Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Áætla má að fjárfesting í ferðaþjón-
ustu hafi verið rúmlega 62 milljarðar
króna í fyrra eða um fimmtungur af
heildaratvinnufjárfestingu ársins.
Þá er gert ráð fyrir því að fjárfesting
í ferðaþjónustu nemi um 20 millj-
örðum króna í hótel- og gistirými í
ár.
Þetta kemur fram í úttekt á fjár-
festingu í ferðaþjónustu frá Samtök-
um ferðaþjónustunnar.
Mest var fjárfestingin á síðasta
ári í hótel- og veitingahúsarekstri,
eða um 27 milljarðar króna, og í
flugrekstri, eða um 16 milljarða
króna. Þá voru fjárfestingar í bíla-
leigubílum og hjá fjölbreyttum hópi
ferðaskipuleggjenda í mismunandi
afþreyingarstarfsemi um 19,5 millj-
arðar króna.
Afleiðing mikillar eftirspurnar
Í fyrra komu tæplega 1,3 milljón
erlendra ferðamanna til Íslands eða
tæplega 30% fleiri en árið áður. Bú-
ist er við enn frekari fjölgun í ár og
því vegi fjárfesting í atvinnugreinum
tengdum ferðaþjónustunni þungt í
atvinnulífi landsmanna.
„Já en nú má kannski segja að
fjárfestingin sé afleiðing mikillar
eftirspurnar á undanförnum árum
og það eru væntingar um að hún
haldi áfram,“ segir Helga Arnars-
dóttir, framkvæmdastjóri SAF, að-
spurð hvort aukin fjárfesting í ferða-
þjónustu hafi verið viðbúin vegna
fjölgunar ferðamanna. „Gæði fjár-
festinga í innviðum og afþreyingu
ásamt mörgum öðrum þáttum mun
skipta sköpum upp á framhaldið.“
Fimm milljarðar til ríkissjóðs
Atvinnulífið hefur einnig aukið
fjárfestingar í fólksbifreiðum til út-
leigu í takt við fjölgun ferðamanna
hér á landi en mikil eftirspurn er
þeirra á meðal eftir bílaleigubílum.
Í fyrra námu fjárfestingar í bif-
reiðum rúmlega 10 milljörðum
króna sem er 30% aukning milli ára.
Einnig ber á mikilli fjölgun í ný-
skráningum bifreiða.
Þá segir Helga það einnig
áhyggjuefni að fjárfesting ríkisins í
vegaframkvæmdum hafi ekki verið í
takti við fjölgun ferðamanna undan-
farin ár. „Slakt vegakerfi kemur í
veg fyrir alla landsbyggðarþróun
enda eru samgönguinnviðir lífæð
ferðaþjónustu og forsenda byggða-
þróunar,“ segir Helga, en útlit er
fyrir að fjárfesting færist í meira
mæli út á landsbyggðina næstu ár.
„Þá má ekki gleyma öryggisþætt-
inum sem við erum farin að hafa
verulegar áhyggjur af. Það er því
óskiljanlegt að áætlað fjármagn sem
hluti af vergri landsframleiðslu til
uppbyggingar samgöngumannvirkja
hefur ekki verið lægra síðan árið
1953,“ bætir hún við, en gatnafram-
kvæmdir sveitarfélaga drógust sam-
an um 14% í fyrra á meðan bílaleigur
skiluðu 5 milljörðum króna í ríkis-
sjóð í gegnum eldsneytisgjald og
virðisaukaskatt.
20 milljarðar í hótel-
og gistirými í ár
„Slakt vegakerfi kemur í veg fyrir alla landsbyggðarþróun“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aukning Fjárfestingar í ferðaþjónustu í fyrra námu fimmtungi af heildar-
atvinnufjárfestingu ársins en ferðamönnum fjölgaði um 30% milli ára.
Ferðaþjónustan
» Búast má við 20 milljarða
króna fjárfestingu í hótel- og
gistirýmum í ár.
» Fjárfesting atvinnulífsins í
bifreiðum jókst í fyrra um 30%
milli ára.
» Bílaleigur skiluðu 5 millj-
örðum í tekjur til ríkissjóðs.
» 14% samdráttur varð í
gatnaframkvæmdum sveitar-
félaga í fyrra.
Hagnaður stoðtækjaframleiðandans
Össurar nam 9 milljónum Banda-
ríkjadala, eða um 1,2 milljörðum
króna á fyrsta ársfjórðungi. Hagn-
aðurinn nam 8% af sölu á tímabilinu.
Þetta er nánast sami hagnaður í döl-
um talið og á fyrsta ársfjórðungi í
fyrra, og sama hlutfall af sölu.
Alls nam sala fyrirtækisins 114
milljónum dala, eða um 14,7 millj-
örðum króna. Jókst salan um 3%
miðað við sama árshluta í fyrra,
mælt í staðbundinni mynt.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði, EBITDA, nam 19
milljónum dala eða 16% af sölu.
Rekstraráætlun Össurar fyrir ár-
ið er óbreytt en áætlun fyrir heildar
söluvöxt hefur verið endurskoðuð
vegna kaupa á Touch Bionics í Skot-
landi í apríl. Gert er ráð fyrir 7-9%
söluvexti, þar af 3-5% innri sölu-
vexti, og aðlagaðri EBITDA fram-
legð á bilinu 20-21%.
