Morgunblaðið - 02.05.2016, Síða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Leikkonan Alicia Vikander, sem
hlaut Óskarsverðlaunin í ár fyrir
bestan leik konu í aukahlutverki,
mun fara með hlutverk fornleifa-
fræðingsins Löru Croft í vænt-
anlegri Tomb Raider-kvikmynd.
Vikander er ein eftirsóttasta leik-
kona Hollywood um þessar mundir
og mun það eflaust hafa áhrif á að-
sóknina að myndinni að hún fari
með aðalhlutverkið. Leikstjóri
myndarinnar er hins vegar lítt
þekktur, Norðmaðurinn Roar Ut-
haug, og þykir kvikmyndin Bølgen
hans helsta afrek en hún var fram-
lag Noregs til Óskarsverðlauna í ár
en komst ekki í flokk tilnefndra.
Angelina Jolie lék Löru Croft í
tveimur Tomb Raider-kvikmyndum
sem hlutu heldur neikvæða dóma.
Vikander leikur Croft
Vinsæl Alicia Vikander er eftirsótt leikkona og hlaut Óskarsverðlaun í ár.
gríni, segir Jóhann Alfreð mér að
uppistand geti verið mikil vinna og
sé í mörgu sérstök.
„Hún er kannski sérstök að því
leyti að vinnan fer alltaf að hluta
til fram uppi á sviði. Þú veist aldr-
ei 100% hvort efnið virkar fyrr en
þú ert búinn að prófa það á alvöru
áhorfendum, þótt þú getir haft
góða tilfinningu fyrir því.“
Þannig fer ómældur tími í
undirbúning en vinnan er
skemmtileg og á endanum hlýtur
það að skipta mestu máli.
„Já, mikið rétt. Skemmtilegasti
tíminn hjá okkur hefur verið þegar
við erum að vinna úr allskyns pæl-
ingum á tilraunasýningum. Stytt-
um svo og herðum og höldum
áfram að slípa efnið á sýningum.“
Það voru þeir Bergur Ebbi og
Dóri DNA sem riðu á vaðið með
uppistandið árið 2009 sem varð
grunnurinn að Mið-Íslands-
hópnum að sögn Jóhanns Alfreðs
en honum og Ara Eldjárn var síð-
an boðið að vera með.
„Bergur hringdi í mig og Ara
Eldjárn og bauð okkur að vera
með á öðru kvöldi. Þá var þetta
skyndilega orðinn hópur og Björn
Bragi bættist svo síðar við.“
Frá því Mið-Ísland hóf göngu
sína hafa þeir félagar troðfyllt á
hverja sýninguna á fætur annarri
og mætti halda að allt sem þessir
hressu strákar taki sér fyrir hend-
ur verði að gulli. „Lykillinn að ár-
angri okkar og góðu samstarfi er
að við klippum á öll samskipti hver
við annan í um 2–3 mánuði eftir
langar sýningartarnir í Kjall-
aranum. Þá fara öll samskipti
fram í gegnum lögfræðinga.“
Sér sig í eigin rekstri
Allir góðir hlutir taka einhvern
tímann enda, meira að segja Mið-
Ísland, og þá getur verið gott að
hafa lögfræðipróf í rassvasanum,
en sér nokkuð fyrir endann á sam-
starfi strákanna?
„Ég held að Mið-Ísland verði
starfandi í einni eða annarri mynd
áfram,“ segir Jóhann Alfreð en
spurður hvort hann eigi sér draum
um annað starf að loknu uppi-
standinu bíður hann rólegur og al-
veg þögull um stund en segist svo
geta séð sjálfan sig fyrir sér í
klassískum íslenskum, þungum og
erfiðum rekstri með elbu-möppur
upp um alla veggi.
Það rifjast þá upp að hann vann
sigur á Dóra DNA í pítsukeppni
fyrir ekki svo löngu og fátt getur
verið erfiðara og íslenskara en
veitingahúsarekstur, sérstaklega á
fáförnum sveitavegi sem túristar
hafa ekki enn hætt sér út á.
„Ég vann nú bara Dóra í þeirri
keppni því hann setti ekki pepper-
óní á pítsuna heldur banana, maís
og papriku og eitthvað tilfallandi
dót eins og ef Solla á Gló hefði
misst vitið. Ég er mikill sælkeri en
ég veit ekki hvort veitingastaður
verður að veruleika. Ég sé samt
fyrir mér að ég væri í einhverjum
góðum smárekstri í framtíðinni.“
Sleppur hann þessi?
Þeir skara fram úr sem eru til-
búnir að leggja á sig mikla vinnu
og eiga sér skýr og ákveðin mark-
mið. Hver er draumur uppistand-
arans? Ég spurði Jóhann Alfreð
hvort hann hefði alltaf ætlað sér
að verða frægur og komast á for-
síðu Séð og heyrt?
„Minn hégómi hófst í raun löngu
fyrir útgáfu Séð og heyrt. Ég var
öflugur í tombólunum sem krakki.
Það safnaðist yfirleitt lítið sem
ekkert enda vorum við latir og
gáfumst upp þegar við vorum
komnir með sultardropa og rauðar
kinnar. En ef það söfnuðust
nokkrir hundraðkallar fékk maður
mynd af sér í blöðunum. Þetta var
mikið sport. Maður safnaði þess-
um myndum og límdi í gula stíla-
bók. Ég upplifi mig ekki sem neitt
sérstaklega þekktan að jafnaði
nema ef hópar í ratleikjum í mið-
bænum verða á vegi mínum. Þá er
stundum tekin mynd og einhver
segir: „Hann hlýtur að sleppa
þessi.“
Morgunblaðið/Golli
» „Uppistandarar hafa ýmislegt að óttast og þaðkannski mest að fá raflost úr míkrafóninum.
Svoleiðis áföll draga 20–30 grínista til dauða árlega
bara í Bandaríkjunum og fátt annað kemst að áður
en maður stígur á svið en hugsanir um slíkt. Maður
hefur ekki roð við þeim ótta að áhorfendum líki
ekki við grínið manns og að maður bombi,“ segir
Jóhann Alfreð.
Mið-Ísland Jóhann
Alfreð með fé-
lögum sínum í Mið-
Íslandi árið 2011,
þeim Ara Eldjárn,
Bergi Ebba Bene-
diktssyni, Halldóri
Halldórssyni og
Birni Braga.
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn
Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn
Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn
Sýningum lýkur í vor!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 4/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30
Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Play (Stóra sviðið)
Þri 31/5 kl. 19:30
Listahátíð í Reykjavík
AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Þri 3/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Mið 8/6 kl. 20:00
Mið 4/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Fim 5/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 14:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Fim 26/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00
Þri 10/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00
Mið 11/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00
Fim 12/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00
Fös 13/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00
Lau 14/5 kl. 14:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00
Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00
Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00
Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00
Fös 20/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00
Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar
Auglýsing ársins (Nýja sviðið)
Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00
Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson
Vegbúar (Litla sviðið)
Fös 6/5 kl. 20:00 síðasta
sýn.
Síðasta sýning
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Hamlet litli (Litla sviðið)
Mán 2/5 kl. 10:00 Mið 4/5 kl. 10:00 Mán 9/5 kl. 10:00
Þri 3/5 kl. 10:00 Fös 6/5 kl. 10:00 Þri 10/5 kl. 10:00