Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Ríkisstjórn Kanada lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í Albertafylki vegna skógarelda, sem ógna olíuborginni Fort McMurray. Yfir 100 þús- und manns hafa flúið heimili sín undan eldunum. Þegar hafa yfir 2.000 hús í úthverfum borgar- innar orðið eldunum að bráð. Hundruð slökkvi- liðsmanna hafa barist við eldana, sem sjást loga í fjarska á myndinni, en hvassviðri gerir slökkvi- starfið afar erfitt. Neyðarástand í Albertafylki AFP Skógareldar loga í Kanada Talið er að tugir manna hafi látið lífið í loftárás á flóttamannabúðir á yfirráðasvæði uppreisnar- manna í norðurhluta Sýrlands. Myndir sem birtar voru á félagsmiðlum sýndu gereyðilögð tjöld í Kamouna-búðunum skammt frá Sarmada í Idlib-héraði, 10 km frá landamærum Tyrk- lands. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, herma sumar heimildir að sýrlenskar eða rússneskar orrustuvélar hafi gert árásirnar, en það hefur ekki fengist staðfest. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem fylgjast með átökunum og hafa aðsetur í Bretlandi, sögðu staðfest að 28 manns hefðu látist og væru konur og börn þar á meðal. 50 manns hefðu særst. Óttast væri að fleiri hefðu fallið. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að engin réttlæting væri til fyrir því að drepa saklausa borgara í loftárásum. Ítrekað reynir á vopnahlé Ekki er lengra síðan en í fyrradag að samið var um áframhaldandi vopnahlé. Sýrlenski herinn og uppreisnarmenn, sem ekki berjast undir fána heilags stríðs, gerðu samkomulag um tímabundið vopnahlé í borg- inni Aleppo og nágrenni hennar fyrir þrýsting frá Bandaríkjamönnum og Rússum. Ríki íslams og Nusra-fylkingin, sem tengist hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda, eiga ekki aðild að sam- komulaginu. Samkomulag um að stöðva átökin í Sýrlandi hefur verið í gildi síðan í febrúar, en mjög hef- ur reynt á það vegna ítrekaðra átaka. Þau hafa verið sérstaklega hörð í kringum Aleppo þar sem 300 manns hafa fallið undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að takist ekki að stöðva átökin muni 400 þúsund manns bætast í hóp þeirra sem þegar hafa leitað skjóls við landamæri Tyrklands. Fimm ár eru síðan stríðið hófst í Sýrlandi. Talið er að 250 þúsund manns hafi fallið í því. Sameinuðu þjóðirnar telja að 17,9 milljónir manna búi í landinu, þar af sex milljónir á ver- gangi, en íbúarnir voru 24,5 milljónir fyrir stríðið. Að mati SÞ þurfa 13,5 milljónir á aðstoð að halda. kbl@mbl.is Ráðist á flóttamannabúðir  Talið að tugir flóttamanna hafi látið lífið í loftárás  Bandaríkjamenn fordæma árás á saklausa borgara  Reynt að stilla til friðar eftir hörð átök í Aleppo Stjórnvöld í Lúx- emborg hafa gert samstarfssamn- ing við banda- ríska fyrirtækið Deep Space Ind- ustries (DSI) um rannsóknir á smástirnum í þeim tilgangi að grafa þar eftir verðmætum málmum. DSI áformar að smíða örsmá geimskip sem geti lent á smástirn- um og rannsakað hvort þar séu vinn- anlegir málmar. Vonir standa til, að á smástirnum verði hægt að vinna málma á borð við platínum. Mörg ár munu þó líða þar til tæknin til að grafa eftir málmum úti í geimnum og flytja þá jarðar verður að veruleika. Lúxemborg stefnir á að verða leiðandi í geimrannsóknum og hefur gripið til ýmissa ráðstafana í þeim tilgangi. Námur á smá- stirnum? Tölvumynd af geimnámuskipi.  Leita að dýrum málmum í geimnum Þótt nóg sé af sandi í eyðimörkum Sameinuðu arabísku furstadæmanna við Persaflóa er hann ekki hentugt byggingarefni. Þess vegna þurfa furstadæmin sjö að flytja inn sand til að byggja háhýsin sem spretta þar upp eins og gorkúlur. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC fluttu furstadæmin árið 2014 inn sand að verðmæti 456 milljóna dala, jafnvirði nærri 56 milljarða króna. Eyðimerkursandurinn þótti heldur ekki heppilegur þegar emírinn í Dubaí lét endurnýja tvær veðhlaupa- brautir fyrir hesta. Sandurinn sem notaður var til að leggja brautirnar var fluttur inn frá Lancashire á Eng- landi. Flytja sand til Persaflóa Feðgarnir George H.W. Bush og George W. Bush, fyrrverandi forset- ar Bandaríkjanna, munu ekki styðja Donald Trump, sem næsta víst er eftir forkosningarnar í Indíana á þriðjudag að verður forsetaefni repúblikana í næstu kosningum. Feðgarnir sátu báðir fyrir repúblik- ana. Bush eldri, sem nú er 91 árs, hef- ur stutt frambjóðendur flokks síns í undanförnum fimm kosningum. Jeb Bush, sonur hans, sóttist einnig eftir útnefningu flokksins, en dró sig í hlé í febrúar. Hann sætti hörðum árás- um Trumps. Staða Trumps setur marga forystumenn Repúblikana- flokksins í vanda. Eiga margir stjórnmálamenn flokksins erfitt með að styðja hann. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn á svæðum þar sem margir íbúar eru af suður-amerískum uppruna. Ótt- ast þeir að niðrandi ummæli Trumps um þá, sem búa sunnan landamæra Bandaríkjanna, gæti kostað þá emb- ætti og þingsæti. EKKI Í NÁÐINNI HJÁ FYRRVERANDI FORSETUM Donald Trump Bush-feðgar styðja ekki Donald Trump Ahmet Davutoglu, forsætisráð- herra Tyrklands, tilkynnti í gær að hann muni segja af sér embætti á aukaflokksþingi stjórnarflokks landsins síðar í þessum mánuði. Er ástæðan sögð vera sú, að hann njóti ekki lengur stuðnings Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, en forsætisráðherrann hefur lýst yfir andstöðu við áform forsetans um að auka völd forseta- embættisins með stjórnarskrár- breytingum. Fjármálamarkaðir tóku þessum tíðindum ekki vel í gær. Gengi tyrknesku lírunnar lækkaði og hlutabréfavísitala kauphallarinnar í Istanbul lækk- aði einnig. En talsmaður Er- dogans sagði í gær, að búast mætti við að meira jafnvægi komist á í land- inu og efnahags- málum þess þeg- ar nýr forsætisráð- herra, sem gangi í takt við forset- ann, taki við embætti. Davutoglu tók við embætti for- sætisráðherra árið 2014 þegar Er- dogan var kjörinn forseti landsins. TYRKLAND Ahmet Davutoglu Forsætisráðherrann boðar afsögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.