Í afkomutilkynningu til Kauphall-
ar segir Jón Sigurðsson forstjóri að
söluvöxtur í Ameríku hafi verið
mjög góður í fjórðungnum en hins
vegar óvenjulega lágur á flestum
öðrum markaðssvæðum. „Fyrsti
fjórðungur ársins er ávallt sá slak-
asti,“ segir Jón, sem væntir góðs
vaxtar það sem eftir er árs.
sn@mbl.is
Óbreyttur hagn-
aður hjá Össuri
Félagið spáir 7-9% söluvexti í ár
Morgunblaðið/Eggert
Össur Jón Sigurðsson segir fyrsta
fjórðung iðulega þann slakasta.
● Verðbólga á ársgrundvelli mælist
1,6% í apríl miðað við 1,5% í mars-
mánuði. Þetta kemur fram í nýrri
mælingu Hagstofu Íslands. Þar kemur
fram að vísitala neysluverðs hafi
hækkað um 0,21% frá fyrra mánuði.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
hækkaði nokkuð minna eða um 0,1%.
Þeir liðir sem helst höfðu áhrif til
hækkunar voru kostnaður vegna hús-
næðis, hita og rafmagns sem hækkaði
um 0,4% og þá hækkaði bensín og
olía um 2,9%.
Verðbólgan þokast
hægt upp á við í apríl
● Anna G. Sverr-
isdóttir var kjörin
ný inn í stjórn HB
Granda á fram-
haldsaðalfundi sem
haldinn var í gær.
Hún var studd af
Lífeyrissjóði versl-
unarmanna. Í kjör-
inu felldi hún Þórð
Sverrisson, sem
sæti hefur átt í
stjórn HB Granda frá árinu 2014. Átök
hafa staðið milli kjölfestufjárfesta og líf-
eyrissjóðsins um skipan stjórnarinnar
allt frá því að sjóðurinn kom inn í hlut-
hafahópinn við skráningu fyrirtækisins á
markað. Lífeyrissjóður verslunarmanna
á ríflega 12% hlut í fyrirtækinu. Ásamt
Önnu skipa nú stjórnarsætin fimm þau
Kristján Loftsson, sem áfram verður for-
maður, Rannveig Rist, varaformaður, og
meðstjórnendurnir Halldór Teitsson og
Hanna Ásgeirsdóttir.
Gengisskráning 28. apríl 2016
Kaup Sala Mið
DOLLARI 123,27 123,85 123,56
STERLINGSPUND 179,49 180,37 179,93
KANADADOLLARI 98,12 98,7 98,41
DÖNSK KRÓNA 18,788 18,898 18,843
NORSK KRÓNA 15,187 15,277 15,232
SÆNSK KRÓNA 15,274 15,364 15,319
SVISSN. FRANKI 127,42 128,14 127,78
JAPANSKT JEN 1,1384 1,145 1,1417
SDR 174,14 175,18 174,66
EVRA 139,86 140,64 140,25
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 174,5303
Heimild: Seðlabanki Íslands
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Icelandair Group
tapaði 17 millj-
ónum dala á
fyrsta ársfjórð-
ungi, sem jafn-
gildi um 2,1 millj-
örðum króna,
sem er 17%
meira tap en á
sama fjórðungi í
fyrra. EBITDA
var þó jákvæð
um 1,1 milljón dala sem er viðsnún-
ingur frá sama árshluta í fyrra,
þegar hún var neikvæð um 2,3
milljónir dala.
Í ljósi kostnaðarhækkana hefur
félagið lækkað EBITDA spá fyrir
árið um 5-10 milljónir dala í 235-
245 milljónir dala.
„Fyrsti fjórðungur ársins er jafn-
an þungur í rekstri þar sem mikið
af kostnaði er gjaldfærður á fjórð-
ungnum sem tengist auknu um-
fangi á háönn,“ segir Björgólfur
Jóhannsson forstjóri í afkomu-
tilkynningu til Kauphallar. „Er það
því ánægjulegt að sjá að EBITDA
fyrsta ársfjórðungs er jákvæð í
fyrsta sinn síðan árið 2010.“
Kostnaður
eykst hjá
Icelandair
Björgólfur
Jóhannsson
Knúðu fram breytingu
á stjórn HB Granda
Anna G.
Sverrisdóttir
● Hagnaður Wow
air á fyrsta árs-
fjórðungi nam 400
milljónum króna
samanborið við
280 milljóna tap
yfir sama tímabil í
fyrra. Tekjur á
fjórðungnum námu
um 4 milljörðum
og jukust þær um
141% frá fyrra ári.
Rekstrarhagnaður án afskrifta nam 680
milljónum og jókst um milljarð milli ára.
Á fyrsta ársfjórðungi hefur félagið
flogið með 193 þúsund farþega sem er
aukning um 119% milli ára. Sætanýting
nam 88% og fjölgaði framboðnum
sætiskílómetrum um 164% og er það
mesta aukning frá stofnun félagsins.
700 milljóna viðsnún-
ingur hjá Wow air
Skúli
Mogensen
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla