Morgunblaðið - 29.04.2016, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Tíu borð í Gullsmáranum
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára mánudaginn 25. apríl.
Úrslit í N/S:
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 219
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 204
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 191
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson
179
A/V
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnason
210
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 195
Hermann Guðmss. - Magnús Marteinss.
191
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 182
Enn einu sinni hrós-
ar borgarstjórinn sigri
þegar hann skammtar
sér og skoðanabræðr-
um sínum fullt og
ótakmarkað dóm-
aravald að eigin geð-
þótta til að ákveða lok-
un neyðar-
brautarinnar í
andstöðu við 73%
Reykvíkinga sem
biðjast undan því að
tala á sömu nótum og Dagur B.
Fyrirlitningu sinni á sjúkrafluginu og
flugmönnum Mýflugs leynir hann
ekki í viðtölum við fréttamenn fyrir
að lenda með fárveikan mann á
neyðarbrautinni vegna hliðarvinds á
A-V- og N-S-brautunum. Þótt síðar
verði gætu fjölmiðlar dregið fram
mörg óþægileg atriði, ef sannleikur-
inn kemur í bakið á fyrrverandi yfir-
manni samgöngumála og núverandi
borgarstjóra sem þykist spara tugi
milljarða króna með atlögunni að
sjúkrafluginu. Ég spyr:
Er það heilbrigð skyn-
semi ef löglærðir menn
við Héraðsdóm Reykja-
víkur telja sjálfsagt að
ábyrgðarlaus yfirmaður
samgöngumála komist
upp með að réttlæta al-
varleg brot á skipulags-
reglum sem gilda um ör-
yggi samgöngu-
mannvirkja hér á landi?
Áhyggjufullir læknar á
höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni sem
treysta á sjúkraflugið
hljóta að spyrja hvort héraðsdómur
sé á villigötum þegar hann dæmir
andstæðingum neyðarbrautarinnar í
hag án þess að kynna sér vandlega
um hvað skipulagsreglur flugvallar-
ins snúast. Nú verða svör að fást við
spurningunni um hvort Hanna Birna
Kristjánsdóttir hafi haustið 2013 með
undirritun samkomulagsins um lokun
SV-NA-brautarinnar brotið gegn
gildandi skipulagsreglum Reykjavík-
urflugvallar sem banna að öllu flug-
öryggi sé stefnt í óþarfa hættu. Í sinni
ráðherratíð lét Hanna Birna sem
þessar skipulagsreglur væru ekki til
og hefðu aldrei verið settar þegar
enginn vissi hver stefna hennar var
gagnvart Reykjavíkurflugvelli. Þess-
um rangfærslum andmælti Ólöf Nor-
dal sem ítrekaði að þær væru í fullu
gildi og stæðu óhaggaðar. Í niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem
úrskurðaði að SV-NA-brautinni skuli
lokað fyrir 12. júlí nk., er farið á svig
við skipulagsreglur flugvallarins til
að borgarstjóri geti þegar honum
hentar sett fleiri mannslíf og öryggi
sjúkraflugsins í óþarfa hættu. Önnur
spurning: Telur Héraðsdómur
Reykjavíkur að það sé hafið yfir allan
vafa að þáverandi ráðherra sam-
göngumála sem undirritaði eftir síð-
ustu stjórnarskipti marklaust sam-
komulag við Jón Gnarr fari að lögum
og geri rétt með því að brjóta gegn
skipulagsreglum flugvallarins í
Vatnsmýri til að stefna sjúkrafluginu
í óþarfa hættu? Áður en héraðsdómur
dæmdi borginni í hag hefði hann fyrst
átt að krefjast svara við spurning-
unni, um hvort Hanna Birna hafi
haustið 2013 undirritað þetta sam-
komulag án lagaheimildar við fyrr-
