Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 ✝ Jónatan Krist-jánsson fæddist í Bolungarvík 13. desember 1922. Hann lést á Land- spítalanum 20. apr- íl 2016. Foreldrar Jón- atans voru Kristján Hálfdánarson frá Hvítanesi í Ögur- hreppi og Ingibjörg Kristín Guðjónsdóttir frá Kirkjubóli í Valþjófsdal. Systkini Jónatans voru Kristján Friðgeir, f. 1918, d. 1999, Daði Steinn, f. 1920, d. 1982, Einar Hálfdán, f. 1921, d. 1992, Guðjón Birkir, f. 1925, d. 2012, Jóhanna Erna, f. 1929, d. 2004, eftirlifandi systkini er Sig- urlína, f. 1927, gift Ásgeiri Val- hjálmssyni, f. 1927. Hinn 18. ágúst 1945 giftist Jónatan, Huldu Rós Einars- dóttur, f. 20. nóvember 1922, d. laug Björg Garðarsdóttir. Börn þeirra eru Unnar Ingi og Hulda Björg. c) Jón Björgvin, í sambúð með Erlu Maríu Davíðsdóttur. Jónatan gekk í barnaskóla Bolungarvíkur, en fór 18 ára, þá alfarinn, frá heimahögunum og stundaði sjómennsku öll stríðs- árin á millilandaskipum og allt fram á sjötta áratuginn. Þá hóf hann nám í Iðnskólanum í Hafn- arfirði þar sem hann nam vél- virkjun og starfaði við fagið í vélsmiðjum í Hafnarfirði í mörg ár eða þar til hann hóf aftur nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði og lauk þá meistaranámi í pípu- lögnum og starfaði við það hjá Álverinu í Straumsvík þar til hann lauk starfsævinni árið 1989. Jónatan og Hulda hófu bú- skap á Jófríðarstaðarvegi 10. Árið 1948 fluttu þau á Köldu- kinn 8 þar sem þau bjuggu allt til ársins 1997 þegar þau fluttu að Hjallabraut 33, þar sem Jóna- tan bjó til æviloka. Útför Jónatans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. apríl 2016, og hefst athöfnin kl. 11. 7. apríl 2011. For- eldrar Huldu Rósar voru Einar Jónsson f. í Brautarholti, Kjalarneshreppi, og Þorbjörg Pét- ursdóttir frá Hross- holti í Eyjahreppi. Börn Jónatans og Huldu eru: 1) Ingibjörg Kristín, maki Sigurbjörn Friðrik Jónsson, börn þeirra eru Óðinn og Hlín. 2) Einar Þór, maki Brynhildur Birgisdóttir, synir þeirra eru Arnar og Birgir. Fyrir átti Brynhildur Gylfa Þór Þórsson, hann er í sambúð með Eirnýju Dögg Steinarsdóttur og saman eiga þau Ara Þór. 3) Björg, maki Jón Svarfdal Hauksson. Synir þeirra eru: a) Haukur, í sambúð með Hrefnu Helgadóttur, saman eiga þau Jón Viktor og Óliver. b) Jónatan Ingi, eiginkona Guð- Elsku hjartans pabbi minn. Margs er að minnast á þess- um 57 árum sem við áttum sam- an. Fyrsta minningin um pabba er í bílskúrnum. Þar vann hann að bílaviðgerðum fyrir sjálfan sig og aðra. Pabbi var vinnu- þjarkur og sat aldrei auðum höndum. Bílskúrinn í Köldu- kinninni var samkomustaður ná- grannanna, þar hittust kallarnir og ræddu málefni líðandi stund- ar, bæjarmálefnin og stjórn- sýsluna. Pabbi var mjög hjálp- samur að eðlisfari, hann fór hús úr húsi með verkfæraboxið til að græja ofnanna fyrir aðra. Ef ég spurði: „Jæja hvað fékkstu í laun“ var ævinlega svarað: „Þau koma í jarðaförina mína“. Pabbi og mamma voru miklir blómálf- ar, um leið og snjóa leysti voru þau mætt út í garð með rassinn út í lofið til að þrífa beðin. Vinn- an skilaði árangri því eitt árið fengu þau verðlaun fyrir garð- inn. Meiri dýravin var ekki hægt að hugsa sér, allir muna eftir Rósu og Búbba, kisunum eða dvergkanínunum í bílskúrnum. Það kom fyrir að kjallarinn breyttist í dýraspítala en þá hafði pabbi fundið fugla sem voru illa á sig komnir. Hann gerði ekki upp á milli hettumáva eða skógarþrasta, allir voru jafn merkilegir fyrir honum. Í seinni tíð hændist hann að hundunum Viktori og Unu, loðnu ferfæt- lingunum í fjölskyldunni. Þegar við Nonni fórum að búa og eign- ast börn gátum við alltaf treyst á að þau hlypu undir bagga með okkur ef á þurfti að halda. Pabbi duglegur að fara í göngutúra um nærumhverfið og voru ófáar ferðirnar farnar niður á tjörn til að gefa öndunum brauð eða kíkt upp á Hamar. „Ring, ring“ heyrðist flest kvöld rétt fyrir tíu fréttir og alltaf var sama spurn- ingin hjá pabba: „Hefurðu heyrt í fólkinu þínu eða Ingu og Einsa?