Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
✝ Bergþóra ÓskLoftsdóttir
fæddist á Arnórs-
stöðum á Jökuldal
27. ágúst 1947.
Hún lést á heimili
sínu að Melgerði
15 í Kópavogi 23.
apríl 2016.
Foreldrar
hennar voru Loft-
ur Þorkelsson, f.
23. desember
1917, d. 9. september 2012, frá
Arnórsstöðum á Jökuldal, og
Margrét Hallsdóttir, f. 11.
október 1908, d. 4. mars 1972,
frá Kóreksstöðum í Hjalta-
staðaþinghá. Systkini Berg-
þóru Óskar eru: Þórhalla, f.
28. apríl 1939, gift Sigurði Ás-
geirssyni, f. 24. janúar 1942,
og Elfar Reifnir, f.
2. apríl 1942.
Synir Bergþóru
Óskar eru: 1)
Hjörtur Hjart-
arson, f. 30. nóv-
ember 1963. 2) Elf-
ar Úlfarsson, f. 18.
júní 1965, kvæntur
Dröfn Vilhjálms-
dóttur, f. 15. apríl
1972. Börn þeirra
eru Ósk, f. 7. jan-
úar 1994, Vilhjálmur Jón, f. 4.
júlí 2000, og Jóhanna Inga, f.
20. ágúst 2004. Sonur Elfars
með Svanhildi Ólafsdóttur, f.
3. apríl 1966, er Alexander, f.
12. desember 1987.
Útför Bergþóru Óskar fer
fram frá Kópavogskirkju í
dag, 2. maí 2016, klukkan 13.
Tengdamóðir mín unni góðri
tónlist, var ljóðelsk og listfeng.
Hún var hjartahlý og örlát. Hún
ljómaði ávallt þegar hún sá barna-
börnin sín og hrósaði þeim ósjald-
an fyrir hversu góðum mannkost-
um þau væru gædd. Bergþóra
kunni að hrósa afar fallega og af
meiri einlægni en flestir. „Þú ert
svo góð manneskja,“ sagði hún
stundum af svo miklum sannfær-
ingarkrafti og svo fölskvalaust að
manni hlýnaði óvænt að innan.
Síðan reiddi hún fram allar þær
bestu veitingar sem hún átti og
aldrei var neitt til sparað þegar
fjölskyldan var annars vegar. „Þið
verðið að borða,“ sagði hún ákveð-
ið en engum tókst nokkurn tímann
að borða svo mikið að henni þætti
það nóg. Þegar barnabörnin voru
lítil spilaði hún fyrir þau barnalög
á gítar og söng eins lengi og þau
lysti. Þá er kom að kveðjustund
vildi hún leysa þau út með öllu því
sem hún átti, gjarnan gítarnum
líka. Hún var einstaklega gjafmild
og keypti oft og einatt gjafir fyrir
fólkið sitt, ósjaldan fyrir sinn síð-
asta aur. Gjafirnar frá henni voru
oft frumlegar og eftirminnilegar.
Kærleikur, ósérhlífni og örlæti
einkenndu samskipti hennar við
fjölskylduna, hún vildi allt fyrir
hana gera. Bergþóra hafði ánægju
af hannyrðum og um langt skeið
prjónaði hún mikið og saumaði sér
til dægrastyttingar. Þá fengu fjöl-
skyldumeðlimir oftar en ekki fleiri
en eina og fleiri en tvær lopahúfur
og lopaleista að gjöf hverju sinni.
Henni var afar umhugað um að
engum yrði kalt, að fólkinu hennar
liði vel og liði engan skort.
Lífsganga Bergþóru var ekki
auðveld, þar sem sjúkdómur
hennar fjötraði hugsanir og skyn.
Fátt gat stillt öldurót hugans en í
gegnum árin leitaði Bergþóra sér
til hugarhægðar í tónlist, ljóða-
lestur og guðsorð. Hún var ein-
staklega tónelsk og hlustaði mikið
á tónlist, spilaði sjálf á hljóðfæri
og söng auk þess sem hún hafði
yndi af ljóðalestri.
Við leiðarlok vil ég þakka elsku-
legri tengdamóður minni sam-
fylgdina og kveð hana með ljóði
eftir eitt af eftirlætisljóðskáldum
hennar:
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Dröfn Vilhjálmsdóttir.
Bergþóra Ósk
Loftsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Bergþóru Ósk Lofts-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Guðný Krist-insdóttir fædd-
ist á Espihóli í
Eyjafjarðarsveit 2.
maí 1941. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 23. des-
ember 2015. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jónína Val-
gerður Jóhann-
esdóttir, f. 24. júní
1902, d. 28. janúar
1963, og Kristinn Friðrik Jak-
obsson, f. 8. ágúst 1905, d. 30.
mars 1980. Bróðir Guðnýjar var
Þorbjörn Kristinsson, f. 20.
október 1946, d. 20. desember
1956.
Guðný giftist árið 1959 Jóni
Valgarði Jóhannessyni, f. 29.
júlí 1933, frá Hóli í Höfðahverfi.