verandi borgarstjóra um lokun neyð-
arbrautarinnar sem brýtur gegn
þessum reglum um flugöryggi. Þriðja
spurning: Ætlar Dagur B. í góðri
samvinnu við héraðsdóm að lögsækja
flugmenn Mýflugs, ef þeir neita að
lenda með fárveikan mann í 50 km
fjarlægð frá sjúkrahúsum höfuðborg-
arinnar vegna hliðarvinds á A-V- og
N-S-flugbrautunum sem vinstri
flokkarnir í borgarstjórn Reykjavík-
ur vilja stytta nógu mikið til að allt
innanlandsflugið fái sitt fyrsta og síð-
asta dánarvottorð? Afstaða borg-
arstjóra til sjúkraflugsins og flug-
manna Mýflugs sýnir rétta andlit
vinstri flokkanna í Reykjavík og
minnir um margt á andúð Hjörleifs
Guttormssonar, fyrrverandi ráð-
herra, á stóriðjuframkvæmdunum á
Reyðarfirði þegar íslensk stjórnvöld
undirrituðu samninga við Alcoa í
Bandaríkjunum um uppbygginguna á
Mið-Austurlandi. Í næstu borg-
arstjórnarkosningum 2018 sjá allir
landsmenn afleiðingarnar á forsíðum
dagblaðanna þegar núverandi borg-
arstjóra og skoðanabræðrum hans
verður hent út á eyrunum eins og
flokkssystkinum Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sem fengu verðskuldaðan dóm
frá vonsviknum kjósendum sínum
vorið 2013. Eftir tvö ár kveða von-
sviknir Reykvíkingar upp harðan
dóm gegn andstæðingum innanlands-
flugsins og segja þeim álit sitt á óvin-
um sjúkraflugsins í höfuðborginni.
Lestarteinana milli Keflavíkur og
Reykjavíkur og 14 km löng jarðgöng
úr Vatnsmýri undir höfuðborg-
arsvæðið sem geta samanlagt kostað
yfir 300 milljarða króna fær borg-
arstjórinn aldrei. Fyrr getur íslenska
hagkerfið sem þolir ekki þennan
kostnað stórskaðast. Stöðvum lög-
brot fyrrverandi ráðherra gegn
Reykjavíkurflugvelli.
Braut Hanna Birna skipulagsreglur 2013?
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Stöðvum lögbrot
fyrrverandi ráð-
herra gegn
Reykjavíkurflugvelli.
Höfundur er farandverkamaður.
Sunnudagskvöldið
24. apríl var í sjón-
varpsþættinum Land-
inn fjallað um kirkjuna
á Hvalsnesi og legstein
Steinunnar litlu, dóttur
Hallgríms Péturs-
sonar, sem fannst árið
1964. Líkur eru til að
hann hafi höggvið
steininn sjálfur. Sungið
var brot úr sálmi Hall-
gríms, Allt eins og blómstrið eina, en
ekki minnst á tvö erfiljóð hans um
Steinunni, dóttur sína, sem eru svo
innileg og átakanleg að vart er unnt
annað en vikna við lestur þeirra. Í
hinu fyrra eru meðal annars þessar
línur:
Nú er þér aftur goldið
angrið sem barstu mest
þegar þitt hrjáðist holdið
hátt þú stundir og grést.
Og í næsta erindi:
Unun var augum mínum
ávallt að líta á þig
með ungdóms ástum þínum
ætíð þú gladdir mig
rétt yndis-elskulig.
Fyrstu stafirnir og
orðin í erindunum tíu
mynda setninguna:
Steinunn mín litla hvíl-
ist nú. Því er líkast sem
skáldið nostri við ljóðið
eins og hann sé að búa
um litla líkið í kistunni.
Seinna erfiljóðið hefst
á þessum frægu línum:
Nú ertu leidd mín ljúfa
lystigarð Drottins í.
Furðuleg yfirsjón
Landafólks
Eftir Árna
Björnsson
» ...en ekki minnst á
tvö erfiljóð hans um
Steinunni, dóttur sína,
sem eru svo innileg og
átakanleg að vart er
unnt annað en vikna við
lestur þeirra.
Árni Björnsson
Höfundur er doktor í menningarsögu.
—með morgunkaffinu
Kringlan 7 I Laugavegur 11 I Reykjavíkurvegur 64 I S: 510 9505 I fjallakofinn.is
Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Byko og Krónunni
láttu ekki hlutina
VEFJAST fyrir þér