Morgunblaðið - 29.04.2016, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Norður-Kóreumenn skutu í fyrrinótt
tveimur meðaldrægum skotflaugum
á loft í tilraunaskyni. Varnar-
málaráðuneyti nágranna þeirra í
suðri segir tilraunirnar hins vegar
hafa misheppnast með öllu og munu
flaugarnar hafa fallið aftur til jarðar
skömmu eftir flugtak.
Talið er að eldflaugarnar séu af
gerðinni Musudan, sem dregur um
það bil 3.000 kílómetra og hugsanlega
allt að 4.000 km ef sprengihleðslan er
létt. Ráðamenn í Pjongjang gætu því
skotið henni á Suður-Kóreu, Japan
og hugsanlega á bandarískar her-
stöðvar á eyjunni Guam í Kyrrahafi.
Norður-Kóreumönnum hefur hins
vegar aldrei tekist að skjóta Musud-
an-eldflaug á loft með góðum árangri.
Stutt liðið frá fyrra klúðri
Tvær vikur eru liðnar frá því að
Norður-Kórea skaut á loft eldflaug af
sömu gerð. Var það 15. apríl síðast-
liðinn, á afmæli Kim Il-sung, fyrsta
einræðisherra landsins. Talsmaður
Pentagon, varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna, segir þá afmælisgjöf
hafa „misheppnast hörmulega“, en
skömmu eftir flugtak sprakk skot-
flaugin í loft upp í stað þess að fara á
haf út.
Um vika er liðin frá því að KCNA,
ríkisfréttastofa Norður-Kóreu,
greindi frá því að sjóher landsins
hefði skotið eldflaug á loft frá kafbáti.
Bandaríkin segja tilraunirnar ögrun
og hefur öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna fordæmt þær.
Tilraunaskot Norður-Kóreu
misheppnuðust með öllu
AFP
Ógn Leiðtoginn Kim Jong-un ekur framhjá stórskotaliðssveitum landsins.
Karlmaður hefur
verið handtekinn
í borginni Kar-
achi í Pakistan
fyrir heiðurs-
morð, en hann er
sagður hafa skor-
ið systur sína á
háls og látið
henni blæða út.
Hinn handtekni heitir Hayat Khan
og er hann, samkvæmt fréttaveitu
AFP, um tvítugt. Er hann sagður
hafa notað eldhúshníf til þess að
myrða systur sína, en ástæðan er sú
að stúlkan var að tala við karlmann í
síma. Hún var sextán ára gömul.
Gulzar Ahmed lögreglumaður
segir fjölmörg stungusár vera á
hálsi, bringu og baki hinnar látnu.
Mörg hundruð konur eru myrtar
af ættingjum sínum ár hvert í land-
inu til þess að „verja heiður fjöl-
skyldunnar“. khj@mbl.is
PAKISTAN
Myrti systur sína
vegna símtals
Breski leikarinn
Orlando Bloom
kom öllum að
óvörum er hann
sótti austurhluta
Úkraínu heim, en
hann er staddur
þar í landi á veg-
um Barnahjálpar
Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF) sem sérstakur vel-
gjörðarsendiherra.
Bloom er einna þekktastur fyrir
leik sinn í kvikmyndum á borð við
Hobbita Peters Jackson og Lord of
the Rings-þríleikinn þar sem hann
fór í hlutverk hins bogfima og hár-
prúða álfs Legolas.
„Hann er til í alvörunni. Þetta er
Legolas,“ kölluðu krakkar í Úkra-
ínu er þeir sáu Bloom heimsækja
skóla sinn, sem finna má á svæði
sem rússneskir aðskilnaðarsinnar
réðu eitt sinn yfir. khj@mbl.is
BARNAHJÁLP SÞ
Orlando Bloom hitti
börn í Úkraínu
Flugmenn far-
þegaþotu þurftu
óvænt að lenda
vél sinni á flug-
velli í Frakklandi
eftir að tveir far-
þegar, sem báðir
eru breskir ríkis-
borgarar, byrj-
uðu að slást um
borð. Fréttaveita AFP segir menn-
ina hafa verið mjög ölvaða.
Flugvélin er af gerðinni Boeing
737 og var hún að fljúga á milli
Liverpool og Alicante. Lög-
reglumenn handtóku mennina við
komuna til Frakklands. „Þeir verða
í haldi þar til þeir eru orðnir edrú,“
hefur AFP eftir talsmanni lögreglu.
khj@mbl.is
FRAKKLAND
Fullir Bretar slógust
um borð í flugvél
Tilbúin kakósúpa fráMjólku
- einfalt, gott og fljótlegt.
Mjólka kynnir nýja og fljótlega leið til að fá sér kakósúpu.
Kakósúpan fráMjólku er tilbúin köld beint úr brúsanum
eneinnig er hægt aðhita hana í potti eða setja í skál
oghita í örbylgjuofni.
V
E
R
T
NÝTT!
til
búi
n ímatinn
tilbúin í ma
t
GJÖRIÐ SVOVEL!
in
n