Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 13
og verkefnastjóri í Borgarbókasafn-
inu, Sirrý (Margrét Lárusdóttir)
myndasöguhöfundur og Sunna Sig-
urðardóttir teiknari. „Sagan er tákn-
ræn og draumkennd, mjög vel unnin
og greinilega mikið í hana lagt. Hún
er sögð í kyrrlátum senum og miðlar
gæsku, vináttu og söknuði á einfaldan
og áhrifaríkan hátt,“ segir Björn
Unnar. „Sterkir litir, fallega uppsett
og gott flæði,“ bætir hann við.
Björn Unnar hefur verið í dóm-
nefnd og séð um skipulagningu
keppninnar frá upphafi. Í áranna rás
hefur hann annað slagið séð sigurveg-
arana hasla sér völl annars staðar,
t.d. Kristin Pálsson, sem teiknar
vikulega myndasögu í
Morgunblaðið. „Hann
sigraði þegar við fögn-
uðum afmæli Smáfólks-
ins,“ rifjar hann upp.
Sú hefð hefur skap-
ast að tengja keppnina af-
mælisbarni úr röðum
þekktra teiknimynda-
hetja. „Við höfum haldið
upp á stórafmæli Tinna,
Astro Boy og Andrésar
andar svo dæmi séu tek-
in. Í ár fagnar Poison Ivy
Myndasögusamkeppnin 2016
var tileinkuð háskakvendinu og
umhverfissinnanum Poison Ivy,
öðru nafni dr. Pamela Lillian
Isley, sem velgdi sjálfum Bat-
man undir uggum. Þetta flagð
undir fögru skinni fagnar fimm-
tíu ára afmæli sínu í ár, en hún
kom fyrst fram á sjónarsviðið í
teiknimyndablaðinu
Batman í júní 1966.
Skaparar hennar eru
tvíeykið Robert Kan-
igher og Sheldon
Moldoff. Poison Ivy er
einn af höfuðóvinum
Batmans og notar
m.a. eitur úr plöntum
og lyktarhormón í
þágu glæpaverka
sinna.
Háskakvend-
ið Poison Ivy
FIMMTUGSAFMÆLI
Forsíðustúlka
Poison Ivy á forsíðu
Batman: Gotham
Knights 2001.
hálfrar aldar afmæli sínu og því var
upplagt að minnast hennar,“ segir
Bjarni Unnar.
Sigurvegari í þriðja sinn
Þetta er þriðja árið í röð sem
Una Björk sigrar í myndasögu-
samkeppninni. „Ég er alltaf með
margar persónur og sögur í kollinum.
Ef sögurnar eru langar teikna ég per-
sónurnar fyrst og skrifa síðan text-
ann, en öfugt ef sögurnar eru
stuttar,“ segir hún.
Una Björk stundar nám í
Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Ekki
kemur á óvart að teikning er eftirlæt-
isfag hennar. Hún byrjaði að teikna
þegar hún var þriggja ára og man eft-
ir að hafa á stundum fengið hrós frá
leikskólakennurunum. Listnám er þó
ekki á dagskrá í framtíðinni, nema
sem plan B, því stefnan er á nám í
dýralækningum.
Spurð um teikniaðferð segist
hún fyrst teikna útlínur með blýanti,
áætla fjölda ramma og nota polyco-
lor-tréliti. „Ég hef prófað að vinna
myndasögur í iPad en mér finnst það
miklu leiðinlegra,“ segir Una Björk
ánægð með sigurlaunin – námskeið í
Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Sorgarsaga Drip drop er sorgleg ástarsaga, sem að mati dómnefndar miðlar vináttu og söknuði á áhrifaríkan hátt.
Þeirra aðferðir verða að vera að-
ferðir allra annarra. Og ef einhver
vogar sér að gefa ekki eftir, brýst
reiðin fram. Þeirra leið er þvinguð
fram og um leið eru þrár og lang-
anir annarra hunsaðar eða á þeim
troðið. Til að eigna sér stað í sam-
félagi manna verða aðrir – með sín-
ar óheppilegu skoðanir og langanir
– að hverfa. Á þetta við um þig?
Þessi aðferð virkar ekki heldur.
Reiðinni er í raun aldrei fullnægt.
Það veitir sjaldnast raunverulega
ánægju þegar aðrir gefa eftir. Og
þar að auki byrjar annað fólk
smám saman að fjarlægjast og skil-
ur hinn reiða eftir í gremju. Þeim
mun meira sem þú reynir að
stjórna öðrum, því stjórnlausara
verður líf þitt.
Hin raunverulega og farsæla
lausn er að vera gagnvart öðrum sá
eða sú sem við raunverulega erum.