Börn þeirra eru: 1) Sigrún Ey-
dís, f. 1960, gift Guðmundi
Bjarnari Guðmundssyni, f. 1962.
Synir þeirra eru Jón Þór, Guðni
Bjarnar, Andri og Heimir. 2)
Kristinn Viðar, f. 1962, kvæntur
Ástu Guðrúnu Sveinsdóttur, f.
1961. Synir þeirra eru Ágúst
Freyr og Egill Már, dóttir Ástu
er Sandra Dögg Pálsdóttir. 3)
Jóhannes Ævar, f. 1965, kvænt-
ur Sigurlaugu Björnsdóttur, f.
1964. Sonur Sigur-
laugar er Björn
Már Jakobsson. 4)
Valgerður Anna, f.
1966, gift Rúnari
Ísleifssyni, f. 1962.
Synir þeirra eru
Eyþór og Ívar,
dóttir Rúnars er
Sigurlaug.
Guðný ólst upp á
Espihóli, gekk í
Gagnfræðaskóla
Akureyrar og Húsmæðraskól-
ann á Laugum í Reykjadal og
tók síðan við búi foreldra sinna
að Espihóli ásamt eiginmanni
sínum. Guðný var alla tíð virk í
félagsmálum, hún var ein af
þeim sem frumkvæði höfðu að
stofnun félags eldri borgara í
Eyjafjarðarsveit og formaður
félagsins á upphafsárum þess.
Guðný var mjög listræn og
stundaði fjölbreytt handverk,
hún var um árabil leiðbeinandi í
félagsstarfi aldraðra í Eyja-
fjarðarsveit og hjá Akur-
eyrarbæ. Hún var einnig virk í
starfi kvenfélagsins Iðunnar og
félagi í reglu Oddfellow á Ak-
ureyri.
Útför Guðnýjar fór fram frá
Grundarkirkju 6. janúar 2016.
Í dag, 2. maí, hefði vinkona
mín Guðný Kristinsdóttir, hús-
freyja á Espihóli í Eyjafjarðar-
sveit, orðið 75 ára, en hún lést 23.
desember 2015 eftir erfið veik-
indi.
Guðný var mikil listakona
sama á hverju hún snerti. Hún
málaði postulín, mótaði úr leir og
ýmislegt fleira. Allt var það jafn-
fallegt og vel gert og vitnar um
hennar góða handbragð. Hæfi-
leikar hennar nýttust vel eldri
borgurum í Eyjafjarðarsveit.
Hún stjórnaði félagsstarfinu þar
af miklum dugnaði og eljusemi í
mörg ár og það var mjög ánægju-
legt að vinna með henni í því
starfi.
Hún var góð vinkona og við
gerðum ýmislegt skemmtilegt
saman, ferðir okkar til Reykja-
víkur voru góðar og eru minnis-
stæðar.
Það var alltaf notaleg byrjun á
jólunum þegar þau hjón litu við
hjá mér á Þorláksmessukvöld og
við áttum góðar stundir saman.
Það er margs að sakna þegar
kær vinkona fellur frá en minn-
ingarnar lifa.
Ég sendi Jóni og fjölskyldunni
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún Eiríksdóttir.
Guðný
Kristinsdóttir
✝ Sigurður Run-ólfsson fæddist
í Litla-Sandfelli í
Skriðdal 9. júní
1935. Hann lést á
heimili sínu, Lang-
holti 17, Akureyri,
22. apríl 2016.
Foreldrar Sig-
urðar voru Run-
ólfur Jónsson frá
Litla-Sandfelli og
Jónína Vilborg
Jónsdóttir frá Vaði í Skriðdal og
var Sigurður yngsti sonur þeirra
hjóna en alls varð þeim níu barna
auðið. Eftirlifandi systkin hans
eru Björgvin, f. 13. júní 1929,
Kjartan, f. 31. mars 1932, Ingi-
björg, f. 24. mars 1933, og Árný
Aðalborg, f. 30. maí 1943. Sig-
urður kvæntist Önnu Grétu Bald-
ursdóttur, f. 13. mars 1943, í
september 1961. Börn þeirra eru
Elín Kristbjörg, f. 9. október
1960, gift Þresti Friðfinnssyni.
Jóhann Baldur, f. 16. maí 1963.
Jón Reynir, f. 17. maí 1968, giftur
Halldóru Magnús-
dóttur. Árni Viðar, f.
7. apríl 1976, giftur
Jennýju Ruth
Hrafnsdóttur.
Barnabörn og barna-
barnabörn þeirra
hjóna eru tuttugu og
tvö talsins.
Sigurður ólst upp í
Skriðdal og hófu þau
Anna Gréta sinn bú-
skap á Neskaupstað.
Sumarið 1961 lá leið þeirra til
Akureyrar þar sem þau hafa búið
síðan. Sigurður lauk námi sem
húsasmíðameistari og starfrækti
hann trésmíðafyrirtæki fram til
dauðadags. Um árabil var hann í
stjórn Meistarafélags bygginga-
manna á Norðurlandi, auk þess
sem hann sat í byggingarnefnd
Glerárkirkju og síðar í sóknar-
nefnd Lögmannshlíðarsóknar.
