Morgunblaðið - 12.04.2016, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27
Sannkölluð hybrid-hátíð var hjá Toyota á
laugardag þegar nýr Prius var frumsýndur.
Þar er á ferðinni fjórða kynslóð af Prius
sem var fyrsti tvinnbíllinn sem Toyota
kynnti. Auk þess mátti sjá Toyota RAV4,
Auris og Yaris, einnig í hybridútfærslu, á
sýningunni.
Boðið var upp á fræðslu um hybrid-
tæknina og sáu tæknimenn Toyota um að
fræða áhugasama gesti, eins og meðfylgjandi
myndir sýna.
jonagnar@mbl.is
Hybrid-hátíð
hjá Toyota
í Kauptúni
Toyota Prius hefur verið í fararbroddi meðal
blendingsbíla frá því hann kom á markað og
nýjasta kynslóðin hefur vakið mikla athygli.
Auris Hybrid í sedan-útfærslu er hér skoðaður og virðist falla vel í kramið.
Toyota Yaris markaði ákveðin tímamót á bílamarkaðnum þegar hann var fyrst kynntur til
sögunnar um síðustu aldamót. Hann er að sjálfsögðu til í hybrid-útgáfu.
RAV4-jeppinn hefur verið vinsæll farkostur
síðustu tvo áratugi eða svo og hybrid-
útfærslan er síst til að minnka vinsældirnar.
Hybrid-bílar hafa sannað sig á markaðnum
og njóta sívaxandi vinsælda. Toyota Auris í
skutbílsútfærslu er þar á meðal.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brimborg frumsýndi nýverið Volvo XC90
jeppann með T8 tvinnvél. Aflið er gríðarlega
mikið, eða 407 hestöfl með hröðun frá 0-100
km á 5,6 sekúndum, sem telst allgott fyrir
jeppa, og eyðslu frá aðeins 2,1 l/100 km í
blönduðum akstri. Togið er heil 640 Nm og
losun koltvísýrings er einungis 49 g/km.
Volvo XC90 var valinn bíll ársins 2016 á Ís-
landi af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna
en þetta er í þrettánda skiptið sem verðlaunin
eru afhent. Alls 30 bílar voru tilnefndir í ár.
Volvo XC90 stóð uppi sem sigurvegari
keppninnar enda veglegur og vel búinn 7
manna lúxusjeppi með öllu því besta frá
Volvo.
jonagnar@mbl.is
Volvo XC90 T8
frumsýndur
Gestum og gangandi var boðinn kaffisopi
meðan jeppinn var skoðaður og var metn-
aðurinn allsráðandi á öllum vígstöðvum.
Volvo XC90 stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um bíl ársins 2016, enda stórglæsilegur bæði að utan og innan.
Morgunblaðið/Eggert
Fólkið lét sig ekki vanta á sýninguna enda
sjón að sjá 407 hestafla bíl sem eyðir 2,1
lítra í blönduðum akstri. Geri aðrir betur.