Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
H
armræn ástarsaga
blæðandi úlfs frá hel-
víti og ungrar stúlku
eftir Unu Björk Guð-
mundsdóttur, 15 ára,
sigraði í myndasögusamkeppni
Borgarbókasafns Reykjavíkur og
Myndlistaskólans í Reykjavík í sam-
starfi við Nexus. „Úlfurinn upplifir
ást í fyrsta skipti þegar stúlkan færir
honum gult blóm, en hún er sú eina
sem hefur sýnt honum aðra tilfinn-
ingu en hræðslu. Hún endurgeldur
ást úlfsins. Úlfurinn er eilífur því
hann kemur frá helvíti, en stúlkan
aftur á móti dauðleg eins og aðrar
mannlegar verur,“ segir Una Björk
um söguþráðinn.
Enskumælandi úlfur
Að þessu sögðu blasir við að ást-
in þeirra á milli er fyrir fram dauða-
dæmd. Stúlkan deyr. Úlfurinn lifir.
Myndasagan nefnist Drip drop. „Út
af blóðinu sem lekur af úlfinum,“ út-
skýrir höfundurinn, sem byggir sög-
una upp sem ljóð – eitt ljóð í hverjum
myndaramma. Sagan er sögð frá
sjónarhóli úlfsins, sem reyndar tjáir
sig á ensku. „Ég ætlaði að skrifa sög-
una á íslensku en þegar ég byrjaði
fannst mér auðveldara að skrifa ljóð á
ensku,“ segir Una Björk.
Hugarangur úlfsins kemur
glögglega í ljós í næstsíðasta ljóðinu:
It wasn’t long before I realised.
I knew, I shouldn’t have been
surprised.
Face got wrinkled, eyes got
wise.
Then her body slowly dies.
Og í lokasenunni er úlfurinn að-
framkominn af sorg þar sem hann
stendur við leiði stúlkunnar:
What once was a flower is now a
cold stone.
What is now mud was once bone.
I can’t take the sorrow, I cannot
lie.
Please lord, take me. I want to
die.
Eitraðar konur var þema sam-
keppninnar í ár, þeirrar áttundu frá
árinu 2009. Um tuttugu verk bárust
og eru þau á myndasögusýningu sem
opnuð var á laugardaginn í Borgar-
bókasafninu í Grófinni þar sem verð-
launaafhendingin fór fram.
Söguhetja Unu Bjarkar fellur þó
ekki strangt til tekið í flokk slíkra
kvenna. Engu að síður komst dóm-
nefndin að þeirri niðurstöðu að Una
Björk ætti bestu söguna í keppninni,
enda fengu þátttakendur algjörlega
frjálsar hendur. Verkin gátu verið
jafnt myndasaga eða stök mynd með
myndasöguþema eða mynd sem
tengdist myndasögum á einhvern
hátt.
Dómnefndina skipuðu Björn
Unnar Valsson, bókmenntafræðingur
Úlfur frá
helvíti verður
ástfanginn
Eitraðar konur voru þema myndasögusamkeppni
fyrir ungt fólk sem Borgarbókasafn Reykjavíkur og
Myndlistaskóli Reykjavíkur stóðu fyrir í liðnum mán-
uði í samstarfi við Nexus. Una Björk Guðmunds-
dóttir, 15 ára, bar sigur úr býtum fyrir ljóðrænu
ástarsöguna Drip drop.
Viðurkenningar
Auk sigurvegarans fengu þrír þátt-
takendur myndasögukeppninnar
viðurkenningar fyrir góðar sögur:
Matthías Sólon Regal (mynd efst
t.v.), Arndís Björk Marínósdóttir
(mynd efst t.h.) og Halldór Sánchez
(mynd t.v.)
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margar hugmyndir Una Björk fær a.m.k. tvær hugmyndir á mánuði að myndasögu, hana vantar bara meiri tíma.
Í samfélagi nútímans óttastmargir ágreining og gagnrýni.Þeir trúa því að ef upp kemur
ágreiningur muni þeir tapa og að
gagnrýni verði þeim of sársauka-
full. Þeim finnst þeir ekki hafa rétt
á að láta sjónarmið sín í ljós eða
koma sér á framfæri. Lífið hefur
mótað þá með þeim hætti að þeir
trúa að hlutverk þeirra sé að sam-
þykkja og hegða sér í samræmi við
skoðanir og vilja annarra. Að vera
sýnilegur, ófullkominn og láta í ljós
eigin langanir gerir þá berskjald-
aða fyrir árásum frá öðrum? Á
þetta við um þig? Þá er líklegt að
þú bregðist við þessu með því að
vera ósýnileg(ur). Að segja ekki
skoðun þína nema aðrir hafi sagt
sína, og þá aðeins til að samþykkja
skoðanir hinna. Að samþykkja flest
sem aðrir biðja um. Að reyna í
lengstu lög að komast hjá því að
segja „nei“. Að gefa eftir stjórn á
eigin lífi. Að komast hjá neikvæð-
um viðbrögðum þeirra sem gætu
verið ósammála. Að fela eigin hug-
myndir, drauma, óskir og tilfinn-
ingar. Að hegða þér fyrst og
fremst í þeirri viðleitni að falla inn
í umhverfið og hverfa. Að koma
ekki fram sem sjálfstæð persóna
heldur frekar eins og spegilmynd
hugmynda, væntinga og markmiða
annarra. Að gera allt til þess að
forða þér frá því að vera þú sjálf-
(ur) innan um aðra. Þú veist vænt-
anlega að þessi bjargráð skila ekki
góðum árangri. Að afneita sjálfum
þér eða sjálfri þér í samfélagi við
aðra er ekki gott. Það leiðir til auk-
ins ótta, hjálparleysis, eftirsjár og
depurðar.
Í stöðugri keppni við aðra
Annar hópur fólks lítur á lífið
sem stöðuga keppni og baráttu við
aðra. Ef þeir eiga ekki að lenda í
því að verða ósýnilegir sjálfir þá
verða aðrir að vera það. Þeirra
sjónarmið verða að vera ofan á.
Þeirra óskir skulu uppfylltar.
Í sannleika
gagnvart sjálf-
um sér og öðrum
Heilsupistill
Haukur Sigurðsson
sálfræðingur