Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Ég er ekki farinn að hugsa um hvað ég geri í tilefni dagsins enætli konan og dæturnar finni ekki upp á einhverju skemmti-legu, þær eru vanar því,“ segir Bjarni G. Bjarnason sem á 67
ára afmæli í dag.
Reglur TM kveða á um að starfsfólk hætti að vinna 67 ára og Bjarni
tók smá forskot á sæluna eftir að hafa unnið í tryggingabransanum í
46 ár, fyrst hjá Almennum tryggingum, síðan hjá Reykvískri endur-
tryggingu og loks hjá Tryggingamiðstöðinni í 26 ár. „Nú er ég lög-
giltur í Gráa herinn hjá Helga Pé og Svenna Guðjóns, þeim ungu og
frísku mönnum.“ Hann bætir við að eftir að hann hætti að vinna hafi
hann haft það mjög gott. „Það var tímabært að skipta um gír og næst
á dagskrá er að njóta lífsins í botn. Við eigum smá skika í Biskups-
tungum og verðum væntanlega dálítið í bústaðnum í sumar og höld-
um áfram að stinga niður hríslum. Svo reynum við að ferðast eitthvað
um landið og jafnvel líka í útlöndum. Ég kvíði því ekki framhaldinu en
kannski leita ég fyrir mér ef mér leiðist en ég á ekki von á því.“
Bjarni var í fótboltanum í KR á árum áður og er enn virkur í íþrótt-
um, jafnt utan sem innan vallar. „Ég gutla við golfið og get ekki leng-
ur afsakað mig með tímaleysi,“ segir kappinn, sem fer reglulega í
jóga og ræktina. Hann vill að ungu og efnilegu strákarnir í fótboltan-
um í KR fái að spila meira en verið hefur og mætir bjartsýnn á leik KR
og Víkings í Pepsi-deildinni í kvöld. „Krafan er sigur og ég á von á
góðri afmælisgjöf,“ segir afmælisbarn dagsins.
Morgunblaðið/Golli
Afmælisbarnið Bjarni G. Bjarnason gerir það sem hann vill gera.
Á von á góðri
afmælisgjöf
Bjarni G. Bjarnason er 67 ára í dag
H
erdís Sveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. maí 1956. Hún var
eitt ár í Melaskóla en
fór átta ára í Álfta-
mýrarskóla þegar fjölskyldan flutt-
ist á Háaleitisbraut en hverfið var
að byggjast upp á þeim árum.
Hún lauk stúdentsprófi frá MH í
desember 1975, BS-prófi í hjúkr-
unarfræði frá HÍ 1981 og tók
einkaflugmannspróf 1982. „Við
maðurinn minn fluttumst með tvö
börn okkar til Ann Arbor í Michig-
an-ríki í Bandaríkjunum árið 1984
og bjuggum þar í þrjú yndisleg ár
og var ég í meistaranámi þar. Fáir
hjúkrunarfræðingar höfðu lokið
meistaraprófi á þessum árum og
var ég gripin í kennslu í HÍ við
heimkomuna frá Bandaríkjunum og
varð lektor 1987. Tveim árum síðar
varð ég formaður námsbraut-
arstjórnar í hjúkrunarfræði og var
það í tæp fimm ár – krefjandi og
skemmtilegur tími. Samhliða störf-
um við HÍ sótti ég doktorsnám til
Svíþjóðar, í háskólann í Umeå, og
dvaldist þar einn vetur með elsta
syninum sem hóf þar sitt há-
skólanám. Undir lok doktorsnáms-
ins var ég kjörin formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og var
Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfr.deild HÍ – 60 ára
Fjölskyldan Öll samankomin um páskana á ættaróðalinu Hvilft í Önundarfirði í tilefni sextugsafmæla hjónanna.
Næsta hjólreiðaferð
verður í Víetnam
Íslenskt sumarveður: Herdís og Rolf á Skessuhorni um hásumar.
Hafnarfjörður Guðjón
Freyr Ingvarsson fæddist
16. september 2015 kl.
11.02. Hann vó 4.130 g og
var 50 cm langur. Foreldrar
hans eru Heiða Björk Guð-
jónsdóttir og Ingvar Karl
Ingason.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
HVERNIG KEMST 330.000
MANNA ÞJÓÐ Á EM?
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
ER ÞAÐ
VATNIÐ?
„
“