Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hvers vegnaskyldi Al-þingi njóta
minni virðingar en
æskilegt væri?
Ætli ástæðurnar
gætu meðal annars
legið í umræðum eins og þar
eiga sér stað í upphafi hvers
þingfundar, þar með talið í
gær. Undir liðnum um fundar-
stjórn, þar sem merkilegt
nokk er ætlast til að rætt sé
um fundarstjórn, raða
stjórnarandstöðuþingmenn
sér á mælendaskrána og ausa
úr skálum reiði sinnar, ekki
alltaf mjög sannfærandi, og
lýsa meintri hneykslun sinni á
ríkisstjórninni og ráðherrum
hennar.
Þessi misnotkun á ræðustól
þingsins hefur færst í vöxt og
sömuleiðis yfirgengilegur mál-
flutningurinn þar sem hver
reynir að trompa annan í um-
vöndunum. Ólína Þorvarðar-
dóttir vill ekki láta sitt eftir
liggja í þessari leiðu keppni og
spurði til dæmis í gær eftirfar-
andi spurninga, sem hún svar-
aði svo sjálf: „Hvar á byggðu
bóli í veröldinni gæti fjár-
málaráðherra, æðsti yfirmaður
skattheimtu og skattamálefna
í landinu, setið á ráðherrastóli
eftir aðra eins afhjúpun og þá
sem hefur nú verið gerð um
þátttöku hans og aðild að
aflandsfélögum í skatta-
skjólum? Það mundi hvergi í
hinum siðmenntaða heimi, tel
ég, líðast nema þá hugsanlega
hér.“
Af skiljanlegum ástæðum
fór hún ekki út í hver þessi
önnur eins afhjúpun var, né
heldur rifjaði hún upp hvernig
Bretar tóku á því
þegar forsætisráð-
herrann tengdist
aflandsfélagi. Það
mál var afgreitt
með ræðu for-
sætisráðherrans í
þinginu, stuttum umræðum, og
svo var því lokið. Almenningur
hafði verið upplýstur og þingið
hafði tekið málið fyrir. En
þinginu var ekki haldið í gísl-
ingu um lengri tíma eins og
stjórnarandstaðan tíðkar hér.
Þetta kann að vera vegna þess
að Bretland sé ekki hluti af
„hinum siðmenntaða heimi“,
en svo gæti líka verið að
stjórnarandstaðan íslenska sé
ekki í mjög nákvæmum takti
við hinn siðmenntaða heim.
Annað hvort er það og vís-
bendingar um hvort er gæti
verið að leita á lögheimili Sam-
fylkingarinnar. Fyrir nokkru
var upplýst að Samfylkingin
væri ekki aðeins skráð með bú-
setu í húsnæði gamals sjóðs
sósíalista, sem byggður var
upp með vafasömu huldu-
fjármagni, heldur væri hús-
næðið einnig og að stærstum
hluta í eigu tveggja huldu-
félaga sem engar upplýsingar
eru gefnar um. Fullyrt er að á
bak við huldufélögin séu ekki
aflandsfélög en engin gögn eru
birt því til stuðnings af flokki
gagnsæisins. Og ef um inn-
landsfélög er að ræða, hvers
vegna er þeim þá haldið sem
huldufélögum?
Er ekki tímabært að Sam-
fylkingin hætti að kasta stein-
um úr glerhúsi Fjalars-, Fjöln-
is- og Sigfúsarsjóðs og leyfi
þingstörfum að fara fram eins
og lög gera ráð fyrir?
Nú hljóta allar rúður
að vera brotnar í
húsakynnum
huldufélaganna}
Grjótkast úr glerhúsi
Þrjátíu ár eruliðin um þess-
ar mundir frá
kjarnorkuslysinu í
Tsjernóbyl. Hönn-
unargalli í kjarn-
orkuverinu leiddi
til sprengingar, sem aftur ýtti
undir langvarandi eldsvoða. Í
kjölfarið dreifðist mikið magn
af geislavirku efni víða um
Evrópu, eða sem nam um 400
sinnum því magni sem leystist
úr læðingi við kjarnorku-
sprengjuna í Hírósjíma. Talið
er að um fimmtíu manns hafi
látist við sprenginguna og í eft-
irmálum hennar en engin leið
er að meta þann fjölda sem lést
næstu árin vegna geislavirkni.
Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti
leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í
tilefni þessara tímamóta að líf
sitt hefði aldrei orðið samt eftir
slysið. Hann hefur áður haldið
því fram að kjarnorkuslysið
hafi í raun verið síðasti naglinn
í líkkistu Sovét-
ríkjanna, en yf-
irvöld reyndu allt
hvað þau gátu til að
byrja með til þess
að hylja hvað hafði
gerst. Á endanum
hófst þó víðfeðmt björgunar-
starf, þar sem um 200.000
manns reyndu að draga úr
skaðanum.
