Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 1
Leikskólabörn
á Seltjarnarnesi
fá að borða fyrir
450 kr. á dag á
meðan leik-
skólabörn í
Reykjavík borða
fyrir 308 kr. Þá
borga foreldrar
á Seltjarnarnesi
785 kr. lægra fæðisgjald á mánuði
en foreldrar í Reykjavík, sé miðað
við fulla vistun. Á Seltjarnarnesi er
sameiginlegt mötuneyti fyrir leik-
og grunnskóla og allar starfs-
stöðvar bæjarins, öll innkaup eru
því á einni hendi. Í Reykjavík er
unnið að því að hagræða í hráefn-
isinnkaupum fyrir leikskóla en þar
sem þær hagræðingaraðgerðir hóf-
ust ekki fyrr en núna í apríl er ekki
komið í ljós hvort hagræðing hafi
náðst.
Algengt er að gert sé ráð fyrir
tæpum 400 kr. á dag í mat á hvert
leikskólabarn í stærri sveit-
arfélögum landsins. »6
Misjafnt hvað börn-
in borða fyrir mikið
F Ö S T U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 1 6
Stofnað 1913 99. tölublað 104. árgangur
FÓTBOLTINN ÞUNGAROKKIÐ EREKKERT KARLA-
VÍGI LENGUR 40 SÍÐNA BLAÐAUKI UM
EINSTAKT FÓTBOLTASUMAR ROKKARINN MARÍA RÓS 12
Það var vetrarveður um allt landið
norðan- og austanvert í gær, svo
vegir lokuðust og fleira. Kuldapoll-
ar í norðri taka nú á rás þegar fyr-
irstaða vestanvindabeltis er farin.
„Svona hvellur í sumarbyrjun er al-
vanalegur,“ sagði Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur.
Á Akureyri er talað um hríð-
arhret sem komi yfirleitt um líkt
leyti og aðalfundur KEA er hald-
inn. Þetta hefur verið í áratugi og
aðalfundur félagsins var haldinn í
fyrrakvöld. sbs@mbl.is » 4
Vetrarríki og
aðalfundur
hjá KEA
Morgunblaðið/Skapti
Vetrarríki Unnið af miklu kappi við snjókarlagerð á Akureyri í gær.
KR-ingar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar karla í
körfuknattleik þriðja árið í röð þegar þeir sigruðu
Hauka á sannfærandi hátt, 84:70, í fjórða úrslitaleik
liðanna í Hafnarfirði.
Um leið hefur KR loksins náð ÍR sem sigursæl-
asta körfuknattleiksfélag landsins í karlaflokki en
bæði hafa Reykjavíkurfélögin nú orðið meistarar
fimmtán sinnum. » Íþróttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fimmtándi meistaratitill KR-inga
Íslandsbikarinn í körfubolta karla fór í Vesturbæinn þriðja árið í röð
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Áætlað er að fjárfesting í ferðaþjónustu
hafi numið 62 milljörðum á síðasta ári. Það
er um fimmtungur af heildaratvinnuvega-
fjárfestingu ársins. Kemur þetta fram í út-
tekt Samtaka
ferðaþjónust-
unnar (SAF).
„Já, en nú má
kannski segja að
fjárfestingin sé
afleiðing mikillar
eftirspurnar á
undanförnum ár-
um og það eru
væntingar um að
hún haldi áfram,“
segir Helga Arn-
arsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
SAF þegar hún
er spurð hvort
aukin fjárfesting
sé bein afleiðing
fjölgunar ferðamanna. Á síðasta ári komu
tæplega 1,3 milljónir erlendra ferðamanna
til Íslands, tæplega 30% fleiri en árið áður.
Búist er við enn frekari fjölgun í ár og því
kemur það skýrsluhöfundum ekki á óvart
að fjárfesting í atvinnugreinum tengdum
ferðaþjónustu vegi þungt í atvinnulífinu.
Mest fer í hótel og veitingahús
Úttektin bendir til að mest hafi verið
fjárfest í hótel- og veitingahúsarekstri, um
27 milljarðar kr., og í flugrekstri 16 millj-
arðar. Fjárfestingar í bílaleigubílum og hjá
fjölbreyttum hópi ferðaskipuleggjenda í af-
þreyingarstarfsemi var um 19,5 milljarðar.
Búist er við um 20 milljarða króna fjárfest-
ingu í hótel- og gistirými í ár og að hún fær-
ist meira út á landsbyggðina á næstu árum.
Fjárfest
fyrir 62
milljarða
Meiri fjármunir í
ferðaþjónustuna
M20 milljarðar »18
Skoðun Fjölgun ferða-
fólks hefur áhrif.
Morgunblaðið/Ómar
Reiðhjólin eru flest komin út úr
geymslum og þá fjölgar þjófnuðum
á þeim. Það sem af er apríl hafa 22
reiðhjólaþjófnaðir verið tilkynntir
til lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu en það eru færri þjófn-
aðir en tilkynntir voru í apríl árin
2014 og 2015. Hafa verður í huga
að tölurnar fyrir 2014 og 2015 eru
fyrir allan mánuðinn en tölur fyrir
2016 ná til 25. apríl. Síðustu þrjú ár
hefur tilkynningum fækkað miðað
við árin 2010 til 2012. Flestar til-
kynningarnar bárust árið 2010,
þegar tilkynnt var um 812 reið-
hjólaþjófnaði en það sem af er ári
hafa 68 reiðhjól verið tilkynnt.
Flestum reiðhjólum er stolið ut-
andyra en einnig úr hjólageymslum
fjölbýla og eftir að brotist er inn í
bíla. »11
68 reiðhjólum stolið
það sem af er ári
Á ferð Reiðhjól er vinsæll fararskjóti.
Borgarráðsfulltrúar minnihlutans,
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknar og flugvallarvina, lýstu yfir mikl-
um áhyggjum af rekstri Reykjavík-
urborgar þegar rekstrarniðurstaða
síðasta árs var kynnt í borgarráði í gær.
Segja þeir að reksturinn hafi verið í al-
gjörum ólestri allt þetta kjörtímabil sem
og það síðasta í höndum Samfylkingar og
Besta flokksins.
13,6 milljarða króna halli varð af rekstri
A-hluta og tæplega 5 milljarða króna halli
af samstæðu borgarinnar. Fulltrúar meiri-
hlutans vöktu athygli á því að frávik frá
fjárhagsáætlun stafaði af gjaldfærslu líf-
eyrisskuldbindinga. Þá séu helstu áskor-
anir í rekstri borgarinnar að mestu leyti
vegna kjarasamninga á síðasta ári. »2
Segja rekstur borgar-
innar í algerum ólestri
Börn alveg niður í þriggja og hálfs
árs hafa komið í viðtöl í Barnahúsi
sakir þess að þau hafa sætt óviðeig-
andi kynhegðun annarra barna, svo
sem áreitni eða ofbeldi. Flest brotin
felast í káfi eða þukli. Alls koma 40 til
50 börn á ári í Barnahús vegna þessa
og yfir lengri tíma eru þau flest á
aldrinum 13-14 ára. Í flestum tilvik-
um eru stúlkur þolendur og drengir
gerendur. Stundum er upphaf mála
kynferðislegir leikir sem vinda upp á
sig og enda sem alvarleg brot, en í
tilvikum barna eru þau jafnvel gróf
og líkamlegu ofbeldi beitt. »10
Ofbeldi í kynferðis-
brotum barna