Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 ✝ Ásdís ErlaGunnarsdóttir Kaaber fæddist 23. júlí 1926. Hún lést 30. april 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðný Stefánsdóttir Rich- ter og Gunnar Georg Kaaber. Erla átti einn bróð- ur, Emil Samúel Richter, sem eign- aðist 11 börn. Erla og Sigvaldi Búi Bessa- son eignuðust sjö börn. 1. Jón, maki Margret Snorradóttir, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2. Guðni, á fjögur börn og tíu barnabörn. 3. Pét- ur, látinn, á eitt barn og eitt barnabarn. 4. Gunnar Georg, hann á tvö börn. 5. Ástríður, hún á þrjú börn og átta barnabörn, maki Kristinn Páll Ingvarsson, á þrjú börn og sex barna- börn. 6. Þórarinn, á þrjú börn, maki Jóhanna Jóhannes- dóttir á þrjú börn og 14 barnabörn. 7. Kristinn, maki Guðrún Jóhann- esdóttir, eiga fjög- ur börn og fjögur barnabörn. Auk heimilisstarfa vann Erla við Verslunarstörf hjá Grens- áskjör, Söbechsverslun og Vörumarkaðnum auk annarra starfa til lengri eða styttri tíma. Útför Erlu fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag 6. maí 2016, klukkan 15. Mamma mín er látin eftir 90 ára lífsgöngu. Kjarnakona sem vissulega gekk oft grýttan veg með stóra barnahópinn sinn en lét aldrei deigan síga, glöð, hláturmild, skemmtileg, heiðarleg og hörku- dugleg sá hún alltaf ljósið á hverju sem gekk á. Missti ekki kjarkinn þó hún þyrfti að sjá á eftir þremur sonum og svo pabba árið 2003 en saman áttu þau 65 ár. Hún átti líka vinahóp, sem voru stelpurnar hennar, sem unnu með henni í Vörumarkaðn- um. Þó hún væri mikið eldri þá var hún alltaf með í hópnum. Sellurnar hennar, blindra- félagar þar sem hún undi sér svo vel, sundfélagarnir sem hún hitti hvern morgun. Með öllu þessu fólki naut hún góðra stunda í ára- raðir. Hún og pabbi nutu þess að ferðast, þekktu hvern hól á land- inu. Tíminn skipti ekki máli, meira máli skipti að vera saman. Þau eignuðust sjö börn- .Mamma var alltaf miðpunktur- inn, fylgist náið með okkur öllum og var virkur þátttakandi til síð- ustu stundu. Ástríða hennar var matreiðsla og þótti henni erfiðast þegar hún varð blind að geta ekki lesið ævi- minningar- og matreiðslubækur. Mamma ólst upp hjá móður sinni, Guðnýju Stefánsdóttur Richter, píanóleikara, en faðir hennar, Gunnar Georg Kaaber, var lyfjafræðingur í Danmörku. Hún saknaði hans alla tíð. Hún var eina barnið hans og þótti hon- um ótrúlegt að eiga svona stóran barnahóp hér heima, hvað þá nú þegar afkomendur eru að nálgast 100. Mamma átti stórt skap en hjartahlý og afskaplega skemmti- leg og góð. Stórbrotin kona og voru vinir okkar systkinanna og frændgarður alla tíð velkomin eins og allir sem áttu leið um. Mamma átti því láni að fagna að vera heimilismaður á dvalar- heimilinu Grund síðustu þrjú ár, frábært heimili og umönnunin frábær. Fluttist á aðra deild, V-4, þar sem þjónustan og aðbúnaður gat ekki verið betri. Viljum við þakka þessu frábæra fólki allan stuðn- inginn og ógleymanlegan hlýhug. Með þessum orðum vil ég þakka henni samfylgdina viss um að hún sé nú í faðmi ástvina, ég mun sakna hennar endalaust. Ástríður Sigvaldadóttir. Komið er að kveðjustund. Ég kveð nú tengdamóður mína með