“ Í lok samtalsins sagði hann: „Ekki hafa áhyggjur af mér, ég bjarga mér.“ Og það voru orð að sönnu. Eftir að mamma dó byrjaði pabbi að baka, elda, gera við fötin sín í saumavélinni við mismikla hrifn- ingu okkar systranna. Pabbi var nýtinn, hann var langt á undan sinni samtíð, hann endurnýtti allt sem hægt var að endurnýta og stundum gott betur. Eitt sinn kom ég á Hjalla- brautina og fann líka þessa ilm- andi lykt af nýbökuðum klöttum og spurði ég hann hvað væri í klöttunum. „Æi ég kláraði karrýsósuna sem þú komst með í gær.“ Þarna var pabba rétt lýst og sama var þegar brauðupp- skriftin að bananabrauðinu varð of þunn og breyttist í banana- súpu til að nota efnið. Pabbi var mjög stoltur af okk- ur börnunum bæði stórum sem smáum og gladdist með okkur í hvert sinn þegar vel var gert. Bæði hann og mamma voru góð- ar fyrirmyndir svo það er mál- tæki hjá okkur að maður upp- sker eins og maður sáir. Fyrir nokkrum árum mynd- aðist sú hefð að við systkinin og makar hittumst á fimmtudags- kvöldum á Hjallabrautinni og oft kom á móti okkur ilmandi vöfflu- lykt ásamt sódavatni. Pabbi hafði mjög gaman af þessum stundum en í seinni tíð fannst honum við tala full hratt svo það var erfitt fyrir hann að fylgjast með. Þegar ég kveð hann í dag vona ég að ég eigi eftir að reyn- ast fjölskyldunni minni eins vel og hann reyndist okkur. Hvíldu í friði. Þín Björg. Elsku besti, afi minn. Einn mesti töffari sem ég hef þekkt er fallinn frá. Það eru ekki til þau orð sem lýsa því hvað það er sárt að þú sért farinn frá okkur. Síðustu vikur hafa verið virkilega erfiðar fyrir mig þar sem ég hef nánast aðeins verið í símasambandi við þig á meðan þú lást á spítalan- um, sem betur fer náði ég aðeins að hitta þig fyrir þremur vikum og reyndi ég að eyða eins mikl- um tíma með þér og ég mögu- lega gat. Við spjölluðum saman um margt á þessum klukkutímum sem ég sat hjá þér, þú vildir að- allega spyrja mig hvort lífið í Danmörku væri ekki eins gott og þegar þú varst þar í gamla daga og hvort bjórinn væri betri þar en á Íslandi. Það síðasta sem við gerðum saman á meðan ég var Íslandi var að opna bjór og það fannst þér ekki slæmt. Ég trúi því varla að þegar ég kem næst heim til Íslands með börn- in mín, þau Unnar Inga og Huldu Björgu, þá verði enginn Jónatan afi á Hjallabrautinni til að heimsækja. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Köldukinn 8 þar sem þú og amma áttuð heima þegar ég var yngri. Þið voruð alltaf tilbúin að vera með okkur, við fórum oft út í garð að vinna eitthvað eða í göngutúr uppá Hamar sem var rétt hjá eða niður á tjörn að gefa öndunum brauð, svo var það bíl- skúrinn, hann var fullur af alls- konar dóti sem gaman var að leika með svo ég tali nú ekki um allt dýralífið, eins og kanínurnar okkar bræðranna sem voru út í skúr. Það var nú ekki leiðinlegt að kíkja á þær. Svo var það peningaskápur- inn sem ég bað alltaf um að fá kíkja inn í, lét mig dreyma um að þar leyndust gull og gersemar en í hvert skipti birtust aðeins gamlir reikningar. Ég mun sakna þín en ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna og amma hefur tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði, elsku afi. Þinn Jónatan Ingi. Minn kæri tengdapabbi er farinn í sitt síðasta ferðalag, hann náði tæplega 94 ára aldri. Hann lifði farsælu lífi alla tíð og uppskar vel eins og hann hafði sáð fyrir. Þessi öðlingur var saddur lífdaga