Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is María Rós Arnfinnsdóttirer nýkomin að vestanþar sem hún var á refa-skytteríi með pabba sín- um samkvæmt nýjustu færslu henn- ar á Facebook, þegar við spjölluðum saman í vikunni. Neðar á síðunni eru nokkrar myndir af henni með þunga- rokkssveitunum Vertigo og Raf- magnað sem hún spilaði með á Músíktilraunum 2016, annars vegar á gítar og hins vegar bassa með þeirri síðarnefndu. Kollegi minn, mikill tónlistar- spekúlant, sperrti upp eyrun og fannst mikið til um spilamennsku Maríu Rósar. Stelpur á bassa eru ekki algeng sjón og stelpur í þunga- rokki ekki heldur, hvað þá svona ung- ar eins og María Rós, sem verður nítján ára á árinu. Veggmyndin á Facebook Maríu Rósar líkist söguhetjunni í bíómynd- inni Málmhaus frá 2013, Heru Karls- dóttur, sem fann sáluhjálp í þunga- rokki og dreymdi um að verða rokkstjarna. En María Rós segir að myndin sé af sér og líka prófílmyndin þar sem hún er í veiðigallanum og heldur á bráð sinni, tófu skotinni með 20BR. Breytti um stíl í 8. bekk „Mér er stundum líkt við stelp- una í Málmhaus í útliti og fasi. Þvílíkt góð bíómynd og trúverðug,“ segir María Rós, sem aðeins þrettán ára breytti um ásýnd, lét lita hárið á sér skærrautt, fór að farða sig á óhefð- bundinn hátt og klæddist helst ekki öðru en svörtu. María Rós skartar enn skær- rauðu hári, klæðist yfirleitt svörtum leðurjakka og öðru svörtu og augn- förðunin er andstæðan við bjart og sumarlegt eins og tískan boðar jafn- an á þessum árstíma. Aukinheldur er hún með lokk í nefinu. Ímyndin er meira en rokkaraleg. Hún er þunga- rokkaraleg. Eins og vera ber. María Rós er þungarokkari og spilar með þungarokkshljómsveit. En hún er líka að læra rafvirkjun, búin með þrjú ár í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Stöldrum fyrst við þungarokkið. „Ég hef haft áhuga á þungarokki frá því ég var krakki. Svo fékk ég raf- magnsgítar, sem var efstur á óska- listanum, í fermingargjöf frá for- eldrum mínum.“ Lærði á gítar af YouTube Fórstu þá í tónlistarskóla? „Nei, það er svo helvíti dýrt. Ég skoðaði bara YouTube og lærði þann- ig að spila á gítarinn. Áhugi minn á þungarokki jókst enn frekar þegar ég fór að horfa á myndbönd með Joan Jett, sem var mikil rokkstjarna í gamla daga. Krakkar á mínum aldri þekkja hana kannski ekki, en hún er enn að og varð strax mitt mesta ædol og er enn. Algjör stjarna í mínum huga. Svo held ég líka mikið upp á Ozzy Osbourne og Zakk Wylde og gæti nefnt ýmsa fleiri.“ Varstu í bílskúrsböndum á þess- um árum? „Fyrst stofnuðum við nokkrar vinkonur stelpuband og æfðum í bíl- skúrum hingað og þangað. Fyrir tveimur árum fékk ég svo minn eigin bílskúr og æfði þar fyrst með Lotn- ingu, sem eftir mannabreytingar breyttist í Vertigo sem ég er núna í. Við æfum venjulega þrisvar í viku í tvo tíma eða svo.“ Þinn eigin bílskúr . . . ? „Pabbi bauð okkur bílskúrinn sem við eru í núna.“ Að sögn Maríu Rósar hefur Þungarokkari, refa- skytta og rafvirkjanemi Stelpur á bassa eru ekki algeng sjón og stelpur í þungarokki ekki heldur, hvað þá svona ungar eins og María Rós Arnfinnsdóttir, sem verður nítján ára á árinu. Hún spilaði með tveimur þungarokkshljómsveitum á Músíktilraunum 2016, annars vegar á gítar með Vertigo og hins vegar bassa með Rafmagnað. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Síðasta föstudag hvers mánaðar bjóða Íslenski flautukórinn og Lista- safn Íslands upp á fjölbreytta tónlist í hádeginu til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilning- arvitin. Yfirskrift tónleikanna í Lista- safninu kl. 12-12.45 í dag er Andrými í litum og tónum „Hvítasunnudagur“. Efnisskráin er á þessa leið: Pablo De Sarasate – Romanza Andaluza, Dusan Bogdanovic – Prelude, Maxi- mo Diego Pujol – Suite Buenos Aires, Pompeya, Palermo, San Telmo og Microcentro. Karen Erla Karólínu- dóttir leikur á flautu og Svanur Vil- bergsson á gítar. Aðgangur er ókeyp- is og að tónleikunum loknum býður kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð. Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands Andrými í litum og tónum Flytjendur Karen Erla Karólínu- dóttir og Svanur Vilbergsson. Tveir kórar eldri borgara, Kór Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn kátir karlar, efna til söngskemmtunar með yfirskriftinni Söngurinn yngir og kætir kl. 17 í dag, föstudag 29. apríl, í Grensás- kirkju. Stjórnandi er Gylfi Gunnars- son og Hrönn Þráinsdóttir meðleik- ari á píanó. Meðalaldur kórfélaga er 77 ár og hafa margir sungið með kórum í áratugi. Efalítið þó fáir eins lengi og Sveinn Pálsson, elsti félaginn í Karlakórnum kátum körlum, sem er 92ja ára og á að baki 72ja ára kórastarf. Um tvítugt hóf hann kórsöng í Hvalsneskirkju og hefur síðan sungið með fjölda kóra, m.a. í mörg ár með Karlakórnum Fóst- bræðrum. Auk þess að syngja með Karlakórn- um kátum körl- um syngur hann með Söng- fuglum, Eldri fóstbræðrum og Hrafnistukórn- um, en hann er nýhættur að syngja með Gaflarakórnum. Stefán syngur enn hreinni og tærri röddu og gera kórfélagar hans því skóna að söngurinn sé að- alástæða þess hversu ern hann er og við góða heilsu. Sjálfur segir hann daglegar söngæfingar, bæði sönginn og félagsskapinn, gefa sér mikið. Söngskemmtun tveggja eldri borgara kóra í Grensáskirkju Kórar Kór Félags eldri borgara og Karlakórinn kátir karlar með söngskemmtun. Sveinn Pálsson Söngurinn yngir og kætir Morgunblaðið/Styrmir Kári Músiktilraunir 2016 María Rós spilaði á bassa með Rafmagnað. Ég stend á tímum breyt-inga í lífi mínu en bráð-um mun ég fullorðnastog hætta að búa í 40 fermetra stúdentaíbúð og fer í helmingi stærra slot. Þegar ég flutti inn á Stúdentagarðana fyrir þremur og hálfu ári sagðist ég sko ekki ætla að láta bjóða mér þetta lengi enda er ég pabbastelpa úr Laugardalnum. En tíminn líður og fólk þroskast og þarna er ég enn, í litlu Sovétríkjunum, sem rekin eru af Félagsstofnun stúdenta. Í fúl- ustu alvöru þá mæli ég með því að allt ungt fólk sem getur byrji að búa á Stúdentagörðunum því þetta kennir manni svo fjandi margt. Til dæmis hvernig maður deilir þvottahúsi með hundrað full- orðnum og svona þrjú hundruð börnum, hvernig er best að bregð- ast við þegar að rotta gengur laus í fjölbýli og svo auðvitað að maður heldur ekki partí á prófatíma. Það besta við þetta er samt hvað maður verður slæmu, eða öllu heldur litlu, vanur. Hver einasti fersentímetri í íbúðinni minni er með hlutverk og sinna þeir því vel. Ég veit að ég mun fá nett víðáttu- brjálæði í nýju íbúðinni enda þekki ég ekkert ann- að, nema auðvitað þegar ég lifði eins og greifi í Laugardalnum. Strákurinn minn þarf nú ekki að fara á stærra svæði en í biðstofu heilsugæslu til að fá víðáttubrjálæði, förum ekki einu sinni fara út í það hvernig hann hagar sér í IKEA. Á stúd- entagörðunum lærir maður líka að meta kraftaverk öðruvísi. Fyrir mér er það til dæmis tilefni til þess að þakka Jesú sjálfum Kristi þegar þurrkari er laus þegar ég þarf hann. Í nýju íbúðinni verður þurrkari sem ég á og stendur mér alltaf til boða, nema náttúrulega þegar minn þvottasjúki sambýlismaður er heima. Reyndar gæti hann spar- að sér þurrkaraferðirnar, honum finnst nefnilega svo róandi að hengja upp! En nú er kominn tími til að kveðja þrönga náms- mannalífið og segja halló við lífi sem kjallararotta í Vesturbænum. Ég býð víð- áttubrjálæðið hjartanlega velkomið. »Fyrir mér er það tildæmis tilefni til þess að þakka Jesú sjálfum Kristi þegar þurrkari er laus þegar ég þarf hann. HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Hámarkaðu árangur þinn Á milli þín og keppinauta þinna, þarf að jafna metin. Að brjóta tímamúra. Kepptu við þá bestu með Edge 520, GPS reiðhjólatölva sem gefur þér færi á að keppa við Strava tímakafla í rauntíma og þú sérð um leið árangurinn á skjánum. Æfingin skapar meistarann Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.