Morgunblaðið - 06.05.2016, Side 1
F Ö S T U D A G U R 6. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 105. tölublað 104. árgangur
DRÖGUM ÚT 51.000 VINNINGA Á ÁRINU! AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER!
FYRSTA VERK
AÐ LAGFÆRA
FLATEYJARBÓK DISKÓ Í GRUNNINN
OFBELDI UNG-
LINGA GEGN
FORELDRUM
FYRSTA BREIÐSKÍFA BOOGIE TROUBLE 30 GUÐRÚN ANDREA 12VINAFÉLAG 30
Er ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð í Voga-
hverfinu í Reykjavík rakst hann á þessa vösku
menn í fráveituframkvæmdum við eitt íbúðarhús í
hverfinu. Þar voru flest hús byggð á 5. áratug síð-
ustu aldar og því víða kominn tími á að endurnýja
fráveitulagnir.
Morgunblaðið/Golli
Vaskir menn í Vogahverfinu
Víða nauðsynlegt að endurnýja fráveitulagnir
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Í umsögnum ASÍ og Félags kvikmynda-
gerðarmanna um frumvarp til laga um
breytingu á lögum um tímabundnar endur-
greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi
kemur fram að rökstuddur grunur sé uppi
um að algengt sé að
lög- og kjarasamn-
ingsbundin réttindi
starfsfólks sem
starfar við kvik-
myndagerð séu brot-
in.
„Við höfum fengið
til okkar dæmi þar
sem hópur ung-
menna hefur verið
ráðinn sem aðstoð-
arfólk við gerð stór-
mynda sem hafa ver-
ið framleiddar hér á landi,“ segir Halldór
Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Ungmennin eru ráðin sem verktakar en
það sem er athugavert að mati ASÍ er að
samið er um ákveðna launaupphæð en svo á
verktakinn að sjá alfarið um sig sjálfur, s.s.
þegar kemur að tryggingum og að greiða
skatt. „Þetta köllum við gerviverktöku.“
Halldór nefnir dæmi um einstakling sem
ráðinn var í sex vikur og fékk 600.000 krón-
ur greiddar. „Viðkomandi vann sjö daga
vikunnar í 14 tíma á dag og oft lengur.“
Halldór segir ljóst að verið sé að brjóta
grundvallaratriði kjarasamninga varðandi
ráðningarform og launagreiðslur. „Einnig
er verið að brjóta reglur um vinnuvernd og
hollustuhætti á vinnustöðum.“
Að sögn Hrafnhildar Gunnarsdóttur, for-
manns Félags kvikmyndagerðarmanna, er
erfitt að áætla hversu umfangsmikil brotin
eru. Helst hafi verið kvartað undan 12 tíma
vinnudegi. „Auk þess höfum við fengið
kvartanir um að yfirvinna sé ekki greidd.“
Hrafnhildur segir að óheppilegt sé að þess-
ar samræður þurfi að eiga sér stað nú í ljósi
þess að félagið hafi lengi barist fyrir rétt-
indum félaga. „Í nóvember 2014 lögðum við
fram formlega ósk um viðræður um kjara-
samning fyrir fólk sem starfar í kvikmynda-
gerð við Samband íslenskra kvikmynda-
framleiðenda. Því hefur ekki verið svarað.“
Réttindi
brotin
við tökur
Ungmenni ráðin
sem „gerviverktakar“
Frumvarp
» Fyrir Alþingi
liggur frumvarp
til breytinga á
lögum um end-
urgreiðslur
vegna kvik-
myndagerðar
hér á landi.
MKjarasamningar brotnir við tökur »6
„Ég er bjartsýnn á að tillagan nái
fram að ganga, enda hef ég fundið
fyrir miklum stuðningi við hana,“
segir Kristján L. Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar í Norðaustur-
kjördæmi, sem ásamt 12 öðrum
þingmönnum úr öllum flokkum hef-
ur lagt fram þingsályktunartillögu
á Alþingi um jarðgöng milli Siglu-
fjarðar og Fljóta í Skagafirði.
Kristján telur raunhæft að hægt sé
að hefja framkvæmdir við göngin
eftir um 10 ár. »16
Bjartsýnn á ný
Siglufjarðargöng
Jarðgöng Frá gerð Héðinsfjarðarganga.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Úrskurðar-
nefnd umhverfis-
og auðlindamála
hefur fellt úr
gildi öðru sinni
ákvörðun Akra-
neskaupstaðar
um álagningu
sorphirðu- og
eyðingargjalda á
fasteign á Akra-
nesi. Vegna þessa er uppi þrýst-
ingur á umhverfisráðuneytið að
breyta ákvæðum laga um útgáfu
sveitarfélaga á reglugerðum um
sorpgjöld. Óvissa er talin vera uppi
um stjórnsýslu heilbrigðisnefnda
sveitarfélaga vegna þessa máls. »4
Sorphirðugjald ógilt
tvisvar á sama hús
Frá Akranesi.
„Eina breytan sem hefur aukist
er þessi ofboðslega fjölgun ferða-
manna. Þeir sem koma t.d. með
skemmtiferðaskipi koma hingað,
kannski 30-40 rútur á dag, og það
segir sig sjálft að það setur aukið
álag á skólpið,“ segir Bragi Finn-
bogason, formaður Veiðifélags
Laxár, en áin rennur úr Mývatni.
Óttast hann að vatnið verði aftur
hvítleitt í sumar líkt og á síðasta ári
í kjölfar aukins bakteríublóma.
Leiðir það til þess að veiði verður
erfið. Kalla veiðifélögin við Mývatn
og Laxá eftir rannsóknum yfir-
valda á ástandinu. »2
Vilja rannsókn á
hvítleitu Mývatni