Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
✝ Margrét Lúð-vígsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 2. júni 1937.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands, Foss-
heimum, Selfossi,
21. apríl 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Lúðvíg
Lúther Guðnason,
f. 1907, d. 1972, og
Ástríður Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, f. 1910, d. 2006. Mar-
grét átti einn bróður, Sigurð
Gísla Lúðvígsson, f. 1941, d.
2015.
Margrét giftist Þorfinni
Valdimarssyni, f. 1935, d. 2011,
Þór, f. 1992. 3) Lúðvíg Lúther
Þorfinnsson, f. 1964. Maki Silja
Sigríður Þorsteinsdóttir, f.
1972. Börn þeirra eru Margrét,
f. 1995, Steinunn, f. 1997, og
Þorfinnur Lúther, f. 2003.
Margrét ólst upp á Selfossi
og gekk í Barna- og unglinga-
skólann þar. Eftir gagnfræða-
próf fór hún í húsmæðraskóla
til Danmerkur einn vetur. Mar-
grét settist að á Selfossi og
starfaði hjá Landsímanum til
margra ára, einnig rak hún
Skóbúð Selfoss ásamt móður
sinni. Síðustu árin starfaði hún
hjá verslun Símans á Selfossi.
Margrét var einn af stofnend-
um Lionsklúbbsins Emblu á
Selfossi sem stofnaður var 9.
mars 1989 og tók þátt í fjöl-
breyttu starfi klúbbsins alla
tíð.
Útför Margrétar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 29. apr-
íl 2016, og hefst athöfnin
klukkan 16.
frá Spóastöðum í
Biskupstungum.
Foreldrar hans
voru Valdimar
Pálsson, f. 1905, d.
1998, og Þórunn
Bjarnadóttir, f.
1913, d. 1949. Börn
Margrétar og Þor-
finns eru: 1) Þór
Þorfinnsson, f.
1959. Börn hans
eru Brynja Björk,
f. 1993, og Sigurlaug Eir, f.
2000. Unnusta hans er Björg
Björnsdóttir, f. 1969, dóttir
hennar er Elísa Petra, f. 2000
2) Ástríður Ingibjörg Þorfinns-
dóttir, f. 1960, börn hennar eru
Ingeborg Björk, f. 1989, og
Elsku Magga mín, eins og hún
var oftast kölluð, það eru enginn
orð sem lýsa því hversu mikið við
söknum þín og sárt að hugsa til
þess að þú sért farin. Hvern hefði
grunað það fyrir hálfu ári síðan
er við vorum að hjálpa þér að
flytja í nýju íbúðina þína í
Grænumörk að þú ættir ekki eftir
að vera þar næstu árin. Byrjun
þessa árs er búin að vera þér erf-
ið eða frá því að sjúkdómurinn
herjaði á þig af öllum sínum
krafti og barðist þú fyrir lífinu
fram á síðustu stundu og áttir
erfitt með að sleppa takinu af
okkur öllum.
Það er svo margt skemmtilegt
og fallegt frá þér að segja en efst
í huga okkar er þakklæti, sam-
ferðin og allt það sem þú hefur
gert fyrir okkur fjölskylduna.
Það var gæfa að eiga þig sem
tengdamóður þú varst einstak-
lega glæsileg, traust og góð kona
og öllum þótti afskaplega gott að
vera hjá þér.
Þú varst frekar róleg og yfir-
veguð með mikið jafnaðargeð og
skiptir aldrei skapi. Það er gott
að geta hugsað til þín og rifjað
upp skemmtilega tíma saman.
Við eigum öll eftir að sakna þín
og missir barnabarnanna er mik-
ill og sár.
