Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 17

Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016 Aðflug Ein flugvéla Flugfélags Íslands, af gerðinni Bombardier Q400, flýgur yfir Ingólfstorg þegar útifundur var haldinn þar í gær í tilefni af 1. maí, alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Árni Sæberg Ísinn er brotinn – með staðfestingu á út- hlutun Fjarskiptasjóðs á 450 milljónum til stuðnings við byggingu ljósleiðarakerfa á þeim svæðum sem ekki hafa áður séð raunhæfan möguleika á slíkum kerfum. Sótt var um stuðning við 1.700 tengingar og alls um 1,1 milljarð. Um 1.100 tengingar fá stuðning að þessu sinni. Sá mikli fjöldi umsókna sem barst Fjarskiptasjóði um styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum sýnir mikinn kraft og ekki síst mikla eft- irspurn eftir raunverulegum fram- tíðarlausnum í fjarskiptum lands- manna. Allt til þessa tíma hefur það ver- ið talið næsta óraunhæft að ráðast í slíkt átak. Með útkomu skýrslu‚ Ís- land – ljóstengt, var sleginn sá tónn að vel mætti kljúfa þann kostnað. Við undirstrikum að við erum ekki aðeins að byggja kerfi fyrir dreifbýli. Við erum að end- urnýja grunnkerfi fjarskipta, við erum að skapa forsendur fyrir því að átakið, ljósleiðaranetið, verði bakhjarl farnetskerfa á 70% af landsvæði í byggð. Við munum verða þjóð sem getur státað af heildstæðu, opnu og hraðvirku fjarskiptakerfi. Átakið er innviðabylting Fjarskiptasjóður fór að þessu sinni þá leið að úthluta fjármunum eftir samkeppni. Sú leið tryggir að við getum fengið stóran áfanga og hraða uppbyggingu. Hún tryggir að þau sveitarfélög sem lengst hafa unnið að úrbótum í fjarskiptum geta hafist handa. Hún tryggir að við fáum sem þjóð hámarksnýtingu á fjármunum sem lagðir eru til verks- ins. Úthlutunaraðferðin er gagnsæ og hefur þann kost að regluverk fjarskiptamarkaðarins er ekki til verulegra trafala. Aðferðin nær hins vegar ekki öll- um markmiðum samtímis – hún styður ekki við aðra stefnu um mögulegan forgang þeirra byggða sem skilgreindar hafa verið sem veikar byggðir. Hún tryggir ekki skýr svör um hvenær og hvernig hvert einstakt byggðarlag mun fá stuðning á næstu árum. Við erum meðvituð um þessar áskoranir. Við teljum forgangsmál að allt undir- búningsferli fyrir næsta ár verði komið á hreint, sem og aðferð út- hlutunar, svo að næstu styrkþegar verði komnir með skýra mynd á haustdögum. Vonir okkar standa til þess að auglýsa megi næsta áfanga síðla sumars eða í haust, þó sagt hér með fyrirvara. Það má ekki seinna vera því veruleg vinna liggur í und- irbúningi framkvæmda og ekki veit- ir af haustinu og vetrinum til þeirrar vinnu. Í upphafi var sagt að ísinn væri brotinn – á síðustu tveimur árum hefur verið lagður um milljarður til stuðnings við lagningu ljósleiðara. Það er til stuðnings ákveðnum verk- um, eins og hringtengingar og fleira. Á sama tíma hafa fjarskiptafélög og sveitarfélög lagt verulega fjármuni í fjárfestingar í bættum fjarskiptum. Nýir tímar Möguleikar fyrir fólk og fyrirtæki að velja sér starfsemi, búsetu og frelsi til athafna eru gjörbreyttir. Bætt fjarskipti snúast um frelsi fólks til að velja sér búsetu og störf. Við getum fæst fullyrt hvaða þróun fylgir í kjölfarið á slíkri byltingu – en við vitum að þráin eftir þeim breytingum hefur skilað okkur hing- að í dag – að átakið Ísland ljóstengt er orðið að veruleika. Við óskum þeim heimilum og fyr- irtækjum sem nú sjá fram á bylt- ingu í fjarskiptamálum til hamingju. Það geta því miður ekki allir verið fyrstir en þá skiptir máli að stefnan sem hefur verið mörkuð haldi og við sameinumst um að klára verkið. Ekkert annað stendur til af þeim ríkisstjórnarflokkum sem þessa vegferð hófu. Ísland ljóstengt er lagt af stað Við erum að skapa forsendur fyrir því að ljósleiðaranetið geti verið bakhjarl farnetskerfa á 70% af land- svæði í byggð. Við munum verða þjóð sem getur státað af heildstæðu, opnu og hraðvirku kerfi. Ísland mun í lok átaksins verða það land sem hefur náð hvað mestri útbreiðslu nú- tímalegra háhraðakerfa. Átakið er ein mesta innviðabylting seinni ára. Eftir Harald Benediktsson og Pál Jóhann Pálsson »Möguleikar fyrir fólk og fyrirtæki að velja sér starfsemi, búsetu og frelsi til athafna eru gjörbreyttir. Haraldur Benediktsson Höfundar eru alþingismenn. Ísinn er brotinn Páll Jóhann Pálsson Morgunblaðið/Ómar Landið ljósleiðaravætt „Við munum verða þjóð sem getur státað af heild- stæðu, opnu og hraðvirku fjarskiptakerfi,“ segir í greininni. Frá lagningu ljósleiðara í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.