En mannlegur máttur gat
ekki megnað að halda aftur af
hamförunum nema að tak-
mörkuðu leyti og hefur áhrifa
Tsjernóbyl gætt víða og lengi,
ekki síst í nágrenni slyssins,
þar sem krabbamein og fæð-
ingargallar eru tíðari en ella.
Tíminn græðir á endanum
þau sár sem Tsjernóbyl-slysið
olli. Engu að síður verður nafn-
ið Tsjernóbyl um ókomna tíð
áminning um það hversu illa
getur farið þegar máttur at-
ómsins er ekki meðhöndlaður
með tilhlýðilegri virðingu.
Stöðug áminning
um að ógnarkraftinn
þarf að meðhöndla
af mikilli varúð}
Tsjernóbyl
E
f Hillary Clinton væri karlmaður,
er ég viss um að hún fengi ekki
5% atkvæða. Það eina sem hún
hefur til að bera er kvennaspilið.
Og það besta við þetta allt saman
er að konum líkar ekki við hana.“
Svo mælti Donald Trump fyrr í vikunni og
bætti síðan við að Clinton hefði ekki „þann
styrk eða það þol sem forseti Bandaríkjanna
þyrfti að hafa til að bera“. Með því að tala um
kvennaspil átti hann við að Clinton fái afslátt af
málflutningi sínum á grundvelli kyns síns og að
fylgi hennar megi að mestu leyti skýra með því
að hún sé kona.
„Herra Trump sakaði mig um að spila út
kvennaspilinu,“ svaraði Clinton. „Jæja, ef það
felst í að berjast fyrir heilsuvernd kvenna, fæð-
ingarorlofsgreiðslum og jöfnum launum
kynjanna - þá skal ég glöð gera það.“
Ef til er kvennaspil þá hlýtur líka að vera til karlaspil.
Var Trump kannski að spila því út með því að slá fram eld-
gömlum og útjöskuðum klisjum um að konur séu konum
verstar? Í þeim forkosningum sem hingað til hafa verið
haldnar vestanhafs hefur Clinton fengið rúmlega 12 millj-
ónir atkvæða, en Trump tíu milljónir. Þessi atkvæði henn-
ar sem samsvara 36-földum íbúafjölda Íslands eru sumsé,
sé eitthvað að marka Trump, meira eða minna tilkomin
vegna þess að hún er með píku.
Samkvæmt þessu geta konur átt von á að vera kosnar
unnvörpum í hin og þessi embætti vegna þess eins að þær
séu konur. Það sé nóg að draga kvennaspilið
settlega upp úr handtöskunni og kosningin er í
höfn.
Konur eru 19,3% þingmanna í heimalandi
Trumps, Bandaríkjunum og þegar öll þing
heims eru skoðuð eru konur 22,6% þingmanna.
Vita þessar konur ekkert af kvennaspilinu?
Eða spiluðu þær því kannski út til þess eins að
fá það trompað með karlaspilinu?
Ef svona spil er til, þá hlýtur það að eiga við
í fleiri aðstæðum en í stjórnmálum. Kannski er
þetta líka nokkurs konar afsláttarkort, því eins
og kunnugt er fá konur afslátt af laununum
sínum. Það er reyndar oftast kallað kynbund-
inn launamunur og samkvæmt nýjustu könn-
un VR er hann á bilinu 9,9 - 14,2%. Ef ég fer í
banka með kvennaspilið og tek út þúsundkall,
þá fæ ég samt ekki nema 858 - 901 krónur út-
borgaðar þrátt fyrir að 1.000 krónur fari út af reikn-
ingnum mínum. Sniðugt - er það ekki?
Kvennaspilið hlýtur þá líka að gefa afslátt af því að sitja
í stjórnunarstöðum en hlutfall kvenna af stjórnarmönnum
í stærstu fyrirtækjum landsins er 37,2%.
En hvar væri Trump annars á vegi staddur ef hann
væri með kvennaspilið? Væri hann kominn svona langt í
kapphlaupinu að Hvíta húsinu?
Það er ómögulegt að segja, en eitt er víst; hann væri
ekki jafn ríkur. Því bandarískar konur þéna nefnilega 79
sent fyrir hvern dollara sem þarlendir karlar fá.
annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Tjéllingaspilið lagt á borðið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Íslensk ferðaþjónustufyrirtækitaka höndum saman um aðhvetja ferðamenn til aðferðast með ábyrgari hætti og
eru allir hvattir til þess að taka þátt,
samkvæmt Ingu Hlín Pálsdóttur,
forstöðumanni ferðaþjónustu og
skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Starfsfólk Íslandsstofu fundar
með ferðaþjónustuaðilum víða um
land í samstarfi við markaðsstofur
landshlutanna til að þess að hvetja til
samstarfs um ábyrga ferðahegðun.