eftirsjá og sorg í hjarta. Ég kom 16 ára inn á heimili hennar og Búa þar sem alltaf var líf og fjör, enda fjölskyldan stór og ég var strax tekin sem hluti af hópnum. Búi svo sallarólegur í hinni iðandi kös fjöldans og Erla ætíð á fullri ferð, hún var öxullinn sem allt snerist um á heimilinu. Í rauninni var hún þannig allt fram á síðasta dag því börn hennar, barnabörn og barnabarnabörn hafa alltaf leitað í nærveru hennar og fé- lagskap enda var hún sérlega skemmtileg, lífleg og uppátækja- söm. Jafnvel á dánarbeði sínum hélt hún uppi fjörlegum samræð- um og rifjaði upp með okkur spaugileg atvik úr fortíð og nútíð. Það er svo ótalmargs að minnast, hún var svo virkur þátttakandi í því sem var í gangi hjá hinum stóra hópi sem frá henni og Búa er kominn. Eftirminnileg ferðlög um landið, óborganleg póstkort sem hún sendi börnum okkar Kristins á þeim ferðalögum, skemmtilegar heimsóknir til okk- ar á Svíþjóðarárunum, frábærar stórfjölskylduhelgar á Hálsi mörg undanfarin sumur, dásam- legar skyndihugmyndir sem hún fékk og svo mætti áfram telja. Það er tilfinnanlegt tómarúmið sem hún skilur eftir sig en við munum áfram hafa hana með í huganum og gera ráð fyrir henni hér eftir sem hingað til í því sem við gerum saman. Ég er þakklát fyrir öll árin sem við vorum sam- ferða og þakklát fyrir hönd barnanna okkar fyrir að allt sem hún veitti þeim. Guðrún. Í dag fylgjum við Erlu ömmu síðasta spölinn. Að baki liggur löng ævileið og mikill sjóður góðra minninga streymir fram þegar við lítum til baka. Við átt- um svo margar góðar stundir saman því amma var alltaf til í allt og þó að hún ætti fjölmarga af- komendur virtist hún alltaf eiga pláss fyrir alla. Hún var kraft- mikil og skemmtileg og við barna- börnin vorum náin henni enda veitti hún okkur bæði umhyggju og hlýju og hafði dásamlega kímnigáfu. Í hugum okkar var amma drottning. Hún var þó ekki drottning auðs og veraldlegra allsnægta, hún var drottningin hans Búa afa og fjölskyldan var ríkidæmi hennar til síðasta dags. Við þökkum ömmu fyrir hve mik- inn tíma hún gaf okkur og fyrir allar góðu minningarnar sem hún skildi eftir. Bjarki, Hjalti, Linda Björk og Eyrún Arna. Það er undarlegt að kveðja hana Erlu ömmu. Það hellist yfir mann óraunveruleikatilfinning, sorg og söknuður. Hún hefur allt- af verið hér með smitandi hlát- urinn sinn og þennan ófyrirsjáan- lega, einlæga húmor. Hún á heilan her af afkomendum en ein- hvern veginn hefur henni alltaf tekist að láta alla finna hvað þeir eru henni mikils virði. Hún sendi okkur bráðfyndin kort úr öllum landshornum, hengdi einhvern glaðning á hurðarhúninn heima þegar við vorum í skólanum og rændi fyrir okkur servíettum í safnið þegar hún fór í veislur. Ef eitthvert barnabarnanna slysað- ist til að teikna mynd var hún samstundis komin í ramma og upp á eldhúsvegginn í Goðheim- unum. Hún var óspör á hrós og falleg orð, mundi eftir öllum af- mælisdögum og hringdi í okkur með sama aprílgabbið á hverju ári í mörg ár: „Ég er fyrir utan! Stökktu út og sæktu hérna smá- vegis“. Flestar minningar um Erlu ömmu snúast um eitthvað fyndið sem hún sagði, dillandi hláturinn hennar, hlýja faðmlagið hennar og þetta