Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 ✝ Bjarndís Krist-rún Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1926. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, 19. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Bjarnason, f. 1898, á Óseyrarnesi við Eyrarbakka, d. 1983, og Guðrún Sveinsdóttir, f. 1895, á Torfastöðum í Grafn- ingi, d. 1942. Systkini hennar voru: Lydía, f. 1921, d. 1998, og Kjartan Sveinn, f. 1925, d. 2015. Hálfsystkini samfeðra eru: Erla, f. 1930, Sigurður Rúnar, f. 1949, og Hulda Kolbrún, f. 1952. Fósturforeldrar Bjarnd- ísar voru Ágústínus Daníelsson frá Kaldárholti í Rangárvalla- sýslu, f. 1868, d. 1950, og Ingi- leif Eyjólfsdóttir frá Mýrarkoti í Grímsnesi, f. 1885, d. 1967. Synir þeirra voru Eyjólfur, f. 1997. c) Úlfar Gauta, f. 1981, sambýliskona hans er Lilja Dögg Óladóttir, f. 1984. Sonur hennar er Guðjón Már, f. 2005. Bjarndís ólst upp hjá fóstur- foreldrum sínum í Steinskoti á Eyrarbakka frá níu mánaða aldri. Guðrún móðir hennar barðist við berkla og treysti sér ekki til að sjá um hana. Hún hafði gaman af tónlist og söng í kirkjukór Eyrarbakka. Bjarndís vann á netaverkstæði á Eyra- bakka frá 15 ára aldri en fór í vist til Reykjavíkur um tvítugt. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og hófu þau sinn búskap í Höfðaborg. Hugurinn leitaði þó alltaf austur fyrir fjall og dvaldi Bjarndís öll sumur í Steinskoti með dæturnar. Þeg- ar þær uxu úr grasi vann hún í nokkur ár við fiskverkun hjá Júpíter og Mars. Fjölskyldan flutti í Blönduhlíð 33 um 1960 og fór hún þá að vinna í Hlíða- skóla. Vann hún ýmist við bað- vörslu, þrif eða í eldhúsi. Árið 2002 flutti hún í Hjallasel 45. Þegar halla fór undan fæti flutti hún í Seljahlíð þar sem hún lést. Útför Bjarndísar fer fram frá Seljakirkju í dag, 29. apríl 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. 1910, d.1995, og Daníel, f. 1913, d. 1996. Bjarndís giftist 4. mars 1948 Úlfari Magnússyni leigu- bifreiðastjóra, f. 23. september 1922, d. 5. apríl 2000. Foreldrar hans voru Jónea Sigurveig Jóns- dóttir og Magnús Ólafsson. Dætur Bjarndísar og Úlfars eru: 1) Ágústa, f. 1946. Dóttir hennar er Ólöf Kristdís Gunnarsdóttir, f. 1970, búsett í Þýskalandi. Dóttir Ólafar er Patricia Kristdís Sóley, f. 2009. 2) Sigurveig, f. 1948, gift Har- aldi Ágústi Haraldssyni, f. 1946, eignuðust þau þrjú börn: a) Elfu Huld, f. 1972, gift Matt- híasi Júlíussyni, f. 1971. Þeirra börn eru Rakel Rún, f. 2000, Arnar Kári, f. 2003, Haraldur Ingi, f. 2006 og Katrín Ólöf, f. 2008. b) Örnu Rún, f. 1975, d. Elskuleg amma mín hefur loksins fengið hvíld eftir erfið veikindi. Þakklæti og virðing er mér ofarlega í huga. Það voru forréttindi að fá að alast fyrstu árin upp í sama húsi og amma og afi í Blönduhlíðinni og geta skot- tast á milli hæða. Á þessum tíma voru tvær aðrar barnafjölskyldur í húsinu og oft kátt á hjalla hjá okkur krökkunum. Á tíunda ald- ursári fluttum við í Breiðholtið og alltaf var jafngott að koma í heimsókn til ömmu og afa, fá faðmlag og svolítið dekur. Alltaf galdraði amma fram nýbakað bakkelsi og voru pönnukökur, jólakaka og sultuterta í sérstöku uppáhaldi. Það voru ófáar gæða- stundir sem við áttum saman í eldhúsinu þar sem spjallað var um heima og geima. Amma var mikil hannyrða- kona sem átti mögulega sinn þátt í að á unglingsárunum rann á mig mikið prjónaæði svo flestir fjöl- skyldumeðlimir neyddust til að ganga í prjónaflíkum frá undir- ritaðri. Á æskuheimili ömmu á Eyrarbakka kynntumst við krakkarnir Eyjólfi fósturbróður hennar, sveitalífinu og fjörunni. Ótal minningar urðu þar til og ekki síst