Morgunblaðið - 12.04.2016, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29
Einkafyrirtæki munu að líkindum
taka við hluta eftirlits með um-
ferðarhraða í Frakklandi sem ver-
ið hefur í höndum lögreglu hingað
til.
Franska stjórnin áformar að fela
viðurkenndum einkafyrirtækjum
að reka færanlegar hraðamynda-
vélar frá og með janúar 2017. Með
því verður losað um lögreglumenn
til annarra verka sem ella hefðu
verið fastir í umferðareftirlitinu.
Með einkavæðingu hraðamæl-
inganna væri hægt að auka eft-
irlitið og halda úti ómerktum bíl-
um búnum hraðamælitækjum og
ratsjám allan sólarhringinn. Er
þetta nýja fyrirkomulag á eftirliti
með umferðarhraða liður í til-
raunum yfirvalda til að stuðla að
fækkun banaslysa í umferðinni.
Eftir margra ára fækkun fjölgaði
dauðsföllum aftur 2014 og 2015.
Notendur veganna hafa ekki
tekið þessum tíðindum með nein-
um sérstökum fögnuði. Að sögn
blaðsins Le Parisien eru 83% al-
mennings andvíg einkavæðingu
hraðamælinganna. Þá telja 75%
Frakka að eini tilgangur ríkisins
sé að fjölga hraðasektum og þar
með auka tekjur ríkissjóðs.
Félag franskra bifreiðaeigenda,
40 Millions d’automobilistes, segir
að einkafyrirtæki sem rekin eru
áfram af gróðasjónarmiðum eigi
ekki að fá að sinna hraðarat-
sjánum.
Umferðaröryggisfulltrúi frönsku
stjórnarinnar, Emmanuel Barbe,
vísar því á bug að fyrir yfirvöldum
vaki að fjölga sektum með því að
fela einkaaðilum verkið. „Fyr-
irtækjunum verður ekki borgað í
hlutfalli við fjölda sekta,“ segir
hann í blaðinu. Áfram verði allar
upptökur myndavéla frá landinu
öllu skoðaðar og metnar í sér-
stakri miðstöð í borginni Rennes á
Bretaníuskaganum. Það verk verði
sem fyrr í höndum lögreglumanna.
Í fyrra hélt franska lögreglan
úti 319 ómerktum biðreiðum bún-
um innrauðum hraðaratsjám er
mynduðu 1,5 milljónir hraðakst-
ursbrota. Skortur á sérþjálfuðum
lögreglumönnum á bílana gerði
það hins vegar að verkum að hver
og einn bíll var að meðaltali aðeins
á ferð við umferðareftirlit í eina
klukkustund á dag.
agas@mbl.is
Er einkageiranum treystandi fyrir öðru eins?
Hraðamælingar
einkavæddar
Morgunblaðið/Júlíus
Með því að láta einkageirann sjá
um umferðareftirlit eru lögreglu-
menn lausir í önnur störf. Úr safni.
Eru einhverjar líkur á því að fólk á
miðjum aldri upplifi þá tíma, að
samgöngugeirinn verði laus við
brennslu lífræns eldsneytis? Gæti
það gerst á Íslandi innan manns-
aldurs? Tíminn einn leiðir það í
ljós, en svo gæti farið að bensín- og
dísilolía renni sitt skeið í Hollandi
árið 2025.
Þar í landi hefur hópur þing-
manna tekið höndum saman og
hafið herferð gegn bílum með
brunavélar. Vilja þeir að hætt
verði að selja bensín- og dísilbíla í
Hollandi innan áratugar, eða í síð-
asta lagi 2025.
Stefna hollenska verkamanna-
flokksins (PvdA) hefur sett það á
oddinn að skipt verði um kúrs og
einungis leyfðir mengunarfríir
bílar á vegum landsins og í bæjum
og borgum. Ályktun þess efnis hef-
ur verið samþykkt í neðri deild
þingsins í Haag.
Samkvæmt ályktuninni yrði
meira að segja bannað að selja
tvinnbíla og tengiltvinnbíla frá og
með 2025. Einungis yrðu leyfðir
hreinir rafbílar og vetnisbílar. Til
viðbótar við banni við losun gróð-
urhúsalofts frá bílum kveður álykt-
unin á um að hollenska stjórnin
stuðli að lausn á umferðarteppum
með því að fjárfesta í mjög stórum
stíl í sjálfakandi bílum.
Eins og gerist og gengur eru
ekki allir á eitt sáttir um inntak
ályktunarinnar. Þjóðfylkingin fyrir
frelsi og lýðræði segir hana ganga
of langt og vera óraunhæfa.
Flokksmaðurinn og efnahags-
málaráðherrann Henk Kamp segir
að samgöngukerfið þoli 15% hlut-
deild rafbíla í markaðinum, hærra
hlutfall gæti leitt til vandræða. Og
jafnvel stöku flokksmenn PvdA
gagnrýna ályktunina og segjast
ekki hafa áttað sig á innihaldi
hennar fyrr en þeir heyrðu um það
í fréttum fjölmiðla. Litlar líkur eru
taldar á að þingsályktunin eigi eft-
ir að vera útfærð í lagafrumvarp
og verða að lögum.
agas@mbl.is
Eru nýir bílatímar innan seilingar?
Sala á bílum með brunavél
verði bönnuð frá 2025
Rafbíllinn Nissan Leaf á hollenskum vegi. Hópur hollenskra þingmanna hefur horn í síðu hefðbundinna bíla.
NÝR VIÐBURÐAVEFUR
Allt það helsta á einum stað
- vinsælasti vefur landsins
KVIKMYNDIR
FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR
TÓNLIST
LEIKHÚS
MYNDLIST
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
AÐRIR VIÐBURÐIR