Morgunblaðið - 02.05.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Í andsvari við ræðu Árna PálsÁrnasonar um aflandsfélög á Al-
þingi á föstudag benti Sigríður And-
ersen á að Árni Páll færi fyrir flokki
sem virtist tengjast
félögum þar sem
eignarhaldið væri
ekki ljóst og vísaði til
eigenda húsnæðis
flokksins. Og Sigríð-
ur spurði hvort Árni
Páll hefði upplýs-
ingar umfram þær
sem komið hefðu
fram í fjölmiðlum,
sem hefðu nánast
engar verið.
Árni Páll kaus aðsvara þessu
með því að hann
þekkti ekki eignar-
haldið en réðst svo á Morgunblaðið,
sem sagt hefur fréttir af þessu. Sagði
hann blaðið hafa „bæði seint og illa
birt leiðréttingar og upplýsingar frá
eigendum húsnæðisins, og kann það
nú kannski að skýrast af því hversu
mikill fótur er fyrir fréttaflutn-
ingnum að öðru leyti.“
Þetta eru hrein ósannindi.Morgunblaðið hefur birt allt sem
hægt hefur verið að toga upp úr Sam-
fylkingunni og leigusölum flokksins
um það hverjir leigusalarnir eru, en
vandinn er sá að um eigendurna ríkir
alger leynd. Augljóst er að eitthvað
er verið að fela en ekki verður fullyrt
um hvað það er.
Sérkennilegt er að flokksmennskuli sætta sig við þetta leyni-
makk. Enn sérkennilegra er að aðrir
stórir fjölmiðlar skuli hjálpa Sam-
fylkingunni við feluleikinn í stað þess
að taka málið upp.
Hvers vegna spila þeir með Sam-fylkingunni í þessu? Hafa þeir
bara áhuga á gagnsæi ef það fer ekki
gegn hagsmunum Samfylkingar-
innar?
Sigríður
Andersen
Eru ósannindin
eina vörnin?
STAKSTEINAR
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 1.5., kl. 18.00
Reykjavík 4 skúrir
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 6 léttskýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 11 heiðskírt
Stokkhólmur 10 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 15 skúrir
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 7 skúrir
Glasgow 8 skýjað
London 12 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 12 skýjað
Vín 12 skýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 10 skúrir
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -5 léttskýjað
Montreal 3 skúrir
New York 16 alskýjað
Chicago 9 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:54 21:56
ÍSAFJÖRÐUR 4:42 22:18
SIGLUFJÖRÐUR 4:25 22:01
DJÚPIVOGUR 4:20 21:30
Landsbankinn hf. býður til sölu allan eignarhlut sinn í fjárfestingafélaginu
Eyrir Invest hf. Eignarhluturinn sem nemur 23,3% alls hlutafjár í Eyri
Invest er boðinn til sölu í heild eða að hluta.
Eyrir Invest er fjárfestingafélag sem stofnað var árið 2000. Helstu fjár-
festingar félagsins eru 29,3% eignarhlutur í Marel hf. og 33,7% eignar-
hlutur í Eyrir Sprotar slhf., fjárfestingafélagi sem fjárfestir í nýsköpunar-
fyrirtækjum. Eiginfjárhlutfall Eyris var 54,5% um síðustu áramót sam-
kvæmt ársreikningi.
Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna
í eigu bankans og er öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar sam-
kvæmt skilgreiningu í 9. tölulið 43. greinar laga nr. 108/2007 um verð-
bréfaviðskipti.
Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Lands-
bankans með því að senda póst á netfangið eyrir@landsbankinn.is, auk
þess sem nálgast má stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað
vegna hæfismats og upplýsingar um hugsanlega hagsmunaárekstra á vef
bankans, landsbankinn.is.
Þeir fjárfestar sem uppfylla hæfismat fyrir þátttöku í söluferlinu fá
afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest og gera tilboð á grund-
velli þeirra gagna.
Frestur til að skila trúnaðaryfirlýsingu og hæfismati vegna þátttöku
í söluferlinu rennur út kl. 12:00 föstudaginn 13. maí 2016.
Eignarhlutur Landsbankans
í Eyri Invest til sölu
Á aðalfundi Veiðifélags Laxár og
Krákár á laugardaginn var sam-
þykkt ályktun þar sem skorað er á
yfirvöld umhverfismála, bæði á
landsvísu og á sveitarstjórnarstigi,
að bregðast við því alvarlega ástandi
sem lýst hefur verið í lífríki Laxár
og Mývatns í Suður-Þingeyjarsýslu.
„Lífríki Mývatns og Laxár hefur
verið undir miklu álagi undanfarna
áratugi og svæðið er á rauðum lista
Umhverfisstofnunar fjórða árið í
röð. Kúluskíturinn, sem aðeins
finnst á einum öðrum stað í heim-
inum, er horfinn og botni Mývatns
má líkja við uppblásinn eyðisand.
Bleikjan hefur verið nánast friðuð í
nokkur ár til að koma í veg fyrir út-
rýmingu. Hornsílastofninn er í sögu-
legri lægð. Við rannsóknir síðasta
sumar veiddust 319 síli en sambæri-
legar rannsóknir síðustu 25 ár hafa
skilað 3.000-14.000 sílum,“ segir
m.a. í ályktuninni.
Morgunblaðið/BHF
Mývatn Lífríki vatnsins og Laxár
hefur verið undir miklu álagi.
Áhyggjur af
lífríki Laxár
og Mývatns
Flugmálafélag Íslands harmar þá ákvörðun Isavia
að banna sjónflug á Reykjavíkurflugvelli undan-
farnar vikur vegna yfirvinnubanns flugumferðar-
stjóra. Fram kemur í ályktun frá ársþingi félagsins
að þessi ákvörðun þýði í raun að almanna- og
kennsluflug sé óheimilt á vellinum. Á sama tíma sé
skortur á atvinnuflugmönnum, flugkennurum og
öðru fagfólki í flugmálum vegna mikils vaxtar í flug-
samgöngum, sem aftur séu burðarás íslenskrar
ferðaþjónustu.
„Flugumferð er eins og önnur umferð í landinu
þar sem einstaklingar ákveða að ferðast loftleiðis á
milli staða, stunda flugnám og fara í aðrar flug-
tengdar ferðir líkt og á bílum eða reiðhjólum. Þrátt
fyrir þessar augljósu staðreyndir ákveður Isavia að
heimila alla starfsemi á Reykjavíkurflugvelli aðra
en almanna- og kennsluflug. Ársþing Flugmála-
félagsins telur þessa stöðu með öllu óásættanlega,“
segir enn fremur. Hvetur ársþingið Isavia og flug-
umferðarstjóra til þes að ná þegar í stað samn-
ingum og forða þannig frekara tjóni. „Til vara hvet-
ur ársþingið Isavia til þess að aflétta íþyngjandi
kröfum um flugumferðastjórn á Reykjavíkurflug-
velli þegar veðurskilyrði til flugs eru ákjósanleg.“
Ósáttir við bann við sjónflugi í Reykjavík