þegar stórfjölskyldan sameinaðist á hverju vori og hausti í kartöflurækt sem amma stýrði og hafði sterkar skoðanir á. Hún flutti í fallega húsið sitt í Hjallaselinu 2002 og hefði ekki getað verið heppnari með ná- granna sinn, hana Judith, en með þeim tókst mikill vinskapur. Árið 2000 kom fyrsta langömmubarn- ið í heiminn og síðan hafa fimm bæst við. Hafa þau veitt ömmu ómælda gleði og hefur hún fylgst vel með uppvexti þeirra og áhugamálum. Elsku amma takk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthias Jochumsson) Þín, Elfa Huld. Þá hefur elsku amma mín kvatt þennan heim og haldið á vit ævintýra á nýjum stað. Hafa þar eflaust orðið fagnaðarfundir þeg- ar hún hitti afa, nafna minn aftur, Örnu Rún og fleira gott fólk. Ég tel mig hafa verið mjög heppinn að eignast svona góða ömmu. Allt frá unga aldri naut ég þeirrar sérstöðu að vera eini strákurinn í fjölskyldunni. Reglulega var rifjuð upp sagan að henni hefði verið tilkynnt það af lögreglunni að drengur væri fæddur um Verslunarmanna- helgina árið 1981. Amma jafnt sem afi snérust í kringum mig með dekri og þær voru ófáar næt- urnar sem ég fékk að gista hjá þeim, fara út í íþróttahús með ömmu og spila svo fótbolta með þeim báðum eftir lokun hússins. Eins fékk ég að byggja kofa úti í garði hjá þeim og var afi alltaf til í að ráðleggja nafna sínum um byggingar af þessu tagi og amma fór á hverjum degi og valdi snúð í bakaríinu handa ömmustráknum sem kunni aldeilis vel að meta það. Þegar ég var yngri fórum við amma saman, hönd í hönd, í myrkrinu á kvöldin út í íþrótta- hús. Við fórum einnig í strætó niður í bæ að kaupa Andrésblöð. Við þessi tilefni þegar við vorum að fara eitthvað tvö, þá sagðist hún bera ábyrgð á mér. Þessi ábyrgð færðist svo yfir á mínar herðar eftir því sem ég varð eldri og þá bar ég ábyrgð á ömmu. Henni fannst nauðsynlegt að nefna þetta reglulega þegar hún var komin undir arminn hjá ömmustráknum sínum og þar held ég að henni hafi fundist gott að vera. Lífið hjá ömmu og afa í Blönduhlíð var einstök upplifun, naut ég þess allan grunnskólaald- urinn og bý ég að þessum minn- ingum svo lengi sem ég lifi. Þáttaskil urðu hjá ömmu þeg- ar afi kvaddi. Sagði hún þá skilið við Blönduhlíðina og flutti á mín- ar æskuslóðir í Breiðholtinu, nán- ar tiltekið í Hjallasel og það var greinilegt að þar leið henni vel. Ég kom reglulega við og heim- sótti ömmu og oftar en ekki sat hún úti og naut blíðunnar. Hún var einstaklega heppin að Judith var nágrannakona hennar. Á milli þeirra var mjög gott sam- band og mikill samgangur. Þegar halla fór undan fæti var Judith mikil stoð og stytta fyrir ömmu og get ég ekki þakkað henni nóg fyrir þá hlýju og samkennd sem hún sýndi ömmu. Amma var jafn einstök sem langamma. „Molarnir hennar Löngu“ var setning sem heyrðist mjög reglulega og eftir að amma flutti í Hjallasel þá fjölgaði mol- unum ört. Einn molinn bættist í hópinn 2008 frá mér og Lilju, þá þriggja ára gamall, og tók Langa honum opnum örmum. Það var eitt sem amma lagði alla tíð mikla áherslu á að þyrfti að vera til. Gilti það jafnt um árin hennar í Blönduhlíð, Hjallaseli og síðar Seljahlíð. Íspinnar og ís- blóm þurftu að vera til í frystin- um fyrir smáfólkið sem kom í heimsókn. Nýverið spjallaði ég við ömmu sem orðin var þróttlítil eftir langa þrautagöngu. Þá sagðist hún vera svo upptekin í draumaland- inu að skemmta sér létt á fæti við sveitastörf á Eyrarbakka og því þyrfti hún að hvíla sig reglulega. Nú þegar hún hefur sofnað svefn- inum langa er ég fullviss að hún sé komin á sinn draumastað og eflaust eru margir glaðir að fá svona umhyggjusama og góða konu í sinn hóp. Úlfar Gauti Haraldsson. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Þessi bæn er ein af fyrstu bænunum sem amma kenndi mér og fórum við með hana saman ásamt fleiri bænum á hverju kvöldi þegar hún breiddi yfir mig og kyssti góða nótt. Þessi ynd- islega kona var og verður alltaf mín fyrirmynd. Hún var svo góð, hlýhjarta, gefandi, dugleg og mjög trúuð. Ég hef aldrei nokkur tímann heyrt hana segja neitt ljótt eða niðrandi á minni 46 ára ævi um einhvern. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá ömmu og afa. Ég á yndislegar minningar frá bernsku. Allt sem allir þurfa að fá, fékk ég. Óendanlega ást, hlýju, væntumþykju, tíma, ör- yggi og endalaus knús. Í mörg ár var ég vakin upp af ömmu til að fara í skólann. Hún stóð við rúm- ið með uppáhaldið mitt, ískalt mjólkurglas og banana. Við átt- um óteljandi stundir í eldhúsinu við bakstur, matargerð og inn í stofu með prjónana eða við saumavélina fyrir t.d. allt dúkku- dótið. Amma elskaði bækur og las alltaf fyrir svefninn. Amma var líka mjög söngelsk. Amma var mjög skyldurækin, hún gerði allt fyrir alla sem þurftu á því að halda. Allir voru velkomnir á heimilið hennar og á eldhúsborðinu voru alltaf veitingar t.d. frægu ömmu- pönnsur, jólakaka eða ömmu- súkkulaðiterta. Ég flyt til Þýskalands 1998 og kom amma nokkrum sinnum í heimsókn. Það var mjög skemmtilegt hjá okkur og mikið brallað, ég tala nú ekki um allar verslunarferðirnar góðu. Afi deyr árið 2000 og kom mikið tómarúm í lífi hennar. Amma var mjög barngóð og elskaði okkur barna- börnin og ég tala nú ekki um langömmubörnin. Ég eignaðist dóttur mína, Patriciu Kristdísi Sóleyju, 2009. Um sumarið 2010 hélt amma á henni undir skírn og gladdi það mig mjög svo. Hún hafði haldið mér líka ca. 40 ár- unum áður og einnig mömmu. Eftir skírn var hún búin að halda á þremur ættliðum. Ég heiti Ólöf Kristdís og var Kristdísar nafnið draumanafn hjá mömmu þegar að hún var ólétt af mér. Mörgum árum seinna fattast að Kristdísar nafnið eru bæði nöfnin hennar ömmu. Bjarndís (dís), Kristrún (Krist) og ber ég og Sóleyjarblómið nafnið með heiðri. Amma lagði áherslu á að það væri töluð rétt og góð ís- lenska. Ég var stöðugt „skömm- uð“ fyrir að segja hæ eða bæ. Það verður sorglegt, skrýtið og tómlegt að hitta ömmu ekki aftur. Mín huggun í sorginni eru all- ar minningarnar, myndirnar og að ég sagði henni nokkrum sinn- um síðastliðin ár hvað ég elskaði hana mikið og hún ætti ómetan- legt þakklæti mitt fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og okk- ur. Elsku besta amma mín, ég kveð þig í lokin með orðunum eins og alltaf: „Guð geymi þig og ég elska þig.“ Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Ólöf Kristdís Immler (Gunnarsdóttir). Elsku langamma. Takk fyrir allar góðu stundirnar og margar skemmtilegar minningar. Við krakkarnir komum oft við hjá þér þegar við áttum heima í Breið- holtinu og fengum alltaf eitthvað gott að borða. Á sumrin sátum við saman úti í garði að spjalla, skoðuðum garðálfana, vökvuðum blómin eða gáfum fuglunum. Á hverju ári tókst þú alltaf svo vel á móti okkur á sumarhátíð leik- skólanna. Við horfðum saman á skrúðgönguna og lúðrasveitina úr garðinum þínum og þú gafst okkur ísblóm og piparkökur. Þegar við systkinin áttum afmæli komst þú alltaf á tryllitækinu, hjólastólnum, og gafst okkur glænýja seðla í umslagi. Það var svo gaman að þú gast komið í heimsókn til okkar um jólin og um áramótin í nýja húsið hjá ömmu og afa. Það var mikið fjör og allir með partýhatta og flaut- ur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Elsku langamma, við munum sakna