiltvinnbílana Golf GTE og Passat GTE sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni. Virkni þessara bíla er um margt ólík virkni hefðbundinna bensín- og dísilbíla og því þótti tímabært að gera vönduð kennslumyndbönd. „Það hefur orðið mikil aukning í sölu á þessum bílum hjá okkur og við höfum fundið fyrir þörf fyrir nánari útskýringum á virkni þeirra og ráðlagri umgengni við þá. Mynd- böndin hafa mælst vel fyrir, bæði meðal við- skiptavina okkar og þeirra sem eru að íhuga kaup á raf- eða tengiltvinnbílum frá Volkswagen,“ segir Árni Þorsteinsson, sölu- stjóri Volkswagen á Íslandi. Myndböndin voru unnin af tæknisérfræð- ingum Heklu í samvinnu við framleiðslufyr- irtækið Republik og Árni segist hæstánægð- ur með útkomuna. „Viðskiptavinir okkar eru ánægðir með þetta framtak,“ segir Árni. Myndböndin eru öll aðgengileg á heima- síðu Heklu: volkswagen.is/is/volkswagen/mynd- bond.html jonagnar@mbl.is Komið til móts við eigendur og áhugafólk Mikil aukning hefur orðið í sölu á rafbílum hjá Heklu og í kjölfar skapaðist þörf fyrir nánari útskýringar á virkni og umgengni um bílana. Hekla hefur brugðist við því með gerð myndbanda. Hekla gerir átta kennslumyndbönd um raf- og tengiltvinnbíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.