Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Stefán Magnússon, forsprakki þungarokkshátíðarinnar Eistna-flugs, er fertugur í dag. Stefán, sem stundum er kallaður Eistna-flugsbóndinn, segist halda upp á skemmtilegu tölurnar og 40 fellur í þann flokk. Verður því haldið upp á tugina fjóra með myljandi gleði þar sem bæði gaddavírs- og bárujárnsrokk af dýrari gerðinni verður hækkað í botn, og sötrað á eðalbjórum eitthvað fram eftir kvöldi. „Ég geri heimilið fok- helt og held gott partý. Ég hef gaman af því að skála við vini mína þeg- ar þeir eru í stuði ef ég á afmæli en ég hef haldið upp á þessi stóru af- mæli,“ segir Stefán. „Það verður mikið magn af góðum bjór í boði og skemmtilegt fólk ætlar að taka lagið og hafa gaman af lífinu.“ Eistnaflug, sem haldið verður dagana 6.-9. júlí í sumar, verður stærsta Eistnaflugshátíðin til þessa. Alls munu 77 hljómsveitir stíga á svið og má þar nefna Opeth, Meshuggah, Amorphis, Sólstafi, Dimmu, Mammút, Ham og Agent Fresco. Þar að auki munu Úlfur Úlfur, Páll Óskar og Kolrassa Krókríðandi, ásamt fleirum telja í. „Það er allt að smella og að verða tilbúið. Í ár er fullt af alls konar tónlist. Það er ekki bara gaddavír í boði heldur tónlist fyrir alla,“ segir Stefán og er greinilega spenntur fyrir komandi hátíð. Eistnaflug hóf göngu sína sem eins dags tónlistarveisla árið 2005, og hefur verið haldin árlega í Neskaupstað upp frá því. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár, enda stendur hún nú í fjóra daga. Nálgast má miða á tix.is. Morgunblaðið/Kristinn Á Skúla Stefán verður fertugur í dag og því blásið til veislu. Gaddavír og báru- járn í rauða botni Stefán Magnússon er fertugur í dag G uðrún Björg Aðalsteins- dóttir fæddist 29. apríl 1976 á Húsavík, ólst þar upp og bjó þar lengst af. Hún kláraði stúdents- próf af félagsfræðabraut, sálfræðilínu frá Framhaldsskólanum á Húsavík. Guðrún vann í fiski frá 15 ára aldri en lengst af vann hún á pósthúsinu í af- greiðslu og flokkun pósts. Flutti í Borgarfjörðinn „Þegar ég var 27 ára gömul og þá með mann og barn ákvað ég að fara í BS-nám í viðskiptafræði við Háskól- ann á Bifröst. Það nám kláraði ég vorið 2006 og fór þá að vinna í nem- endaskráningunni við Háskólann á Bifröst. Fljótt fékk ég þar að prófa hin ýmsu verkefni og hef sinnt Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari MB – 40 ára Mæðginin Við fermingu eldri sonarins Fannars Óla, frá vinstri: Fannar Óli, Guðrún og Jökull Smári. Í skólanum er skemmti- legt en krefjandi að vera Á Hafnarfjalli Guðrún ásamt vinkonu sinni, Geirlaugu Jóhannsdóttur. Alexandra Ósk Hermóðsdóttir og Eyja Rós Sigþórsdóttir héldu tombólu við Krónuna á Akranesi og söfnuðu 2.162 krónum fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.