Núna ertu í Guðs höndum, þar
ertu hjá Þorfinni þínum, foreldr-
um og bróður, ásamt öllum þeim
nánustu sem munu hugsa vel um
þig, en við fjölskyldan munum
aldrei gleyma hversu frábær
móðir, tengdamóðir og amma þú
varst. Við syrgjum þig en góðu
minningarnar og þakklætið eru
sorginni yfirsterkari. Þú hefur
markað líf okkar sem og fjölda
annarra og sá sem auðgar líf ann-
arra hefur vissulega lifað góðu og
þýðingarmiklu lífi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elsku Magga, takk fyrir dýr-
mætar stundir.
Silja Sigríður Þorsteins-
dóttir og fjölskylda.
Elsku amma Magga, eins og
hún var oftast kölluð af okkur
systkinunum á Grænó, er fallin
frá. Eftir óvænt og erfið veikindi,
fór hún alltof snemma frá okkur.
Hennar verður sárt saknað en
það huggar okkur systkinin á
þessum erfiða tíma að hún og afi
Þorfinnur eru saman á ný.
Við systkinin erum afar þakk-
lát fyrir allar góðu minningarnar
sem við eigum um ömmu.
Hún var frábær og öflug kona
með stórt hjarta, hlý og góð
faðmlög. Amma var alltaf tilbúin
að gera allt fyrir alla og enginn
mátti fara frá henni svangur eða
ósáttur. Okkur systkinunum
fannst alltaf mjög gaman að
horfa á ömmu í eldhúsinu og við
vorum alltaf með nefið ofan í öllu,
eins og hún sagði gjarnan við
okkur. Það sem við eigum eftir að
sakna þess að geta ekki komið til
þín í heimsókn, fengið hjálp við
það sem við eigum erfitt með og
bara spjalla um allt á milli himins
og jarðar, eða kannski bara fá
frostpinna. Það var alltaf mjög
gott að tala við ömmu, hún skildi
alltaf okkar skoðanir á málunum,
enginn var traustari. Heima hjá
ömmu Möggu var alltaf mikil ró.
Það var gott að geta farið til
hennar, þegar prófin nálguðust
eða þegar maður þurfti að ein-
beita sér. Amma var alltaf tilbúin
að hjálpa ef vandamál komu upp
á. Samt var alltaf nóg að gera hjá
ömmu, við brosum stundum að
því hvernig hún hljóp við fót á
milli eldhússins og þvottahússins.
Við systkinin á Grænó hugsum
til þín með þakklæti og gleði, við
eigum eftir að sakna þín, elsku
amman okkar, og við munum
aldrei gleyma þér. Við vitum að
þú ert komin á betri stað og fylg-
ist með okkur áfram.
Ég kvíði ei lengur
komandi tíma.
Ég hættur er að starfa,
og tekinn að bíða.
Ég horfi á ljósið,
sem lýsir fram veginn.
Held göngunni áfram,
verð hvíldinni feginn.
(Höf ók.)
Sofðu rótt, elsku amma, og
Guð geymi þig og afa.
Þín ömmubörn,
Margrét, Steinunn og
Þorfinnur Lúther.
Emblu konur, enn til starfa
aukum styrk vors tryggðabands.
Vinnum okkar þjóð til þarfa,
þjónum byggðum Ísalands.
Sinnum heilar hverju verki,
huggum, líknum, eflum dáð.
Undir Lions mæta merki,
mikil saga verði skráð.
(Höf. G.K.)
Látin er yndisleg kona og góð-
ur félagi í Lionsklúbbnum
Emblu, Margrét Lúðvígsdóttir.
Hún var ein af 20 konum sem
stofnuðu klúbbinn 9. mars 1989
og hefur starfað óslitið síðan.
Hefur hún gegnt öllum embætt-
um í stjórn klúbbsins sem og í
öðrum nefndum innan hans í
gegnum öll árin.
Var stallari þetta starfsárið.
Ávallt fús til allra verka fyrir
klúbbinn sinn.
Magga, eins og við kölluðum
hana, var í fjáröflunarnefnd þeg-
ar við tókum þá ákvörðun árið
2008 að láta hanna fyrir okkur
jólakort sem varð svo aðalfjár-
mögnun klúbbsins í líknarsjóð frá
þeim tíma.
