Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 20

Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 20
Aleppo verði sameinuð Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórnarher Sýrlands hefur að und- anförnu unnið að undirbúningi um- fangsmikillar aðgerðar sem hefur að marki að ná aftur yfirhöndinni í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Síðan 2012 hefur borginni verið skipt milli uppreisnarhópa og stjórnarhersins, en fyrr í þessum mánuði tilkynnti Wa- el al-Halqi, forsætisráðherra Sýr- lands, undirbúning stórsóknarinnar og að flugher Rússlands myndi veita mikilvæga hernaðaraðstoð úr lofti. Ástandið í Aleppo er sagt skelfi- legt. Hafa nærri 200 almennir borg- arar látið þar lífið undanfarna viku, en uppreisnarhópar hafa haldið úti linnulausum sprengju- og skotárás- um á þau hverfi sem lúta stjórn her- sveita landsins. Má því ljóst vera að vopnahléð sem samið var um í landinu í febrúar sl. er í molum. Árásin hefst fljótlega „Nú er tími til að hefja orrustuna um Aleppo,“ segir í ritstjórnargrein sýrlenska dagblaðsins al-Watan sem hliðhollt er ríkisstjórn landsins, en í sömu grein segir einnig að fyrirhuguð sókn muni hefjast innan skamms og taka stuttan tíma. Heimildarmaður innan ríkisstjórnar Sýrlands segir í samtali við AFP að sókn hersins muni hefjast á næstu dögum. „Herinn er nú að undirbúa gríðarmikla aðgerð á næstu dögum sem mun hrekja uppreisnarsveitir út úr borginni með því að umkringja hana og mynda öryggissvæði,“ segir hann. Minnst 49 almennir borgarar létu lífið vegna hernaðarátaka í Aleppo í gær. Eru 18 þeirra sagðir hafa fallið þegar uppreisnarhópar gerðu eld- flauga- og stórskotaliðsárásir á hverfi stjórnarhersins. En 31 almennur borgari lést, samkvæmt mannrétt- indasamtökum í landinu, þegar orr- ustuþotur Sýrlandshers gerðu árásir á skotmörk tengd uppreisnarhópum. Meðal þeirra sem létust í gær eru minnst fimm ung börn. „Þú heyrir hvar sem þú ert í sprengjuvörpum, sprengingum eða orrustuþotum,“ hefur AFP eftir starfs- manni Rauða krossins á svæðinu.  Orrustan um stærstu borg Sýrlands hefst að líkindum á næstu dögum Aleppo Flest hverfi eru rústir einar. 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, vandar öldungadeildarþingmann- inum Ted Cruz frá Texas, sem sæk- ist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í komandi for- setakosningum, ekki kveðjurnar. En þegar Boehner var spurður út í álit sitt á Cruz var svarið einfalt; hann er „Lúsífer holdi klæddur“. Ummælin lét Boehner falla þegar hann ræddi við nemendur og starfs- fólk Stanford-háskóla í Kaliforníu. „Ég á vini sem eru demókratar og vini sem eru repúblikanar. Mér sem- ur vel við næstum hvern sem er, en með ömurlegri tíkarsyni hef ég aldr- ei unnið á minni lífsleið,“ bætti Boehner við lýsingu sína á Cruz. Sagðist hann ekki ætla að kjósa Cruz, hlyti hann útnefningu flokks- ins. Fremur myndi hann kjósa auð- kýfinginn Donald Trump. Ted Cruz er „Lús- ífer holdi klæddur“ AFP Kosningaslagur Ted Cruz öldungadeildarþingmaður er kominn með 560 kjörmenn en til að hljóta útnefningu flokks síns þarf hann 1.237 kjörmenn. „Ég vil óska ykkur til hamingju. Við getum verið stolt. Þetta er verulegt og um leið mikilvægt framlag til frekari þróunar í rússneskum geim- vísindum,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti, en hann fylgdist með þegar rússneskir vísindamenn skutu á loft ómannaðri geimflaug af gerðinni Soyuz 2.1a. Flauginni var skotið á loft af skot- pallinum Vostochny í Amúr í austur- hluta Rússlands. Samkvæmt upplýs- ingum frá rússnesku geimstofnun- inni Roscosmos eru þrjú gervitungl um borð í geimflauginni. Fréttamiðlar í Rússlandi hafa sýnt myndskeið af geimskotinu en fréttaveitum á borð við AFP var hins vegar ekki leyft að hafa fulltrúa sinn á svæðinu. Um 24 klukkustundum áður en flauginni var skotið á loft var geim- skotinu frestað skyndilega vegna tæknivandamála. „Í kjölfar athug- unar á tæknibúnaði var skotinu frestað, en það gerist. Það er alveg eðlilegur hlutur,“ sagði Pútín og benti á að þrátt fyrir allar þær óvæntu uppákomur sem átt hefðu sér stað í geimferðum Rússa að undanförnu væru þeir leiðandi þeg- ar kæmi að fjölda geimskota. khj@mbl.is AFP Vísindi Soyuz-flaugin tekur á loft. Rússnesk geimflaug tók á loft Til átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmæl- enda í Frakklandi í gær þegar tugir þúsunda mótmæltu umdeildum breytingum á vinnulög- gjöf þar í landi. Efnt var til verkfallsaðgerða víða um Frakkland, sem meðal annars leiddu til þess að loka þurfti Eiffel-turninum, tafir urðu á lestarsamgöngum og skólastarf um 200 skóla raskaðist verulega. Mótmælendur kveiktu í bíl- um og grýttu lögreglu sem svaraði með táragasi. Breytingar á vinnulöggjöf leiddu til óeirða AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.