notalega andrúmsloft sem einkenndi hana. Amma þurfti ekkert að vera vel upplögð til að vera skemmtileg. Meira að segja á lokasprettinum var eins og hún ákvæði reglulega að bíða aðeins með að skilja við okkur, vaknaði upp og sagði eitthvað fyndið. Efsta minningin um ömmu í mínum huga er af heim- sókn okkar systra til hennar ný- lega. Hún spjallaði um gamla tíma, sagði okkur að hún væri svo ánægð með fólkið sitt og að hún væri svo hamingjusöm. Þegar við fórum kvöddum við hana hvers- dagslega og ég leit svo á hana þaðan sem ég stóð í dyragættinni. Amma ljómaði eins og sól í heiði og sagði lágt: „Mikið var þetta gaman“. Næst þegar ég fór til hennar hafði dregið af henni en þá hafði hún líka náð að gefa okk- ur öllum ógleymanlegar kveðju- stundir sem við getum nú geymt með okkur. Það var mikill kraftur í þessari hörkukonu sem dreif Búa afa með sér í ævintýri löngu eftir að hjart- veikin var farin að taka toll af afa. Þau þeystust yfir Kjöl með felli- hýsið í eftirdragi og svo voru vandamálin bara leyst þegar þau komu upp. Amma var ekki mikið fyrir að bíða róleg og það þýddi ekkert að segja þessari konu að eitthvað væri ómögulegt. Ég fékk óþolinmæðina hennar ömmu í vöggugjöf ásamt því persónuein- kenni að geta ómögulega skóað mig eftir veðri en aðra af hennar góðu kostum læt ég mér nægja að virða og vona að ég geti tileinkað mér með árunum. Þennan óbil- andi styrk til að mæta áföllum og ástvinamissi og halda ótrauð áfram. Þennan hæfileika að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt að segja og koma öðrum til að hlæja án þess að hafa nokkuð fyrir því. Erla amma var einstök mann- eskja sem ég kveð með miklum söknuði og hlýhug. Hún var ham- ingjusöm þegar yfir lauk og tilbú- in að kveðja þetta líf. Fólkið hennar stóð þétt við hlið hennar fram á síðasta dag og hún lést umkringd ástvinum á stjörnu- björtu kvöldi. Nú fer hún og hittir afa og strákana sína. Hvíldu í friði elsku amma mín. Linda Björk Kristinsdóttir. Elskuleg amma okkar Erla kvaddi okkur síðastliðna helgi. Minningar um ömmu eru margar. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er hvað hún var mikill skör- ungur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það skipti ekki máli hvort það var garðurinn í Teiga- gerði þar sem hún skilaði ótelj- andi vinnustundum sem hún upp- skar síðan viðurkenningu fyrir hjá Reykjavíkurborg eða hvort um var að ræða gersvepp sem átti að umbylta öllu almennu heilsu- fari og færa manni aukinn kraft til góðra verka. Í stað þess að dreypa á seyðinu sem sveppurinn lá í var amma ekkert að tvínóna við hlutina og át bita og bita af sveppnum góða. Fyrir vikið var hún vöknuð um miðjar nætur til að steikja pönnsur og gera morg- unmatinn kláran fyrir afa. Þegar henni var bent á þennan misskiln- ing sinn hló hún bara sínum dill- andi hlátri og sagði svo öllum sem komu í heimsókn söguna af sveppaseyðinu góða. Og hló hæst sjálf. Þegar hún starfaði í Vöru- markaðnum í Ármúla minnumst við þess hvað okkur þótti spenn- andi og skemmtilegt að fá að heimsækja hana þangað. Ekki skemmdi það upplifunina að fá svo að fara í heimsókn til hennar og afa í Teigagerði þar sem þau bjuggu lengi. Teigagerði