Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Reyktur
og grafinn
lax
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin.
• Í forréttinn
• Á veisluborðið
• Í smáréttinn
Alltaf við hæfi
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Flestum reiðhjólum er stolið utandyra, úr
hjólageymslum fjölbýlis og jafnvel eftir að
brotist hefur verið inn í bíl. Alls hefur 68 reið-
hjólum verið stolið það sem af er ári en hafa
ber í huga að tölurnar ná ekki yfir allan apríl
heldur til 25. apríl. Síðustu þrjú ár hefur til-
kynningum fækkað miðað við árin 2010 til
2012. Flestar tilkynningarnar bárust árið
2010, þegar tilkynnt var um 812 reið-
hjólaþjófnaði. Árið 2015 bárust hins vegar 490
tilkynningar, sem er um 25 prósenta fækkun
miðað við meðalfjölda áranna 2010 til 2014.
Flestum reiðhjólum er stolið frá vori fram á
haust.
Samkvæmt tryggingarfélögunum VÍS og
Sjóvá falla reiðhjól undir innbústryggingu og
sé læstu hjóli stólið fæst verðmæti þess bætt,
að frádreginni eigin áhættu, svo fremi að nótu
fyrir kaupverði hjólsins sé framvísað.
Þau svör fengust hjá VÍS að ef nótan væri
ekki fyrir hendi fengjust bætur sem næmu að
hámarki 1% af þeirri fjárhæð sem innbúið
væri tryggt fyrir. „Alltaf skal læsa hjóli með
öflugum hjólalás við eitthvað jarðfast og gildir
hið sama í hjólageymslum og utandyra. Lás-
inn á að þræða um stell hjólsins en ekki
gjarðir. Skynsamlegt er að skrá hjá sér lit,
gerð og stellnúmer hjóls til að auka líkur á að
endurheimta það ef því er stolið,“ segir enn
fremur í svari VÍS við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
Hjá Sjóvá segir að Fjölskylduvernd bæti
ýmis tjón sem verði á reiðhjólum, en há-
marksbætur eru mismunandi eftir því hvaða
Fjölskylduvernd viðkomandi er með. „Þjófn-
aður er algengasta orsök tjóna á reiðhjólum.
Þegar hjól eru tekin þar sem þau eru geymd
innandyra þurfa að vera greinileg merki um
innbrot til að bætur fáist greiddar. Ef reið-
hjóli er stolið utandyra þarf hjólið að hafa
verið tryggilega læst.“
Nýtt reiðhjól kostar um 100 þúsund krónur
en fyrir þá sem eiga hjól sem eru verðmætari
en þau sem fást bætt úr fjölskylduverndinni
er Sjóvá með víðtækari tryggingu.
„Það besta sem við gerum er að læsa alltaf
hjólinu við fastan hlut, hvar sem við skiljum
það eftir, heima við, úti í bæ eða í hjóla-
geymslunni í fjölbýli. Langbest er að læsa
þeim við fastan hlut, en þá er t.d. átt við hjól-
reiðagrind eða staur. Margar verslanir og
fyrirtæki hafa sett upp góða hjólastanda utan-
dyra til þess að mæta þörfum hjólandi. Þó svo
að hjólastandurinn sé aðeins frá inngangnum
sem við ætluðum inn um er það algjörlega
þess virði að fara með hjólið þangað.“
Enginn ætti að spara lásakaup
Tryggingarfélögin VÍS og Sjóvá með áþekka áætlun þegar kemur að reiðhjólaþjófnuðum
Um 70 reiðhjólum hefur verið stolið það sem af er árinu 812 reiðhjólum var stolið árið 2010
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stolið Nýtt reiðhjól kostar um 100 þúsund krónur og er því töluverð fjárfesting. Festa verður
hjólið við eitthvað jarðfast til að fá bætur sé hjólinu stolið. Enginn ætti að spara við sig lásinn.
Ráð Sjóvá hvernig eigi
að læsa hjólinu
» Ekki spara í kaupum á reiðhjólalási ef
þú hefur efni á því. Best er að kaupa U-
laga lás eða keðjulás. Það er erfiðara að
ná þeim í sundur.
» Lásinn á alltaf að fara í gegnum reið-
hjólagrindina (stellið) og þaðan í reið-
hjólastandinn.
» Lásar sem eru með dekkjalási sem
læsir bæði reiðhjólagrindinni og dekkinu
við standinn eru góðir.
» Ekki er mælt með að eingöngu dekk-
inu sé læst við reiðhjólastandinn því auð-
velt er að losa dekkið og þá er hjólið
sjálft óvarið.
» Læsum alltaf hjólinu, líka þegar við
skiljum það eftir í nokkrar mínútur.
Matís og Landssamband smábáta-
eigenda (LS) hafa blásið til sam-
keppni meðal sjómanna um að sýna
í máli og myndum hvað þurfi til
svo að fyrsta flokks afli berist að
landi. Samfélagsmiðlar verða nýttir
til að sýna frá störfum sjómanna
og munu sjómennirnir sjálfir sjá
um myndir og texta.
Í lok hvers mánaðar, maí, júní,
júlí og ágúst, verður einn sjómaður
valinn sem þykir hafa skilað besta
og jákvæðasta efninu. Eingöngu
verður lagt mat á myndirnar og
textann og mun það vera í höndum
Matís og LS að velja úr aðsendum
og birtum myndum.
Markmið verkefnisins er að auka
vitund um mikilvægi góðrar afla-
meðferðar og hversu miklu máli
það skiptir að stunda vönduð
vinnubrögð. Nauðsynlegt er að
sýna neytendum með jákvæðum
hætti að vel sé að verki staðið og
að unnið sé með ábyrgum hætti að
sjálfbærri nýtingu okkar sam-
eiginlegu auðlindar.
Hægt er að taka þátt í keppninni
í gegnum samfélagsmiðlana Face-
book, Instagram eða Twitter.
Einnig er hægt að senda tölvupóst
með mynd og texta á netfangið
fallegurfiskur@matis.is.
Samkeppni sem sýnir góða meðferð afla
Fiskur Markmiðið er að auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar.
Félag kvik-
myndagerðar-
manna er nú orð-
ið stéttarfélag
með aðild að Raf-
iðnaðarsambandi
Íslands. Þetta
kemur fram í
fréttatilkynn-
ingu frá félag-
inu.
„Félag kvik-
myndagerðarmanna, sem er 50 ára
um þessar mundir, var stofnað af
starfsmönnum hins nýstofnaða
sjónvarps RÚV 1966. Alltaf stóð til
að félagið yrði stéttarfélag en það
varð ekki að veruleika fyrr en lög-
um félagsins var breytt 2014. Nú
hefur FK stigið skrefið til fulls og
hefur starfsemi stéttarfélagsdeild-
arinnar frá og með 1. maí 2016.“
Enn fremur segir að félagið hafi
verið í viðræðum við RSÍ um nokk-
urn tíma varðandi inngöngu í sam-
bandið.
Kvikmyndagerðar-
menn í Rafiðnaðar-
sambandið
Kvikmyndir FK er
nú stéttarfélag.