og sáttur þegar hann fékk hvíldina á Landspít- alanum við Hringbraut 20. apríl síðstliðinn eftir stutt en snörp veikindi. Kynni okkar hafa staðið í tæp 30 ár eða frá því að ég kom fyrst í Köldukinnina sem kærasta einkasonarins. Mér var vel tekið af honum og Huldu konu hans frá fyrstu tíð og ég verð ævinlega þakklát þeim fyrir hvað þau tóku vel á móti níu ára syni mínum sem kom með mér í fjölskyldu þeirra og þau reyndust honum alla tíð einstaklega vel. Honum þótti vænt um þau frá fyrsta degi og finnst sárt að geta ekki fylgt Jónatani síðasta spölinn, en hann er búsettur í Danmörku og hefur ekki tök á að koma heim. Við höfum alltaf verið góðir vinir við Jónatan og deildum skoðunum í ýmsum málum og áttum oft skemmtilegar og líf- legar umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Það sem einkenndi tengdaföður minn helst var að hann var heiðarleg- ur, harðduglegur, hæglátur, mikill húmoristi og frá honum stafaði alla tíð mikilli hlýju. Þau Hulda bjuggu mest allan sinn búskap í Köldukinn 8, húsi sem þau byggðu af dugnaði og eljusemi og voru frumbyggjar í Kinnunum. Þar ólu þau upp sín þrjú börn, þau Ingu, Einar og Björgu. Þar sinntu þau einnig sameig- inlegu áhugamáli sínu sem var garðrækt og fallegri garður en garðurinn við Köldukinn 8 var vandfundinn í Hafnarfirði enda voru þau verðlaunuð af bæjar- félaginu oftar en einu sinni fyrir fallegan garð og snyrtimennsku við húsið. Eftir að þau seldu húsið sitt keyptu þau íbúð að Hjallabraut 33 þar sem þau bjuggu og Jón- atan hefur búið síðan hann missti Huldu sína fyrir fimm ár- um. Honum tengdaföður mínum hefur aldrei fundist hann gamall maður og þegar hann var tæp- lega níræður talaði hann um að það gæti nú verið gaman að kaupa gamalt hús á æskuslóð- unum í Bolungarvík, gera það upp og eiga í ellinni og einnig á sama aldri keypti hann sér hjól og hjólaði um allan Hafnarfjörð. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdaföður mínum fyrir allt sem hann hefur verið mér og mínum. Það er vandfundinn betri tengdafaðir. Góða ferð, elskulegur minn. Brynhildur. Okkur langar að minnast afa Jónatans, eða afa Tana eins og við kölluðum hann, í nokkrum orðum. Afi Tani var fyrsti töff- arinn sem við kynntumst. Fyrsti alvöru töffarinn með tattoo. Seglskúta á framhandleggnum, þeir gerast ekki mikið svalari en það. Afi var vinur okkar. Afi Tani var reddari, svona gera og græja reddari. Hann kaus að gera allt sjálfur og var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ef eitthvað bilaði eða þarfnaðist smá yfirhalningar. Í skúrnum hjá afa var alltaf nóg að gera, þar var verið að búa til bát, gera við og gera upp bíla, snitta rörbúta, smíða kerta- stjaka og margt fleira og alltaf gat guttinn fengið að vera með. Hann þurfti jú að læra þetta, það kæmi sér vel seinna meir í lífinu. Ein af drossíunum sem gerð- ar voru upp í skúrnum gaf afi mér þá 15 ára gömlum, það voru jú ógreidd laun sagði hann og hef ég aldrei hvorki fyrr né síðar verið eins montinn. Afi Tani var með einstaklega græna fingur og garðurinn hans og ömmu í Köldukinninni bar merki þess. Köldukinn 8 var eins og lystigarður enda voru þær nokkrar tilnefningarnar sem þau fengu fyrir fallegasta garð- inn. Afi hafði mikla unun af að hafa eitthvað fyrir stafni og í fyrrasumar þá tók hann það upp á sitt einsdæmi að hreinsa allan garðinn á Hjallabrautinni, dund- aði sér í þessu verki vel fram á mitt sumar. Enda var hann brúnn, hraustur og sællegur um mitt sumarið. Afi Tani fattaði að ég, Hlín, væri myrkfælin þegar hann stóð mig að því að kveikja öll ljós þegar ég átti að skjótast niður í kjallara að ná í kex og Svala í búrið, ég þorði ekki ein niður í myrkrið. Afi skildi það og sagði við mig: ég var líka myrkfælinn, og alltaf eftir það þegar ég gisti hjá ömmu og afa þá fylgdi hann mér upp fyrir lóð Rafveitunnar á Öldugötunni á leið minni í skól- ann. Ég þorði ekki ein og afi skildi það og við gengum saman. Afa Tana þótti alltaf gott að borða og var allur maturinn borðaður og aldrei neitt skilið eftir og það er fleyg setning sem hann lét falla við einn systurson sinn sem eitt sinn var í mat hjá afa og ömmu. Afi sagði: „Hér borða allir allt.