var eins og félagsmiðstöð fyrir okkur krakkana. Alltaf var eitthvað við að vera og alltaf var svo gott að koma til ömmu og afa. Við ferð- uðumst einnig mikið með þeim hjónum um landið og var tjaldað út um allt . Þau sögðu okkur „sannar“ sögur um tröll og drauga sem höfðust við á þeim stöðum sem gist var á. Það finnst okkur sýna hversu mikill húmoristi amma var. Það var sama hvar við vorum og hversu kalt var, ömmu varð aldrei kalt, sama hvernig viðraði var hún helst í stuttermabol og alltaf með brosið sitt hlýja. Amma var mikill húmoristi. Henni fannst alltaf gaman af sögum og gríni, það gerði allar heimsóknir svo skemmtilegar. Það er okkur auðvelt að kalla fram hláturinn hennar í huganum og við getum heyrt hana segja nöfnin okkar á sinn blíðlega hátt og bæta „elsku“ framan við. Alltaf fékk maður á tilfinninguna að maður sjálfur væri einhver sem skipti ömmu óskaplega miklu máli og já, jafn- vel meira en sá næsti. Jólaboðin hjá ömmu og afa voru svo fjöl- menn og flott að við eigum eftir að minnast þeirra um ókomna tíð. Amma kenndi okkur svo margt, en hún lét það vera að kenna okk- ur hvernig ætti að vera góður bíl- stjóri. Maður getur bara ekki ver- ið góður í öllu og amma var þar engin undantekning. Hún var bara ekki góður bílstjóri. Í heim- sóknum fjölskyldunnar til ömmu og afa var óspart gert grín að aksturs-„hæfileikum“ ömmu og þá sérstaklega hverri nýrri beyglu sem bættist á bílinn nán- ast vikulega. Hver hló hæst að gríninu, sínum dillandi hlátri? Amma. Á seinni árum fór sjón ömmu að daprast, en oft fékk maður á tilfinninguna að amma sæi það sem hún vildi sjá. Þessi kraftmikla kona er nú komin til Búa afa, komin til að hitta krakk- ana sína sem fóru allt of snemma. Komin til afa sem hún annaðist svo lengi og erum við viss um að það sé mikil veisla hjá þeim hjón- um núna. Elsku amma, við söknum þín. Ragnar, Sigvaldi, Anna María. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ef amma Erla væri hér hjá mér myndi ég taka utan um hana og þakka henni góð kynni. Ég myndi þakka henni fyrir að hafa verið frábær manneskja og ynd- isleg og elskuleg langamma barnanna minna. Síðan myndi ég slá í eina góða skemmtisögu og saman gætum við hlegið. Það var nefnilega svolítið skemmtilegt og á sama tíma auðvelt að fá hana til að hlæja. Hláturinn var svo dill- andi að maður gat ekki annað en hlegið með. Erla var mjög skemmtileg og uppátækjasöm. Fyrir mörgum árum hringdi hún í Ragnar dótturson sinn snemma á sunnudagsmorgni og vakti þar allt heimilisfólk. Þegar Ragnar svaraði sagðist hún vera búin að koma við og hafa skilið pakka eft- ir við útihurðina. Þegar að var gáð sást ekki bóla á neinum pakka og hringdi Raggi því aftur í ömmu sína og sagðist vera tóm- hentur. Hún minnti hann þá á hvaða dagur var en það var þá kominn 1. apríl. Það sem hefur ískrað í henni þennan morguninn. Nú er Erla komin í faðm Búa síns sem hún hefur saknað svo mikið. Blessuð sé minning þeirra. Hrund. Ásdís Erla Gunn- arsdóttir Kaaber Í dag er jarðsung- inn Sæmundur Þor- steinsson bóndi í Hryggjum. Hann var fæddur á Holti í Mýr- dal sem var einn af fjallabæjum sveitarinnar sem kominn er í eyði fyrir mörgum