þín, Rakel Rún, Arnar Kári, Haraldur Ingi og Katrín Ólöf. Þá er komið að leiðarlokum, elsku Dúna. Dúna frænka var uppeldissystir föðurafa míns og eins og mín þriðja amma. Það var eins og á milli okkar væri sérstök taug, hún kallaði mig alltaf drottninguna sína. Við deildum tónlistaráhuganum og mætti hún á nánast alla kórtón- leika sem ég söng á. Sumarið 1990 fór Dúna með okkur mömmu, pabba og Siggu frænku í Norðurlandareisu þar sem keyrt var um Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Í Stokkhólmi bættist Anna Ingileif, systir mín, í hópinn og voru miklir fagnaðarfundir. Mikið var sungið í bílnum, þá sér- staklega lagið „Tóta litla tindil- fætt“. Ekki vorum við alveg með textann á hreinu og því var bara skáldað í eyðurnar. Áttum við margar fleiri góðar minningar úr þessari ferð sem oft voru rifjaðar upp. Þegar Dúna dvaldi hjá Ólöfu í Þýskalandi sumarið 2000, var ég að vinna í bæ í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð. Þær gerðu sér dagsferð til að heimsækja mig. Það hefðu svo sannarlega ekki allir haft fyrir því. Þetta lýs- ir á góðan hátt ræktarsemi henn- ar við mig. Einnig þegar ég var flutt upp á þriðju hæð, þá lét hún það ekki stoppa sig við að mæta í barnaafmælin. Upp komst hún með aðstoð góðra manna og hvíldi sig á hverjum stigapalli með því að tylla sér á stól. Það var varla farið til Reykja- víkur á mínum æskuárum nema að farið væri í Blönduhlíðina og tók þá jafnan á móti gestunum kaffihlaðborð og ísblóm fyrir þá litlu. Dúna taldi mann aldrei vaxa upp úr því að fá ísblóm og fengum við synir mínir slík þegar ég kom síðast með þá í heimsókn í vetur. Það er sárt til þess að hugsa að nokkurra mánaða dóttir mín, sem er hér við hlið mér þegar þetta er skrifað, muni ekki kynnast góð- semi hennar og hjartahlýju af eigin raun heldur eingöngu í gegnum minningu annarra. Hjartans þakkir fyrir allt, elsku Dúna. Hvíl þú í friði. Viktoría Björk Erlendsdóttir. Bjarndís Kristrún Guðjónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ERLA ÓLAFSDÓTTIR, Bláskógum 11, Hveragerði, lést á Landspítalanum 4. apríl 2016. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Jóna Ragnarsdóttir Eigil Bårnes Ólafur Ragnarsson Alda Sigurðardóttir Haukur Ragnarsson María Jóna Jóhannsdóttir Elín Ragnarsdóttir Hrönn Nielsen Helgi Jónsson barnabörn og langömmubörn Hjartkær eiginmaður minn, elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi, hjartkær sonur minn og bróðir okkar, ÓLAFUR JÓHANNES FRIÐRIKSSON sjómaður, lést af slysförum mánudaginn 25. apríl. Útförin verður auglýst síðar. . Lára Jónsdóttir, Örvar Ólafsson, Unnur Eva Ólafsdóttir, Sölvi Þór Baldursson, Bjarnveig Ólafsdóttir, Guðrún Ingadóttir, Jón Arnar Ólafsson, Arna Margrét Ólafsdóttir, Júlíus Gestsson, Lára Eir Júlíusdóttir, Guðlaugur A. R. Örvarsson, Friðrik Arthúr Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN UNNAR MAGNÚSSON vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala þann 26. apríl. . Bergrún Jóhannsdóttir Friðrik Þ. Stefánsson Margrét H. Hauksdóttir Unnar Ö. Stefánsson Hildur Harðardóttir Magnús B. Stefánsson Unnur G. Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR BJARKI PÁLSSON húsasmíðameistari, Sléttuvegi 17, sem lést á Hrafnistu 17. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. maí klukkan 13. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . María K. Einarsdóttir. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÓNAS ÓLAFSSON, Þingeyri, lést þann 27. apríl síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. . Nanna Magnúsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.