Að einfaldlega vera í sannleika. Að
vera ekki fullkomin. Að láta í ljósi
gallana okkar. Að fela ekki órök-
réttar tilfinningar og skoðanir okk-
ar. Að sýna öðrum furðulegan
smekk okkar eða segja þeim frá
óskiljanlegum draumum okkar. Að
eigna okkur stað í samfélagi
manna. Ekki þannig að aðrir eigi
að beygja sig fyrir okkur eða fela
sig sjálfa fyrir okkur heldur með
þeim hætti að um leið bjóðum við
aðra velkomna að vera þarna með
okkur. Á þessum stað er við-
urkenndur sá réttur okkar allra að
vera jafn órökleg, gölluð og mann-
leg eins og við öll erum.
Heilsustöðin, sálfræði- og ráð-
gjafarþjónusta, Skeifunni 11a,
Reykjavík.
www.heilsustodin.is
Mannhafið Sumir kappkosta að falla inn í umhverfið; hverfa í fjöldann.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Flestir vita að allt er vænt sem vel er
grænt og enn fáum við staðfestingu á
því á vefsíðunni www.hithenews.com,
en þar kemur fram að hvítkál sé sér-
deilis hollt fyrir okkur mannskepn-
una. Hingað til hefur hvítkál ekki þótt
neitt sérstaklega sexý þegar kemur
að matargerð og fólk virðist almennt
ekki hafa mikla unun af því að snæða
blessað kálið. Einnig hefur hvít-
kálið haft á sér það
slæma orðspor að það
sé uppspretta gas-
myndunar í maga
og þörmum þeirra
sem það snæða,
en slíkar loft-
myndanir geta
komið fólki í afar
vandræðalegar að-
stæður – enginn vill
leysa háværan vind,
til dæmis á stefnumóti.
En nýlegar rannsóknir ættu
að færa hvítkálið ofar á vinsældalista
fólks, því komið hefur í ljós að hvítkál
inniheldur efni sem geta dregið úr
hættu á hjartasjúkdómum og syk-
ursýki. Mælt er með því að hafa hvít-
kál sem meðlæti í máltíðum að
minnsta kosti þrisvar í viku.
Auk þess er hvítkál sagt bæta
meltinguna og innihalda græðandi
efni sem hægt er að nota til að græða
minni sár. Bandarískur háskóli er
sagður hafa rannsakað þetta og kom-
ist að því að blöð hvítkáls búi yfir
verkjastillandi eiginleikum og í því
finnst efni sem kallast „apigenin“ og
getur dregið úr bólgum. Að því sögðu
eru eftirfarandi leiðbeiningar settar
fram fyrir þá sem vilja sannreyna
þetta á eigin skinni:
Þvoið og þurrkið hvít-
kálsblöð.
Leggið blöðin á
svæðið þar sem verk-
urinn er.
Látið blöðin
haldast á réttum
stað með sára-
umbúðum.
Hafið yfir heila
nótt.
Skiptið um blöð á
hverjum degi.
Í sömu grein er mælt með
því að fólk borði hrátt rauðkál sem
oftast því það inniheldur efni sem
heitir „anthocyanin“, og ku draga úr
bólgum. Einnig eru allar tegundir káls
sagðar innihalda efni sem dragi úr
háum blóðþrýstingi. Og að lokum er
vert að geta þeirra ánægjulegu tíð-
inda að hrátt hvítkál er náttúrulegt
lyf við hægðatregðu.
Mælt er með hvítkáli sem meðlæti þrisvar í viku
Kálið kætir kroppinn
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / info@hotelork.is / tel.: +354 483 4700 / fax: +354 483 4775
Á Hótel Örk geturðu valið milli 7 mismunandi fundarrýma af
ýmsum stærðum. Komdu í sveitasæluna og fundaðu í friði.
Fundarfriður á Hótel Örk
Á Hótel Örk í Hveragerði er afbragðsaðstaða til fundarhalda af ýmsu tilefni.
Starfsfólk okkar hefur mikla reynslu af því að aðstoða fyrirtæki og félagasamtök
við skipulagningu og undirbúning á hvers kyns fundum og ráðstefnum.
Námskeið í tálgun á fuglum og fíg-
úrum úr þurrum við verður haldið
kl. 18–21 í kvöld og annað kvöld í
Handverkshúsinu við Dalveg í Kópa-
vogi. Á námskeiðinu verður unnið
með netta hnífa og útskurðarjárn.
Farið verður í grunnfræðslu um lík-
amsbyggingu fugla og fólks. Gert er
ráð fyrir að þátttakendur hafi
grunnþekkingu á tálgun til að geta
farið beint í þrívíddartæknina.
Óvanir byrja fyrra kvöldið að tálga
út ferskum við og æfa grunntækni
tálgunar.
Leiðbeiningar um fíntálgun er
einnig í boði, mismunandi viðarteg-
undir kannaðar og kennt er að hirða
um verkfærin, brýna hnífa og beita
hnífum við tálgunina.
Leiðbeinandi er Bjarni Þór Krist-
jánsson. Hann hefur í áratugi unnið
við handverk af ýmsu tagi, t.d. tálg-
un, útskurð, rennismíði og eldsmíði.
Bjarni Þór með námskeið í tálgun hjá Handverkshúsinu
Fuglar og fígúrur úr þurrum við
Skarfar Verk eftir Bjarna Þór.