árum eins og mörg af fyrri býlum til sveita í seinni tíð. Það var því ekki talað um neinn verulegan kunningsskap okkar framan af ævi beggja þar sem ég var nær sjóbyggðinni. Sæmundur ólst upp við venjuleg sveitastörf fram á unglingsár en fór síðan á vertíðar til Vestmannaeyja sem ungur maður og mátti það heita mjög algild regla fyrir unga drengi þar sem vinnu að fá innan sveitar utan heimilis var vart um að ræða svo neinu næmi en hann mun alltaf hafa tekið þátt í venjulegum sveitastörfum milli vertíða. Það urðu því litlar breytingar á lífi Sæ- mundar þar til hann kvænist Sól- veigu Kristjánsdóttur frá Eystri- Sólheimum og flytja þau að Hryggjum og hefja þar búskap 1946. Var það síðan ævistarf þeirra beggja en Sólveig lést 1994. Sæmundur bjó áfram með börnum þeirra hjóna og síðast í skjóli Ás- mundar sem er yngstur í systk- inahópnum. Við þessa tilfærslu í lífi Sæmundar urðum við nágrann- ar. Sæmundur var bóndi að eðl- isfari, var líka heppinn í þessum geira því stuttu eftir að hann kom að Hryggjum hefjast byltingar í landbúnaði í Mýrdal er farið var að beita stórvirkum vinnuvélum til að umbylta landi til ræktunar. Var Sæmundur þar með enginn eftir- bátur. Má segja að hann léti um- bylta jörðinni til stórra framfara. Allar skepnur er hann hafði undir höndum báru vott um góða með- ferð er sýndi þekkingu á viðfangi starfsins. Hið fornkveðna segir „Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni“ sem reyndi á sí- breytilegar ákvarðanir vegna að- stæðna. Stuttu eftir að þau hjón fara að búa er ráðist í raflýsingu. Þáttur Sólveigar var trúlega þar stór en hún hafði alist upp við raf- magnsljós svo sú breyting hlaut að verða henni erfið að koma í raf- magnsleysi. Allur húsakostur var endurbyggður og stækkaður sem allt hefur kostað átök samfara aukinni ræktun. Sæmundur var vel á sig kominn líkamlega hold- grannur og röskur á fæti. Kom það því af sjálfu sér að hann var eft- irsóttur smali enda komu þau haust að hann mun hafa gengið í flestar heiðar í vestari hluta Mýr- dalsins. Með Sæmundi er genginn mikill starfsmaður er helgaði sveitinni nær eingöngu sína krafta á langri ævi og ber sérstaklega að þakka það hér. Sæmundur tók virkan þátt í ungmennafélögum og félögum er snertu búskap. Hann las bækur er fjölluðu um efni er var honum hugstætt. Voru það nær eingöngu skrif er bjuggu yfir dulrænum efnum er hann virti. Mun ekkert hafa verið honum fjær skapi en árekstrar við ósýnileg öfl. Þessar línur sem festar eru hér á blað eru til að undirstrika þakklæti til Sæmundar fyrir tæplega 70 ára nágrenni sem fallið hafa á einn veg. Koma upp í huga minn lín- urnar úr eftirmælum „Og það sem refum eign er í var ekki til í brjósti því“. Að lokum finnst mér gaman að geta þess að Sæmundur verður lagður til hinstu hvílu í hans land- areign í Skeiðflatarkirkjugarði sem er í Hryggjalandi. Fjölskyld- an í Litla-Hvammi sendir öllum aðstandendum samúðarkveðjur og þakkir. Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi. Sæmundur Þorsteinsson ✝ Sæmundur Þor-steinsson fæddist 24. ágúst 1918. Hann lést 22. apríl 2016. Útför Sæmundar fór fram 30. apríl 2016. Bærinn Hryggir er vel í Mýrdalssveit settur. Hann stend- ur á lágum hól skammt vestan Skeiðflatar, er áber- andi þeim sem hjá fara og býður góða útsýn til fjalla, jökla og byggðar í út- Mýrdal. Fyrr á tíð máttu Hryggir, líkt og fleiri jarðir þar um slóðir, þola ágang taumlausra jökulvatna, sem á liðinni öld voru beisluð með varnargörðum. Á síð- ari áratugum hefur jörðin mátt greiða toll í frjósömu landi, sem rutt var undir þjóðvegi. Meira en góðu hófi gegnir, því ekki telst jörðin landmikil. Á móti kom að hún var vel til ræktunar fallin. Sæmundur mundi tímana tvenna, fæddur og alinn upp milli fljóta í gamla torfbænum í Holti á tímum þrenginga í þjóðlífinu. Ásamt eiginkonu sinni, Sólveigu, og vaskri sveit fimm barna þeirra virkjaði hann kosti Hryggjajarð- arinnar af stakri fyrirhyggju, breytti órækt í grösug tún, rækt- aði grænmeti, kom upp traustu kúabúi og endurnýjaði húsakost. Er ekki að efa að Sæmundur hef- ur oft brugðið sjónum af Hryggja- hlaði til norðurs, þar sem tóftir gamla æskuheimilisins hvíla í frið- semd, og undrast hve veröldin var nú breytt frá uppvaxtarárunum. Svo er Ásmundi, syni hans, fyrir að þakka að Hryggjajörðin er áfram í byggð og að Sæmundur átti þess kost að vera heima hjá sér allt til síðustu ára. Sæmundur bar með sér andblæ friðsemdar og góðvildar. Hann lét ekki héraðsróstur hagga þeirri hófsemd er mótaði lífsviðhorf hans. Sæmundur hafði sínar skoð- anir á mönnum og málefnum en hvorki heyrði ég hann hallmæla öðrum né fella harða dóma. Hann var næmur á skoplegar hliðar og minntust félagar þess hve hann átti örðugt með að aga hláturmildi sína fyrir flutning á gamanmálum í einni af þorranefndum búnaðar- félagsins. Mér er ofarlega í huga sú vin- átta og traust sem ríkti milli heim- ila þeirra Sæmundar og Sólveigar og foreldra minna á næsta bæ, Vatnsskarðshólum. Sem barn í uppvexti bar mig alloft í sendiför að garði hjá því góða fólki sem byggði Hryggi. Móttökur voru jafnan upplífgandi, ekki síst vegna þess að gesti var alltaf fagnað af höfðingsskap sem fullorðinn væri. Bróðir minn minnist háttvísi Sæ- mundar þegar nokkur naut sluppu frá okkur til Hryggjakúnna, sem allir vita hve afdrifaríkt getur ver- ið. Sæmundur tók vel á móti hin- um óboðnu gestum, smalaði þeim í fjósið, batt á bása og fóðraði síðan rausnarlega, áður en eigendum var tilkynnt um fundinn. Viðhald milligirðinga bæjanna var jafnan tilhlökkunarefni. Þá gafst ráðrúm til lærdóms og leikja og ungir syn- ir framsóknarmanns og sósíalista gátu hlýtt á merkar umræður feðra sinna um válegt ástand þjóð- mála á viðreisnarárunum. Að leiðarlokum má ætla að mörgum samferðamönnum Sæ- mundar sé tregi í sinni. Hvenær sem leita þurfti aðstoðar var Sæ- mundur boðinn að veita hjálpar- hönd. Að öðrum ólöstuðum bar hann kosti hins besta nágranna, ríkur af sanngirni og réttlætis- kennd. Heilindi Hryggjahjónanna voru einstök og jafnan mátti treysta því að orðum fylgdu efnd- ir. Sá dýrmæti arfur fylgir börn- um þeirra. Fyrir allt það þökkum við systkinin frá Hólunum einlæg- lega með samúðarkveðjum til þeirra sem Sæmundi stóðu næst. Gunnar Ágúst Gunnarsson.  Fleiri minningargreinar um Sæmund Þorsteinsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.