Hún sá um samskipti í mörg ár
við listamanninn Jón Inga Sigur-
mundsson sem hefur málað og
gefið okkur myndirnar frá upp-
hafi. Alltaf nýjan fugl á hverju ári
og eigum við örugglega eftir að
minnast elsku Möggu okkar þeg-
ar næsti fugl verður valinn.
Magga hafði sérlega góða
nærveru, alltaf glöð og aldrei
heyrðist hún hallmæla nokkrum
manni.
Mikið eigum við eftir að sakna
hennar þegar við skemmtum
okkur saman, hún var ávallt
hrókur alls fagnaðar, alltaf til í
gleði og glens, ekki síst í utan-
landsferðunum, þaðan eigum við
ógleymanlegar minningar sem
við eigum eftir að ylja okkur við.
Þessi kona var alltaf svo
smekkleg og vel til höfð svo eftir
var tekið. Það er sárt og erfitt að
sætta sig við hvað veikindi geta
fellt fólk á stuttum tíma.
Magga okkar var á sínum síð-
asta fundi með okkur í janúar síð-
astliðnum en nú er sæti hennar
autt. Minningin lifir um góðan fé-
laga.
Við kveðjum Möggu með
þakklæti og virðingu. Aðstand-
endum öllum sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Emblu,
Guðmunda Auðunsdóttir,
formaður, og Þóranna Ing-
ólfsdóttir, ritari.
Margrét
Lúðvígsdóttir
✝ Ólafur Run-ólfsson fæddist
á Berustöðum í
Rangárvallasýslu
12. janúar 1929.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði
19. apríl 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Stefánsdóttir hús-
freyja, f. 12. nóv-
ember 1890, d. 22. júní 1982, og
Runólfur Þorsteinsson bóndi, f.
21. mars 1886, d. 25. janúar
1968, sem bjuggu á Berustöð-
um.
Ólafur var fimmti í röð sjö
systkina. Þau voru Ingigerður,
f. 1922, d. 2006, Stefán, f. 1924,
d. 2004, Margrét, f. 1926, d.
2010, Þorsteinn, f. 1927, d.
2001, þá Ólafur, f. 1929, Stein-
þór, f. 1932, d. 2009, og Trausti,
f. 1933.
Ólafur kvæntist 24. desember
Ólafur Freyr, f. 1.4. 1994.
Ólafur ólst upp á Berustöðum
við almenn sveitastörf. Hann
stundaði hefðbundið
barnaskólanám við farskóla
Ásahrepps og var síðan einn
vetur í Skógarskóla. Hann nam
bifvélavirkjun í Iðnskólanum og
var meistari í þeirri grein.
Hann starfaði meðal annars við
bifvélavirkjun hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga. Einnig
var hann ökukennari í 10 ár.
Ólafur starfaði lengst af sem
bifreiðastjóri hjá Strætisvögn-
um Reykjavíkur og Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins síðustu
15 ár starfsævinnar. Hann var
heiðursfélagi í Kvæðamanna-
félaginu Iðunni og Málfunda-
félaginu Hörpu.
Ólafur gaf út tvær ljóðabæk-
ur; Hugur og hjarta kom út árið
2012 og fjallar um reynslu hans
af hjartaaðgerð sem hann
gekkst undir vorið 1996, og
Fróns um grundir kom út árið
2013.
Útför hans fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 29. apríl
2016, klukkan 13.
1977 Kristbjörgu
Stefánsdóttur, f.
22. janúar 1932, d.
8. nóvember 1992.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hólm-
fríður Sigurðar-
dóttir, f. 12. maí
1896, d. 25. febrúar
1990, og Stefán
Tryggvason, f. 18.
júní 1891, d. 31.
október 1971,
bændur á Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal, S-Þing.