“ Sagan segir að systursonurinn hafi ver- ið svo skelkaður að hann hafi meira að segja borðað fiskibein. Það var hjá afa þannig að engu var leift. Í seinni tíð þegar við fórum að fara á rúntinn og fá okkur ham- borara og bjór á Búllunni þá voru afgangs franskar teknar með heim í poka, þeim skyldi ekki fleygt. Afi Tani var ævintýrakarl og naut þess að ferðast. Hann var heppinn og fékk að skoða heim- inn örlítið þegar hann vann á Kötlunni og sá gamli komst á flug þegar farið var á rúntinn niður á bryggju eða út á Granda og fengum við ófáar sögur af æv- intýrum úr fragtinni í denn. Það er trú okkar að sögurnar af ferðalögum afa og hvatningin frá honum hafi verið kveikjan að áhuga okkar á að skoða heiminn og upplifa ólíka heima. Við munum sakna afa Tana og minningin um vin okkar og töff- arann með seglskútuna á fram- handleggnum mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Óðinn og Hlín. Elsku afi Tani. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við kveðjum þig með söknuði. Þín verður sárt saknað og alls hins góða sem kom frá þér. Góðu stundanna munum við minnast með gleði í hjarta og með miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Haukur, Hrefna, Jón Viktor og Óliver. Elsku afi. Mér þykir ótrúlega sárt að hugsa til þess að við munum ekki hittast aftur í þessu lífi. Þú varst, og verður ávallt, mér svo mikil fyrirmynd. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér, svo hjartahlýr varstu og góður í alla staði. Við höfum misst stórkost- legan karakter úr tilveru okkar. Mér þykir það svo leitt að þú fékkst ekki lengri tíma með okk- ur og þar af leiðandi fengið að kynnast syni mínum sem er væntanlegur í heiminn á næstu dögum. Ég var líka svo spenntur að fá að efna loforð mitt og taka þig í flug með mér þegar ég klára einkaflugmanninn núna í sumar. Þú varst einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum, stóðst þétt við bakið á mér og fylgdist með skólagöngu minni af miklum áhuga. En ég veit að þú munt ávallt vera með mér, í huga mínum og hjarta, svo ég mun aldrei fljúga einn. Ég er svo þakklátur að hafa getað sagt þér áður en þú kvaddir, að þú varst besti afi í heimi og hversu mikið ég elska þig. Elsku afi, takk fyr- ir að hafa verið þú. Ég býð þér góða nótt í hinsta sinn. Þar til við sjáumst aftur. Þinn Jón Björgvin Jónsson. Látinn er elskulegur móður- bróðir okkar, Jónatan Kristjáns- son, sem var alltaf kallaður Tani frændi í stórfjölskyldunni. Tani var góði, blíði og trausti frændinn sem var alltaf til stað- ar fyrir fjölskyldu okkar. Við vorum svo lánsöm að Tani og Hulda bjuggu í næstu götu við okkur og var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna. Móðir okk- ar var yngri systir Tana og var mikill kærleikur þeirra á milli. Minningin er svo undurljúf. Tani var mikið snyrtimenni. Það lýsti sér vel að þegar komið var inn í bílskúr hjá honum en þar var öllum verkfærum raðað upp eftir kúnstarinnar reglum á veggina. Hann var mikill garðyrkju- maður og garðurinn þeirra Huldu var mikill ævintýraheim- ur fyrir lítil börn sem fengu að tína jarðaber, rifsber, sólber og rabarbara og margt fleira enda var garðurinn verðlaunagarður. Hans góða kona Hulda lést fyrir fáeinum árum og höfum við grun um að Tani hafi ekki jafnað sig eftir andlát hennar. Að leiðarlokum viljum við þakka Tana og Huldu fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur fjöl- skylduna. Við biðjum Guð að hugga og styrkja ástvini hans. Blessuð sé minning okkar kæra frænda. Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína bróðir, í þínar líknar mund. Ég hafna auðs og hefðar völdum, hyl mig í þínum kærleiks öldum. (D.S. Bortniansky/Þýð. G. Geirdal) Kristjana, Gísli, Hafsteinn, Kristján, Freyja og Sigurlína (Lína). Jónatan Kristjánsson var föð- urbróðir Ingu heitinnar, konu minnar, títtnefndur Tani frændi í okkar ranni. Alkomnum heim eftir margra ára dvöl í Dan- mörku tókst fljótlega góð vin- átta með okkur Ingu og þeim heiðurshjónum Jónatan og Huldu. Ekki spillti frændsemin því að vandfundið var ættrækn- ara fólk. Við lögðumst snemma í lang- ferðir með þeim hjónum. Betri ferðafélaga var varla hægt að hugsa sér, því að bæði voru glað- lynd og Jónatan hafði ísmeygi- legt skopskyn og hugsaði á stundum upphátt eins og siður er sumra Vestfirðinga. Nú þegar mikið er rætt um gagnsæi og að allt skuli vera á borðum uppi hljótum við að sakna hreinskilni Jónatans. Fyrsta langferð okkar var til Búlgaríu fyrir margt löngu og var megintilgangur ferðar líkt og hjá Rauða Ormi að sækja búlgarska gullið. Ekkert fund- um við gullið og því var ákveðið að taka stefnu á Miklagarð. Samkvæmt þaulskipulagðri áætlun átti sovéskt glæsiskip að koma og flytja okkur á vit Tyrkja. Skipið sem var talið traustbyggt og nefnt eftir fræg- um rússneskum söngvara, Feo- dor Chaliapin, komst hins vegar aldrei til okkar. Það varð við- skila við skrúfu sína og hraktist stjórnlaust um skeið fyrir straumum og votum vindum í Svartahafi. Var þá brugðið á það góða ráð að fá annað skip og þá fleytu áttu Búlgarar. Þegar vandlátir ferðalangar ofan af Ís- landi sáu hversu ryðbrunnið það var gáfu þeir Miklagarðsferðina upp á bátinn. Allri þessari at- burðarás tóku þau Hulda og Jónatan með miklu jafnaðar- geði. Síðasta langferð okkar var til Kúbu fyrir allmörgum árum. Þá reyktum við kvöld eitt Havana- vindla af sérstakri gerð, en þeir höfðu að sögn verið vafðir á inn- anverðum lærum óspjallaðra ungmeyja og þóttu því betri en aðrir vindlar kúbverskir. Aldrei reyktum við Jónatan eftir þessa lífsreynslu. Á búgarði einum, þar sem staldrað var við á leið til Svínaflóa, voru húsdýr alfarið krókódílar, sem svömluðu þar í grunnu vatni. Við Jónatan furð- uðum okkur á sprettunni þar á bæ, því nýútsprungin blóm uxu á baki sumra þessara dýra. Jón- atan hafði mikinn áhuga á garð- rækt og hafði byggt sér gróður- hús í garði sínum í Köldukinn og þar ræktaði hann grænmeti og skrautleg suðræn blóm. En líf Jónatans var ekki ein- tóm ferðalög. Hann var meistari í pípulögnum og þegar við feng- um hitaveitu í þann hluta Garða- bæjar þar sem við Inga bjuggum lagði hann fyrir okkur hitalögn- ina. Áður hafði verið hitað þar með rafmagni og alltaf verður það svolítið snúið að gera hlutina í öfugri röð. Jónatan bjó hins vegar yfir þeirri útsjónarsemi og vandvirkni sem til þurfti svo að vel færi. Það var hins vegar ekki átakalaust að fá hann til þess að taka við greiðslu í verk- lok. Það var gott að eiga Jónatan að og kom það oft í ljós. Aftur og aftur heimsóttu þau Jónatan og Sigurlína, systir hans, Ingu þeg- ar hún lá banaleguna á Vífils- stöðum fyrir tæpu ári. Það verð- ur seint fullþakkað. Að endingu sendi ég öllum börnum, barnabörnum, ættingj- um öðrum og vinum Jónatans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Leifur A. Símonarson. Jónatan Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.