Morgunblaðið - 06.05.2016, Side 8

Morgunblaðið - 06.05.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Styrmir Gunnarsson ritar á vefsinn um það að afstaða forystu- manna Samfylkingar til aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu sé smátt og smátt að skýrast. Þeir séu að byrja að horfast í augu við þá aug- ljósu staðreynd, að slík aðild geti ekki verið á dagskrá i fyrirsjáanlegri framtíð.    Styrmir segir aðJón Baldvin Hannibalsson hafi haft forystu um þessa viðhorfs- breytingu og að í kjölfarið hafi komið yfirlýsingar frá Árna Páli Árnasyni sem gefið hafi til kynna fyrirvara á yfirlýstri stefnu flokks- ins um aðild.    Svo segir hann frá því að HelgiHjörvar, frambjóðandi til for- manns, hafi gengið skrefi lengra.    Hann hafi sagt á Útvarpi Söguað „Evruhraðlestin“ væri far- in hjá: „Sú lest er löngu farin. Það er einfaldlega þannig á Íslandi í dag árið 2016 að það vita það allir að við erum ekkert að fara inn í evruna, þó að við ljúkum aðild- arviðræðunum og fáum aðild- arsamning samþykktan, þá erum við ekkert að fara inn í evruna fyrr en eftir 10, 15, 20 ár. Þess vegna er talið um að framtíðarsýn okkar um aðild að Evrópusambandinu og evr- ópska myntsamstarfinu og evruna með hennar lágu vöxtum, hún er ekkert að tala til fólks í þess dag- lega lífi núna af því að það felur ekki í sér neina lausn við því, sem fólk er að glíma við núna eða í fyr- irsjáanlegri framtíð.“    Hvað ætli aðrir frambjóðendurtil formanns Samfylkingar segi um þetta? Hvort ætla þeir að halda flokknum í ESB-farinu eða reyna að gera hann marktækan í pólitískri umræðu? Helgi Hjörvar Evrutal Samfylk- ingar engin lausn STAKSTEINAR NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 09. maí 13. maí gefurMorgunblaðið út sérblaðið HEIMILI & HÖNNUN • Innlit á heimili • Viðtöl við hönnuði og arkitekta. • Heitustu trendin á heimilinu 2016 • Hvernig á að skipuleggja lítil rými • Mottur /teppi og parket. • Eldhústískan 2016. • Smekkleg baðherbergi. • Gluggatjöld sem prýða rýmið. • Barnaherbergið. • Málning, litir og veggfóður. • Ásamt fullt af öðru spennandi efni um heimili, hönnun og lífsstíl –– Meira fyrir lesendur Veður víða um heim 5.5., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 2 rigning Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:41 22:09 ÍSAFJÖRÐUR 4:27 22:33 SIGLUFJÖRÐUR 4:09 22:17 DJÚPIVOGUR 4:05 21:43 Umhverfisstofnun hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá árinu 1990 til 2014 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvernig losunin hefur þróast frá árinu 1990 ásamt lýsingu á aðferðafræðinni sem notuð er við. Árið 2014 var losunin 4.597 kílótonn af CO2- ígildum, sem er 26,5% aukning frá árinu 1990, en losunin hefur þó dregist saman um 10,7% frá árinu 2008. Þennan samdrátt í losun má einkum rekja til minni losunar frá stóriðju, þar sem myndun PFC í álverum hefur minnkað vegna betri framleiðslustýringar, en einnig til minni losunar frá fiskiskipum. Losun frá fiskiskipum hefur dregist saman um 33% frá árinu 1990. Losun á hvern íbúa á Íslandi árið 2014 var 13,97 tonn af CO2, en 14,2 tonn árið 1990. 45% af losun Íslands árið 2014 komu frá iðnaði og efnanotkun, 17% frá samgöngum og 16% frá landbúnaði. agnes@mbl.is Minnkandi losun frá stóriðjunni  Losun hefur minnkað um 10,7% frá árinu 2008 Morgunblaðið/Árni Sæberg Stóriðja Norðurál og Elkem á Grundartanga eru meðal starfandi stóriðjufyrirtækja hér á landi. Benedikt Sveins- son, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hann segir eignarhaldsfélag sitt á Bresku Jómfrúareyjum hafa verið stofnað árið 2000 í tengslum við kaup sín og eiginkonu sinnar Guðríðar Jónsdóttur á húsi í Flórída. Segir hann engan rekstur hafa verið í félaginu og að hann eigi ekki fé á aflandseyjum. Þá hafi hann alla tíð greitt sína skatta á Íslandi: „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúaeyjum að ráðlegg- ingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slita- meðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum,“ segir í tilkynningunni. Félag um kaup á húsi  Tilkynning frá föður Bjarna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.