Dóttir Kristbjargar og stjúp-
dóttir Ólafs er Hólmfríður
Fanndal Svavarsdóttir, f. 20.11.
1961. Börn hennar og Guð-
mundar Stefánssonar, f. 1.4.
1957, d. 1.4. 1997, eru: 1) Krist-
björg Hildur, f. 13.9. 1983. Eig-
inmaður hennar er Sigurður
Jökull Ólafsson, f. 19.10. 1973,
og dóttir þeirra er Andrea
Lúsía, f. 2.2. 2014. 2) Guð-
mundur Smári, f. 3.10. 1990. 3)
Elsku hjartans Óli afi minn.
Ég saknaði þín áður en þú
fórst en núna sakna ég þín ennþá
meira.
Mér fannst erfitt að búa svona
langt í burtu frá þér og geta ekki
verið meira hjá þér, sérstaklega
eftir að þú varðst gamall og veik-
ur. Ég passaði mig að koma alltaf
til þín eins oft og ég gat þegar ég
var á landinu og þú passaðir þig
á að eiga alltaf til nóg af grænu
tei og jóla- eða marmaraköku í
frystinum. Eftir að langafastelp-
an þín kom í heiminn fannst mér
enn erfiðara að búa svona í burtu
því ég vildi að þið sæjust oftar.
Þú varst svo glaður og kátur í
hvert skipti sem við komum til
þín.
Að sjá andlit þitt, og allra
hinna á sömu deild og þú á
Landakoti, ljóma þegar Andrea
valsaði um gangana að skoða sig
um var ómetanlegt. Þú varst jafn
umhyggjusamur og góður við
hana og þú varst við mig frá því
ég fæddist.
Þú kenndir mér svo margt í
gegnum ævina og við höfum upp-
lifað svo margt saman. Minning-
arnar rígheld ég í núna þegar
ógrynni af tárum falla vegna þín,
elsku afi.
Allar fjallgönguferðirnar sem
við fórum í saman, þegar þú
tókst mig með þér á fundi hjá
Kvæðamannafélaginu, þegar þú
leyfðir mér að hjálpa þér að róta
eftir kartöflum í beðinu ykkar
ömmu í Þykkvabænum, kenndir
mér að slá grasið og passaðir að
ég færi varlega svo tærnar
myndu ekki verða undir. Að
ógleymdum öllum rúntunum á
Litla-Rauð þegar ég var komin
með aldur til, til að kenna mér
rétta hegðun í umferðinni. Þú
kenndir mér svo margt gott,
elsku afi.
Ég og þú vorum dálítið lík.
Hlutir mega ekki sitja á hakan-
um ef hægt er að gera þá strax.
Við pössuðum okkur bæði á að
láta aldrei líða mjög langan tíma
milli bréfa og þess vegna urðu
þau ansi mörg í gegnum tíðina.
Jafn skipulagður og samvisku-
samur og þú varst hélstu auðvit-
að upp á öll bréfin. Ég er svo
þakklát fyrir það því núna fæ ég
allar möppurnar með bréfunum
og get hlýjað mér við lestur á
þeim. Ljóðabækurnar tvær sem
þú gafst út munu á sama tíma
verma hjartað þegar ég þarf að
finna fyrir nærveru þinni.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur, sem var ómet-
anlegur stuðningur sama hvað
bjátaði á. Þú varst alltaf tilbúinn
að hjálpa og bjóða fram „tekju-
afganginn undan koddanum“ ef
þörf var á.
Þú varst ósjálfselskur, hugul-
samur og góður maður.
Elsku afi, ég held þú hafir
beðið eftir mér. Beðið með að
kveðja þennan heim þar til ég
væri komin til þín. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa náð að
kyssa þig á ennið, halda í hönd-
ina þína og láta þig vita að ég
væri hjá þér.
Mig langar svo að geta tekið
utan um þig einu sinni enn og
sagt þér hvað mér þykir vænt
um þig.