Myndskeið Iceland Academy-
herferðarinnar hafa fengið yfir þrjár
milljónir spilana og um 7.000 manns
hafa útskrifast úr Iceland Academy.
Inga Hlín sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að myndskeiðin
fjögur sem Íslandsstofa hefði látið
gera, hefðu vakið mikla athygli.
„Það er skemmtilegt hversu
fólk bregst vel við þessu átaki okkar.
Það eru um sjö þúsund manns búnir
að fara alveg í gegnum prógrammið
og hátt í þrjár milljónir hafa skoðað
myndskeiðið, þannig að það gengur
afskaplega vel,“ sagði Inga Hlín.
Hún segir að nú leggi Íslands-
stofa og samstarfsaðilar á borð við
Landsbjörg og Landvernd áherslu á
að nýta herferðina gagnvart þeim
ferðamönnum sem þegar eru komnir
til landsins.
Margt sem þarf að vita
„Það er svo margt sem ferða-
maðurinn sem kominn er til landsins
verður að vita, eins og það að hann á
ekki að hoppa á mosanum, hann á að
vita að hann getur ekki tjaldað hvar
sem er. Hann þarf einfaldlega að
vera vel undirbúinn,“ sagði Inga
Hlín.
Hún segir að þeir sem þjónusti
ferðamenn, fræði og upplýsi verði
ávallt að gæta þess að reyna að hafa
kynninguna skemmtilega en passa
sig um leið á því að kaffæra ekki fólk
með of mikilli upplýsingagjöf.
Íslandsstofa er um þessar
mundir á ferð um landið í samstarfi
við markaðsstofur landshlutanna til
að kynna samstillt átak sem íslensk
ferðaþjónustufyrirtæki geta tekið
þátt í til þess að hvetja ferðamenn til
ábyrgrar ferðahegðunar í tengslum
við Iceland Academy-herferð Inspi-
red by Iceland. Tilgangur átaksins
er að efla þátttöku og samstarf innan
greinarinnar og hafa jákvæð áhrif á
hegðun og upplifun þeirra ferða-
manna sem eru á landinu.
M.a. gefst tilvonandi ferða-
mönnum kostur á að horfa á mynd-
skeið á netinu og þreyta þar próf til
að kanna þekkingu sína á efninu.
Þeim sem ljúka öllum námskeið-
unum með prófi gefst svo kostur á að
vinna útskriftarferð til Íslands.
Mikill áhugi
Erlendir stórmiðlar sýna fram-
takinu mikinn áhuga, samkvæmt
frétt frá Íslandsstofu.
Fyrstu viðbrögð hafi verið von-
um framar en sem fyrr segir hafa
myndskeið herferðarinnar verið
spiluð yfir 3 milljón sinnum á You-
tube og Facebook á aðeins rúmum
mánuði og 7.000 manns útskrifast
úr Iceland Academy. Áhuginn hef-
ur ekki eingöngu sýnt sig í fjöl-
miðlum því rannsóknir á vegum
Google hafa einnig sýnt að
áhugi gagnvart Íslandi í leitar-
fyrirspurnum hefur aukist að
meðaltali um 340% meðal þeirra
sem hafa orðið varir við kynn-
ingarefni herferðarinnar.
Hægt er að skrá
sig í Iceland Aca-
demy með því að
heimsækja
www.inspired-
byiceland.com.
Vilja að ferðamenn
ferðist á ábyrgan hátt
Morgunblaðið/Einar Falur
Ferðamenn Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa að átaki sem hvetur
ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum og öruggum hætti.
Nýr áfangi markaðsverkefnisins
„Ísland – allt árið“ hófst 25.
febrúar sl. með tilkomu Iceland
Academy, sem kynnt er undir
merkjum Inspired by Iceland.
Markaðsherferðinni er ætlað að
auka vitund og áhuga á Íslandi
sem áfangastað ásamt því að
leggja áherslu á ábyrga ferða-
hegðun erlendra gesta, auka ör-
yggi þeirra og ánægju og stuðla
að því að þeir fái sem mest út úr
Íslandsferðinni. Herferðin
kynnir fyrir ferðamönn-
um ýmislegt for-
vitnilegt í íslenskri
menningu, siðum
og náttúru með ör-
námskeiðum á
myndskeiðaformi
sem aðgengileg eru
á vef- og samfélags-
miðlum. Um 430
umfjallanir hafa
birst í alþjóð-
legum fjöl-
miðlum.
Auka vitund
og áhuga
MARKAÐSHERFERÐ
Inga Hlín
Pálsdóttir