Útför Sigurðar fer fram frá
Glerárkirkju á Akureyri í dag, 2.
maí 2016, og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Leiðir okkar Sigga lágu saman
fyrir 17 árum í litlu íbúðinni hans
Árna á Eggertsgötunni. Siggi var
hugljúfur húmoristi sem alltaf
var gaman að spjalla við. Hann
var mikill náttúruunnandi og
dýravinur, eins og lerkiskógurinn
hans í Aðaldalnum ber merki um.
Siggi var ljúfmenni með góða
lund og fátt gerði honum órótt
nema þá helst að missa af veður-
spánni. Hann var einlægur í afa-
hlutverkinu, óþreytandi að upp-
fræða krakkana um gróður og
fugla og kenndi þeim að bera
virðingu fyrir öllu lífi á áreynslu-
lausan hátt. Siggi kvaddi okkur
skyndilega á öðrum degi sumars,
rétt ferðbúinn að koma suður í
ferminguna hans Viktors, þar
sem hans var sárt saknað. Elsku
Siggi, takk fyrir samferðina og
vináttuna. Minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Jenný Ruth Hrafnsdóttir.
Sigurður
Runólfsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Runólfsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MEKKÍN GUÐNADÓTTIR,
áður húsfreyja að
Sigtúnum Eyjafjarðarsveit,
síðast til heimilis að
Dvalarheimilinu Hlíð,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 16. apríl. Útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. apríl klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast Mekkínar er bent á Dvalarheimilið Hlíð.
.
Bjarni Kristjánsson, Elísabet Guðmundsdóttir,
Gunnar Kristjánsson, Oddný Vatnsdal,
Jón Guðni Kristjánsson,
Sigrún Kristjánsdóttir, Haraldur Hauksson,
Helga Sigrún Harðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSA O. ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27.
apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. maí.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sumarstarf KFUK í
Vindáshlíð, s. 588 8899.
.
Sverrir I. Axelsson
Kristín Sverrisdóttir
Ragnheiður Sverrisdóttir Hjalti Hugason
Þorsteinn Sverrisson Magnea Einarsdóttir
Ólafur Sverrisson Ellen Símonardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
FINNBOGI JÓNSSON
frá Skálmarnesmúla,
Katrínarlind 5, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn
27. apríl. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju
miðvikudaginn 4. maí klukkan 13.
Jarðsett verður síðar á Skálmarnesmúla.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
.
Þuríður Kristjánsdóttir,
Anna Freyja Finnbogadóttir, Óskar Halldórsson,
Jón Finnbogason,
Auður Elín Finnbogadóttir, Guðjón Þorsteinsson
og barnabörn.
Okkar ástkæri sonur, bróðir og mágur,
GUNNAR STEINN GUÐLAUGSSON,
Drekakór 6, Kópavogi,
lést þriðjudaginn 26. apríl á Barnaspítala
Hringsins í faðmi fjölskyldu sinnar.
Útförin fer fram frá Lindakirkju Kópavogi
föstudaginn 6. maí kl. 13. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins eða
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Aðstandendur vilja koma fram þökkum til allra þeirra sem komu
að umönnun Gunnars Steins í veikindum hans.
.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir Guðlaugur Jón Gunnarsson
Eva Björg Guðlaugsdóttir Aðalsteinn E. Aðalsteinsson
Bjarki Steinn Guðlaugsson
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
MARGRÉT SAGA RÚNARSDÓTTIR,
ÁÐUR MAJ-BRITT SAGA MARGARETA
LÅNG,
Lyngbrekku,
síðast búsett á Mýrarvegi 117,
Akureyri,
lést sunnudaginn 24. apríl á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð.
Jarðarförin fer fram frá Einarsstaðakirkju fimmtudaginn 5. maí
kl. 14.
.
Jón Aðalsteinsson
Kristín Margrét Jónsdóttir Halldór Hjaltason
Hildigunnur Jónsdóttir Hermann Aðalsteinsson
Sif Jónsdóttir Atli Vigfússon
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUÐBJÖRG ÁRSÆLSDÓTTIR,
fyrrverandi deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 24. apríl. Útförin fer fram
frá Neskirkju 4. maí klukkan 11.
.
Magnús Theodór Magnússon
Ársæll Magnússon, Sandra Remigis,
Magnús Ingi Magnússon, Analisa Monticello,
Dóra Magnúsdóttir, Guðmundur Jón Guðjónsson,
Andri, Atli, Kári, Daði, Lilja,
Lilja, Lára Guðbjörg, Theodór og Hjalti.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og sonur,
RAGNAR ÖRN PÉTURSSON,
fv. íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 29. apríl. Hann verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
miðvikudaginn 4. maí klukkan 13.
.
Sigríður Sigurðardóttir,
Guðrún Björg Ragnarsdóttir, Elvar Sigurðsson,
Ragnar Már Ragnarsson, Sigrún H. Björgvinsdóttir,
Laufey Ragnarsdóttir, Guðjón S. Ingvason,
Bjarni Ragnarsson, Ástrún Sigurbjörnsdóttir,
Dúna Bjarnadóttir
og barnabörn.