Þú varst besti afi sem hægt er
að hugsa sér og ég er svo þakklát
fyrir að Kristbjörg amma fann
þig á sínum tíma. Ég veit að þér
líður vel þar sem þú ert núna, í
faðmi ömmu. Faðmaðu og kysstu
hana frá mér. Takk fyrir allt, þið
tvö.
Við sjáumst síðar.
Þín,
Kristbjörg Hildur.
Í dag kveð ég hjartkæran
stjúpföður minn til 43 ára, Óla
Run, eins og hann var jafnan
kallaður. Það var árið 1973 að
mamma og Óli kynntust. Þau
stofnuðu heimili í Þykkvabæ 11 í
Reykjavík árið 1977 og giftu sig
sama ár. Þaðan á ég margar góð-
ar minningar um hlýlegt og gest-
kvæmt heimili. Þau ræktuðu
garðinn sinn í orðsins fyllstu
merkingu, margar tegundir
blóma, kartöflur og grænmeti
sem var sótt út í garð þegar líða
fór á sumarið. Allt frá fyrstu
stundu treysti ég Óla. Hann var
mikill öðlingur, hæglátur, kurt-
eis, heiðarlegur, ákveðinn og oft
svolítið sérvitur að mér fannst,
en allt þetta gerði hann að þeim
góða manni sem hann var. Ein af
mínum fyrstu minningum var að
mér fannst hann stríðinn. Ekki
man ég samt eftir að nokkurn
tímann hafi borið skugga á sam-
skipti okkar.
Missir og söknuður okkar var
mikill þegar móðir mín lést að-
eins 60 ára gömul.
En áfram liðu árin og hann
ræktaði sambandið við mig og
fjölskyldu mína. Hann var góður
afi, hafði alltaf tíma þegar sinna
þurfti börnunum, ef veikindi
voru þá var hringt í afa. Hann
kom á Litla Rauð, sat hjá þeim
svo mamma kæmist í vinnuna
áhyggjulaus. Oft kom afi og fór
með þau í bílferðir og sýndi þeim
áhugaverða staði. Ef ég hafði
áhyggjur af honum, að hann væri
mikið einn, þá svaraði hann ætíð
að hann hefði alltaf nóg fyrir
stafni. Á sumrin ók hann um
landið á Litla Rauð, heimsótti
ættingja og vini. Hann var dug-
legur að ganga og hreyfa sig
meðan kraftar leyfðu. Skrifaði
dagbækur, ferðasögur og orti
ljóð í tugatali. Frá september
2015 hafði heilsu hans hrakað
hratt og hann hlaut umönnun frá
starfsfólki Landspítala, Landa-
kots og nú síðast á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi og kann ég
þeim öllum bestu þakkir fyrir
góða umönnun.
Heim við túnið mitt steinarnir standa
bæði stakir og einir í senn.
Þarna umgengni verður að vanda
því nú veit ég, að búa þar menn.
Enga háreysti hafa þar megum
aldrei hróp eða blótsyrði nein.
Þennan helgistað einnig við eigum
því að aldrei má kasta þar stein.
Þeirra hýbýli, höll sé ég glæsta
ef ég horfi á steinanna lag.
Það er kirkja í klettinum næsta
þarna komið er saman hvern dag.
Þeirra umhverfi ekki má breyta
og í engu má raska þeim hól.
Og á vorkvöldin lömbin oft leita
on í lautir og finna þar skjól.
(Ólafur Runólfsson)
Með hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina.
Hólmfríður F. Svavarsdóttir.
Við systkinin kölluðum hann
arfinn okkar. Sú nafnbót kom til
af því að vináttu heiðursmanns-
ins Ólafs Runólfssonar erfðum
við eftir foreldra okkar og
tengdaforeldra, þau Halldór Þór-
hallsson og Þórunni Mey-
vantsdóttur, en pabbi og Ólafur
voru vinnufélagar til margra ára
hjá SVR. Það samstarf þróaðist
upp í einstaka vináttu þessara
tveggja ljúflinga, sem hvergi bar
skugga á meðan báðir lifðu. Þeir
voru hagyrðingar af Guðs náð og
skiptust á ljóðum og ljóðabréfum
nær daglega. Sem dæmi um þá
einstöku vináttu sem ríkti milli
þessara tveggja manna má nefna
að árið 1971 er foreldrar okkar
ætluðu í vikutíma í sumarbústað
á Þingvöllum og hugðust fara á
nýjum bíl sem þau höfðu pantað
kom upp sú staða að bíllinn
fékkst ekki afgreiddur fyrir til-
skilinn tíma. Þá brást hinn sanni
vinur Ólafur snarlega við og lán-
aði þeim nýjan Volvo. Eftir að
pabbi hætti að vinna vegna veik-
inda var vinurinn Ólafur ávallt til
staðar og reiðubúinn að aðstoða.
Síðustu utanbæjarferð pabba
fóru þau hjón með Ólafi upp í
Munaðarnes þar sem dóttir
þeirra og tengdasonur dvöldu í
vikutíma. Þar gistu þau og þar
urðu til tveir allmiklir ljóðabálk-
ar sem nú eru vel geymdir. Þeg-
ar pabbi andaðist árið 1978 var
Ólafur nýkvæntur sinni ágætu
konu Kristbjörgu Stefánsdóttur,
sem kom með dóttur sína Hólm-
fríði inn í hjónabandið. Það var
gæfa Ólafs að fá þessar yndis-
legu konur inn í líf sitt og Hólm-
fríði reyndist hann ávallt sem
besti faðir. Eftir 15 ára hjóna-
band dró hins vegar ský fyrir
sólu því í nóvember 1992 and-
aðist Kristbjörg eftir erfið veik-
indi. Var sá viðskilnaður Ólafi
þungt áfall. En huggun harmi
gegn var sá fjársjóður sem Krist-
björg skildi eftir sig, því Hólm-
fríður og börnin hennar þrjú
hafa ríkulega launað Ólafi fóstrið
með nærgætni, elsku og umönn-
un. Eftir andlát pabba þótti okk-
ur sjálfgefið að vináttan myndi
flytjast milli kynslóða og varð
Ólafur upp frá því heimilisvinur
okkar systkinanna. Gerðar voru
veikburða tilraunir til að kveðast
á við hann en fljótlega varð ljóst
að betra var að hvíla við fætur
meistarans, hlusta og læra.
Eftir andlát Kristbjargar
fjölgaði heimsóknum Óla til okk-
ar og tekinn var upp sá siður að
borða saman tvisvar á ári, í febr-
úar og september, á veitingahús-
inu Aski. Ávallt borðaði höfðing-
inn sinn smjörsteikta lax og flutti
okkur síðan annál liðinna mán-
aða í ljóða- eða dagbókarformi.
Það sem öðru fremur einkenndi
Ólaf var hógværð, lítillæti og
snyrtimennska. Ávallt var hann
hreinn og strokinn með sitt síða
alhvíta skegg og sama snyrti-
mennskan gilti varðandi þá bíla
sem hann átti. Tvær ljóðabækur
liggja eftir Ólaf; „Hugur og
hjarta“ sem gefin var út 2012 og
„Fróns um grundir“ sem út kom
2013. Ýmis skáldanöfn notaði
Ólafur undir ljóð sín og má þar
nefna, 115, Rufaló, Torfi skordal,
Jón smiður og Ól Run. Nú er
okkar sameiginlegu og gefandi
vegferð lokið og kveðjum við
hinn aldna höfðingja með virð-
ingu og þökk. Megi góður Guð
blessa minningu Ólafs og milda
sorg Hólmfríðar, Kristbjargar,
Ólafs, Guðmundar og annarra
vandamanna.
Þórhallur Páll, Guðbjörg,
Már, Jóna, Lilja og Hafþór.
Ólafur Runólfsson